Opel sigursælir á AUTOBEST 2016 Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 10:12 Opel Ampera-e hlaut vegtylluna Ecobest. Opel verksmiðjurnar hafa verið sigursælar að undanförnu. Fyrir skömmu voru sigurvegarar 2016 AUTOBEST Awards kynntir til sögunnar. Opel sigraði í tveimur flokkum. Fyrst er að nefna að dómnefndin, sem skipuð er óháðum bílablaðamönnum frá 31 ríki í Evrópu, sæmdu rafbílinn Opel Ampera–e, titlinum eftirsótta, ECOBEST 2016. Ampera-e var frumsýndur á bílasýningunni í París nú á dögunum. Í umsögninni segir dómnefndin að með þessum nýja, byltingarkennda rafbíl, hafi Opel tekið forystuna í harðri samkeppni rafbíla, með því að kynna til sögunnar “framtíðarlausn, í framþróun rafbílavæðingar Evrópu.“ – hvorki meira né minna. Í öðru lagi komst dómnefndin að þeirri niðurstöðu að verðlauna bæri sérstaklega þann stórkostlega viðsnúning í rekstri sem átt hefur sér stað hjá Opel undir styrkri stjórn Dr. Karl-Thomas Neumann. Niðurstaðan var því sú að sæma Opel samsteypuna einnig titlinum COMPANYBEST 2016, með þeim orðum að þar færi verðugur fulltrúi greinarinnar sem hefði „þýska nákvæmni og listræna formfegurð,“ að leiðarljósi, einsog það er orðað. „Við erum afar stolt af báðum þessum verðlaunum,“ var haft eftir forstjóra Opel Group, umræddum Dr. Karl-Thomas Neumann. „Þær staðfesta að framleiðsla okkar, sem og fyrirtækið sjálft, höfðar til markaðarins. Það sést kannski best á því að við höfum náð að vaxa á 18 markaðssvæðum í ár. Velgengni söluhæsta bílsins okkar, Opel Astra og sá tímamóta tæknibúnaður sem Ampera-e, rafbíllinn kynnir til sögunnar, eru vitnisburðir um það kraftmikla þróunarstarf sem á sér stað hjá Opel.“ Nýja rafbílnum, Ampera-e, hefur mikið verið hampað af bílagagnrýnendum og þykir lýsandi dæmi um þann nýsköpunarkraft sem ráðið hefur ríkjum hjá Opel undanfarin ár. Hann hefur 500 km drægni, samkvæmt nýjustu Evrópustöðlum, sem telst vera u.þ.b. 100 km meira en næsti keppinautur hans í sambærilegum flokki bíla. Aflið er 150 hestöfl og í ofanálag sameinast í Ampera-e afbragðs aksturseiginleikar og snerpa sportbílsins. Hann er búinn 60 Kw rafgeymi sem er komið svo haganlega fyrir í undirvagninum að vel rúmt er um fimm farþega. Framtíðin er því björt hjá Opel. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent
Opel verksmiðjurnar hafa verið sigursælar að undanförnu. Fyrir skömmu voru sigurvegarar 2016 AUTOBEST Awards kynntir til sögunnar. Opel sigraði í tveimur flokkum. Fyrst er að nefna að dómnefndin, sem skipuð er óháðum bílablaðamönnum frá 31 ríki í Evrópu, sæmdu rafbílinn Opel Ampera–e, titlinum eftirsótta, ECOBEST 2016. Ampera-e var frumsýndur á bílasýningunni í París nú á dögunum. Í umsögninni segir dómnefndin að með þessum nýja, byltingarkennda rafbíl, hafi Opel tekið forystuna í harðri samkeppni rafbíla, með því að kynna til sögunnar “framtíðarlausn, í framþróun rafbílavæðingar Evrópu.“ – hvorki meira né minna. Í öðru lagi komst dómnefndin að þeirri niðurstöðu að verðlauna bæri sérstaklega þann stórkostlega viðsnúning í rekstri sem átt hefur sér stað hjá Opel undir styrkri stjórn Dr. Karl-Thomas Neumann. Niðurstaðan var því sú að sæma Opel samsteypuna einnig titlinum COMPANYBEST 2016, með þeim orðum að þar færi verðugur fulltrúi greinarinnar sem hefði „þýska nákvæmni og listræna formfegurð,“ að leiðarljósi, einsog það er orðað. „Við erum afar stolt af báðum þessum verðlaunum,“ var haft eftir forstjóra Opel Group, umræddum Dr. Karl-Thomas Neumann. „Þær staðfesta að framleiðsla okkar, sem og fyrirtækið sjálft, höfðar til markaðarins. Það sést kannski best á því að við höfum náð að vaxa á 18 markaðssvæðum í ár. Velgengni söluhæsta bílsins okkar, Opel Astra og sá tímamóta tæknibúnaður sem Ampera-e, rafbíllinn kynnir til sögunnar, eru vitnisburðir um það kraftmikla þróunarstarf sem á sér stað hjá Opel.“ Nýja rafbílnum, Ampera-e, hefur mikið verið hampað af bílagagnrýnendum og þykir lýsandi dæmi um þann nýsköpunarkraft sem ráðið hefur ríkjum hjá Opel undanfarin ár. Hann hefur 500 km drægni, samkvæmt nýjustu Evrópustöðlum, sem telst vera u.þ.b. 100 km meira en næsti keppinautur hans í sambærilegum flokki bíla. Aflið er 150 hestöfl og í ofanálag sameinast í Ampera-e afbragðs aksturseiginleikar og snerpa sportbílsins. Hann er búinn 60 Kw rafgeymi sem er komið svo haganlega fyrir í undirvagninum að vel rúmt er um fimm farþega. Framtíðin er því björt hjá Opel.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent