Dýrustu brúðarkjólar stjarnanna Ritstjórn skrifar 19. október 2016 12:15 Brúðarkjóll Díönu prinsessu kostaði sitt. Mynd/Getty Það er nokkuð ljóst að brúðarkjólar eru oft stór kostnaðarliður af brúðkaupum. Það jafnast þó ekkert við kjóla stærstu stjarnanna en þeir eru að kosta margar milljónir króna. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir dýrustu brúðarkjóla stjarnanna. Mynd/GettyDíana Prinsessa giftist Karli Bretaprins árið 1981. Á þeim tíma kostaði kjóllinn hennar 13.000 dollara. Þrátt fyrir að það þyki há upphæð núna þá er talið að kjóllinn hefði kostað 31.000 dollara. Kjóllinn var hannaður af Elisabeth og David Emanuel.Mynd/SkjáskotSamkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er talið að Victoria Beckham hafi borgað 100.000 dollara fyrir brúðarkjólinn sinn, sem var sérstaklega hannaður af Veru Wang. Victoria giftist David Beckham árið 1999.Mynd/SkjáskotNicole Richie giftist söngvaranum Joel Madden árið 2010. Kjóllinn hennar var frá Marchesa og er talið að hann hafi kostað 20.000 dollara. Mynd/SkjáskotJessica Biel fór heldur óhefðbunda leið þegar að það kom að því að velja brúðarkjól. Hún valdi að klæðast bleiku sem var mikil áhætta en heppnaðist afar vel. Talið er að kjóllinn hafi kostað 100.000 dollara. Mynd/skjáskotÞegar Kim Kardashian giftist körfuboltamanninum Kris Humphfries valdi hún ekki einn heldur þrjá kjóla frá Veru Wang. Talið er að hver einn og einasti kjóll hafi kostað 25.000 dollara. Mynd/SkjáskotAmal Clooney var ekkert að spara þegar það kom að brúðkaupi hennar og George Clooney. Þau gengu í það heilaga árið 2014. Hún klæddist sérsaumuðum kjól hönnuðum af Oscar De La Renta. Kjóllinn kostaði hvorki meira né minna en 380.000 dollara. Mynd/SkjáskotÞegar Kim Kardashian giftist loksins Kanye West árið 2014 klæddist hún einstaklega fallegum kjól eftir Riccardo Tisci fyrir Givenchy. Talið er að kjóllinn, sem var sérsaumaður, hafi kostað 400.000 dollara. Mynd/GettyEinn þekktasti brúðarkjóll seinni tíma er tvímælalaust kjóllinn sem Kate Middleton klæddist þegar hún giftist Vilhjálmi Bretaprins. Kjóllinn var hannaður af Sarah Burton, sem er yfirhönnuður Alexander McQueen. Talið er að kjóllinn hafi kostað 400.000 dollara. Það þýðir að Kate og Kim sitja jafnar á toppinum. Mest lesið Tískusystur sameinast á forsíðu breska Vogue Glamour Donna Karan hættir Glamour Alexander Wang bætist í hóp hönnuða sem hugsa tískuvikuna upp á nýtt Glamour Öllu tjaldað til hjá Gucci í dag Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour Nýtt förðunartrend frá Suður-Kóreu slær í gegn Glamour Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Vinsælustu skórnir í París Glamour Flauelið er komið til að vera Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour
Það er nokkuð ljóst að brúðarkjólar eru oft stór kostnaðarliður af brúðkaupum. Það jafnast þó ekkert við kjóla stærstu stjarnanna en þeir eru að kosta margar milljónir króna. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir dýrustu brúðarkjóla stjarnanna. Mynd/GettyDíana Prinsessa giftist Karli Bretaprins árið 1981. Á þeim tíma kostaði kjóllinn hennar 13.000 dollara. Þrátt fyrir að það þyki há upphæð núna þá er talið að kjóllinn hefði kostað 31.000 dollara. Kjóllinn var hannaður af Elisabeth og David Emanuel.Mynd/SkjáskotSamkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er talið að Victoria Beckham hafi borgað 100.000 dollara fyrir brúðarkjólinn sinn, sem var sérstaklega hannaður af Veru Wang. Victoria giftist David Beckham árið 1999.Mynd/SkjáskotNicole Richie giftist söngvaranum Joel Madden árið 2010. Kjóllinn hennar var frá Marchesa og er talið að hann hafi kostað 20.000 dollara. Mynd/SkjáskotJessica Biel fór heldur óhefðbunda leið þegar að það kom að því að velja brúðarkjól. Hún valdi að klæðast bleiku sem var mikil áhætta en heppnaðist afar vel. Talið er að kjóllinn hafi kostað 100.000 dollara. Mynd/skjáskotÞegar Kim Kardashian giftist körfuboltamanninum Kris Humphfries valdi hún ekki einn heldur þrjá kjóla frá Veru Wang. Talið er að hver einn og einasti kjóll hafi kostað 25.000 dollara. Mynd/SkjáskotAmal Clooney var ekkert að spara þegar það kom að brúðkaupi hennar og George Clooney. Þau gengu í það heilaga árið 2014. Hún klæddist sérsaumuðum kjól hönnuðum af Oscar De La Renta. Kjóllinn kostaði hvorki meira né minna en 380.000 dollara. Mynd/SkjáskotÞegar Kim Kardashian giftist loksins Kanye West árið 2014 klæddist hún einstaklega fallegum kjól eftir Riccardo Tisci fyrir Givenchy. Talið er að kjóllinn, sem var sérsaumaður, hafi kostað 400.000 dollara. Mynd/GettyEinn þekktasti brúðarkjóll seinni tíma er tvímælalaust kjóllinn sem Kate Middleton klæddist þegar hún giftist Vilhjálmi Bretaprins. Kjóllinn var hannaður af Sarah Burton, sem er yfirhönnuður Alexander McQueen. Talið er að kjóllinn hafi kostað 400.000 dollara. Það þýðir að Kate og Kim sitja jafnar á toppinum.
Mest lesið Tískusystur sameinast á forsíðu breska Vogue Glamour Donna Karan hættir Glamour Alexander Wang bætist í hóp hönnuða sem hugsa tískuvikuna upp á nýtt Glamour Öllu tjaldað til hjá Gucci í dag Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour Nýtt förðunartrend frá Suður-Kóreu slær í gegn Glamour Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Vinsælustu skórnir í París Glamour Flauelið er komið til að vera Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour