Áhyggjufullt ævikvöld Preben Jón Pétursson skrifar 5. október 2016 14:46 Þeir sem síst skyldu, hluti eldri borgara sem nálgast starfslok, er einn þeirra hópa samfélagsins sem kvíðir komandi degi vegna krappra kjara og óboðlegra eftirlauna. Í stað þess að eldri borgurum sé boðið efnahagslega áhyggjulaust ævikvöld eru margir beinlínis óttaslegnir yfir eigin starfslokum, sem ættu að vera ánægjuleg tímamót í heilbrigðu samfélagi. Það er þyngra en tárum taki að þessi skuli vera orðin örlög hópsins sem stritaði baki brotnu við að skapa allsnægtir fyrir okkur hin; hópurinn sem breytti Íslandi úr bjargráðasamfélagi í velferðarsamfélag, a.m.k. um tíma.Þúsundir búa við fátækt Samkvæmt upplýsingum frá Öldrunarráði búa um 1.400 eldri borgarar við fátækt í Reykjavík. Leiða má líkum að því að hópurinn telji um 3.000 á landsvísu. Ekki er ólíklegt að langvarandi þunglyndi og kvíði hrjái þennan hóp. Margir hafa eflaust þurft að hafa fyrir sínu og lifað af smánarlega lágum atvinnutekjum. Þegar áhyggjum af brauðstritinu ætti að ljúka með töku eftirlauna blasir hins vegar svartnættið við sumum. Það segir sig sjálft að fólk með 300.000 króna mánaðartekjur eða lægri laun hefur þurft að skrimta án þess að hafa haft tækifæri til að leggja fyrir. Láglaunafólk á ekki stærri lífeyrissjóð en svo að skotsilfur hljóti enn að dragast saman við starfslok. Hver erum við sem þjóð að láta slíkan órétt viðgangast?Allir fái jafnháar greiðslur Hinn napra veruleika mætti uppræta með því að mótframlag frá atvinnurekanda í lífeyrissjóð færi í sameiginlegan sjóð (líkt og tryggingargjald) þar sem allir launþegar fengju jafn háar greiðslur á mánuði. Þá myndi hagur hinna lægst launuðu batna mjög. Ótta, óöryggi, kvíða og fátækt yrði rutt úr vegi. Lífsgæði hinna betur launuðu myndu á sama tíma ekki skerðast verulega, enda eru þeir í flestum tilvikum sæmilega staddir þegar kemur að starfslokum. Öll störf eru mikilvæg, öll störf krefjast fórna og útheimta samviskusemi. Hver einasti launamaður á rétt á traustu og áhyggjulausu ævikvöldi. Það er tímabært að uppræta þessa þjóðarskömm. Nái ég kjöri sem alþingismaður mun ég beita mér fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun X16 Norðaustur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Þeir sem síst skyldu, hluti eldri borgara sem nálgast starfslok, er einn þeirra hópa samfélagsins sem kvíðir komandi degi vegna krappra kjara og óboðlegra eftirlauna. Í stað þess að eldri borgurum sé boðið efnahagslega áhyggjulaust ævikvöld eru margir beinlínis óttaslegnir yfir eigin starfslokum, sem ættu að vera ánægjuleg tímamót í heilbrigðu samfélagi. Það er þyngra en tárum taki að þessi skuli vera orðin örlög hópsins sem stritaði baki brotnu við að skapa allsnægtir fyrir okkur hin; hópurinn sem breytti Íslandi úr bjargráðasamfélagi í velferðarsamfélag, a.m.k. um tíma.Þúsundir búa við fátækt Samkvæmt upplýsingum frá Öldrunarráði búa um 1.400 eldri borgarar við fátækt í Reykjavík. Leiða má líkum að því að hópurinn telji um 3.000 á landsvísu. Ekki er ólíklegt að langvarandi þunglyndi og kvíði hrjái þennan hóp. Margir hafa eflaust þurft að hafa fyrir sínu og lifað af smánarlega lágum atvinnutekjum. Þegar áhyggjum af brauðstritinu ætti að ljúka með töku eftirlauna blasir hins vegar svartnættið við sumum. Það segir sig sjálft að fólk með 300.000 króna mánaðartekjur eða lægri laun hefur þurft að skrimta án þess að hafa haft tækifæri til að leggja fyrir. Láglaunafólk á ekki stærri lífeyrissjóð en svo að skotsilfur hljóti enn að dragast saman við starfslok. Hver erum við sem þjóð að láta slíkan órétt viðgangast?Allir fái jafnháar greiðslur Hinn napra veruleika mætti uppræta með því að mótframlag frá atvinnurekanda í lífeyrissjóð færi í sameiginlegan sjóð (líkt og tryggingargjald) þar sem allir launþegar fengju jafn háar greiðslur á mánuði. Þá myndi hagur hinna lægst launuðu batna mjög. Ótta, óöryggi, kvíða og fátækt yrði rutt úr vegi. Lífsgæði hinna betur launuðu myndu á sama tíma ekki skerðast verulega, enda eru þeir í flestum tilvikum sæmilega staddir þegar kemur að starfslokum. Öll störf eru mikilvæg, öll störf krefjast fórna og útheimta samviskusemi. Hver einasti launamaður á rétt á traustu og áhyggjulausu ævikvöldi. Það er tímabært að uppræta þessa þjóðarskömm. Nái ég kjöri sem alþingismaður mun ég beita mér fyrir því.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar