Mótorhjól BMW heldur sjálft jafnvægi Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2016 09:19 Framtíðarsýn BMW í framleiðslu mótorhjóla. Mótorhjól framtíðarinnar verða svo örugg að ökumenn þeirra geta ekið þeim án hjálma segja forsvarsmenn BMW. BMW kynnti í gær sitt nýjasta mótorhjól, Motorrad Vision Next 100, hjól sem finnur sitt eigið jafnvægi, en hjólið er kynnt á 100 ára afmælisári fyrirtækisins. Motorrad Vision Next 100 er rafmagnshjól og þegar það staðnæmist þarf ökumaður þess ekki að hafa fyrir því að halda jafnvægi á því, það gerir það sjálft. Það sem meira er, ef ökumaðurinn reynir að breyta jafnvægi hjólsins leiðréttir það jafnvægi sjálft. BMW á þó ekki von á því að svona hjól komi á markað fyrr en nálægt árinu 2030. Ekki er þó gert ráð fyrir því því að mótorhjólið aki sjálft eins og margir bílaframleiðendur eru nú að útbúa bíla sína og segja þeir BMW menn að langt sé að bíða þess og að sú tækni ryðji sér til rúms í mótorhjólum. Of mikið af slysum hafi átt sér stað nú þegar við prófanir á sjálfakandi bílum og ökumenn mótorhjóla kjósi ekki slíkan búnað, þeir vilji ráða sér sjálfir. Skemmst er að minnast slæmra slysa á sjálfakandi bílum í Kína og og Bandaríkjunum og Tesla bíll ók í veg fyrir rútu í norðurhluta Þýskalands nýlega. Engu að síður stefnir BMW á að kynna sjálfakandi bíl árið 2021 og verður sá bíll þróaður í samvinnu við Intel og ísraelska tæknifyrirtækið Mobileye. BMW hefur líka bundist samstarfi við Audi og Mercedes Benz við kaup á staðsetningarbúnaðinum Here frá Nokia til að gera slíkt mögulegt. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent
Mótorhjól framtíðarinnar verða svo örugg að ökumenn þeirra geta ekið þeim án hjálma segja forsvarsmenn BMW. BMW kynnti í gær sitt nýjasta mótorhjól, Motorrad Vision Next 100, hjól sem finnur sitt eigið jafnvægi, en hjólið er kynnt á 100 ára afmælisári fyrirtækisins. Motorrad Vision Next 100 er rafmagnshjól og þegar það staðnæmist þarf ökumaður þess ekki að hafa fyrir því að halda jafnvægi á því, það gerir það sjálft. Það sem meira er, ef ökumaðurinn reynir að breyta jafnvægi hjólsins leiðréttir það jafnvægi sjálft. BMW á þó ekki von á því að svona hjól komi á markað fyrr en nálægt árinu 2030. Ekki er þó gert ráð fyrir því því að mótorhjólið aki sjálft eins og margir bílaframleiðendur eru nú að útbúa bíla sína og segja þeir BMW menn að langt sé að bíða þess og að sú tækni ryðji sér til rúms í mótorhjólum. Of mikið af slysum hafi átt sér stað nú þegar við prófanir á sjálfakandi bílum og ökumenn mótorhjóla kjósi ekki slíkan búnað, þeir vilji ráða sér sjálfir. Skemmst er að minnast slæmra slysa á sjálfakandi bílum í Kína og og Bandaríkjunum og Tesla bíll ók í veg fyrir rútu í norðurhluta Þýskalands nýlega. Engu að síður stefnir BMW á að kynna sjálfakandi bíl árið 2021 og verður sá bíll þróaður í samvinnu við Intel og ísraelska tæknifyrirtækið Mobileye. BMW hefur líka bundist samstarfi við Audi og Mercedes Benz við kaup á staðsetningarbúnaðinum Here frá Nokia til að gera slíkt mögulegt.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent