Tveir utanþingsráðherrar í framboði Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2016 07:00 Reykjavíkurkjördæmin í hnotskurn Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar. Staða Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina verið mjög sterk í kjördæminu og eftir alþingiskosningarnar 2013 voru fyrstu þingmenn kjördæmanna báðir Sjálfstæðismenn. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var það Illugi Gunnarsson sem varð mennta- og menningarmálaráðherra eftir kosningar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var það Hanna Birna Kristjánsdóttir sem varð innanríkisráðherra eftir kosningarnar, en ákvað að láta af embætti ráðherra eftir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hafði játað trúnaðarbrot. Ólöf Nordal tók við sem utanþingsráðherra en hún skipar nú fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Illugi og Hanna Birna ákváðu að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum og tóku ekki þótt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ólöf Nordal er nú í fyrsta sæti í Reykjavík suður en Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík norður. Ólöf Nordal hefur hins vegar ekki getað tekið virkan þátt í kosningabaráttunni vegna veikinda. Ólöf Nordal er hins vegar ekki eini utanþingsráðherrann sem er í framboði í Reykjavík því Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra er í framboði í sama kjördæmi og hún. Lilja varð ráðherra eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sæti sem forsætisráðherra í apríl og verulegar breytingar voru gerðar á ráðherraskipan hjá Framsóknarflokknum. Lilja skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það sæti vermdi Vigdís Hauksdóttir áður, einn litríkasti þingmaður síðari tíma. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð,“ sagði Vigdís þegar hún tilkynnti að hún væri hætt eftir einungis eitt kjörtímabil. Ellefu listar eru boðnir fram í Reykjavík suður en einungis tíu í Reykjavík norður. Ellefta framboðið er listi Húmanistaflokksins, sem einungis býður fram í þessu eina kjördæmi. Þetta er í fimmta skiptið sem flokkurinn býður fram, en hann hefur aldrei komist nærri því að ná kjörnum manni á Alþingi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar. Staða Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina verið mjög sterk í kjördæminu og eftir alþingiskosningarnar 2013 voru fyrstu þingmenn kjördæmanna báðir Sjálfstæðismenn. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var það Illugi Gunnarsson sem varð mennta- og menningarmálaráðherra eftir kosningar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var það Hanna Birna Kristjánsdóttir sem varð innanríkisráðherra eftir kosningarnar, en ákvað að láta af embætti ráðherra eftir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hafði játað trúnaðarbrot. Ólöf Nordal tók við sem utanþingsráðherra en hún skipar nú fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Illugi og Hanna Birna ákváðu að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum og tóku ekki þótt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ólöf Nordal er nú í fyrsta sæti í Reykjavík suður en Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík norður. Ólöf Nordal hefur hins vegar ekki getað tekið virkan þátt í kosningabaráttunni vegna veikinda. Ólöf Nordal er hins vegar ekki eini utanþingsráðherrann sem er í framboði í Reykjavík því Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra er í framboði í sama kjördæmi og hún. Lilja varð ráðherra eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sæti sem forsætisráðherra í apríl og verulegar breytingar voru gerðar á ráðherraskipan hjá Framsóknarflokknum. Lilja skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það sæti vermdi Vigdís Hauksdóttir áður, einn litríkasti þingmaður síðari tíma. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð,“ sagði Vigdís þegar hún tilkynnti að hún væri hætt eftir einungis eitt kjörtímabil. Ellefu listar eru boðnir fram í Reykjavík suður en einungis tíu í Reykjavík norður. Ellefta framboðið er listi Húmanistaflokksins, sem einungis býður fram í þessu eina kjördæmi. Þetta er í fimmta skiptið sem flokkurinn býður fram, en hann hefur aldrei komist nærri því að ná kjörnum manni á Alþingi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira