Vinnustaðarnám hjá bílaumboðinu BL Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2016 14:39 Nemendur í 10. bekk Foldaskóla í heimsókn hjá BL að kynna sér sumarstörf. Vinnustaðarnám hjá BL er verkefni sem hleypt var af stokkunum fyrr á árinu þegar teymi starfsmanna var stofnað í kjölfar þess að fyrirtækið gerðist formlega aðili að Sáttmála um eflingu vinnustaðanáms sem Samtök iðnaðarins standa fyrir. BL hefur öðlast góða reynslu á þessu sviði mörg undanfarin ár. Fyrirtækið býður árlega 5 til 9 nemendum vinnustaðarsamning. Þess má geta að um 20% nema sem lokið hafa sveinprófi í bílgreinum frá árinu 2007 voru á vinnustaðarsamningi hjá BL, alls liðlega 30 manns. Þrátt fyrir góða reynslu og ekki síður vegna síaukinnar þarfar fyrir fleiri einstaklinga á vinnumarkaði sem lokið hafa sveinsprófi í bílgreinunum vildi BL móta betur formlega stefnu sína í málaflokknum og leita samstarfs við verkmenntaskóla og fleiri aðila. Kynningarbæklingur BL gaf nýlega út sérstakan kynningarbækling sem ber heitið: „Viltu vinna hjá fyrirtæki í fremstu röð? Við kynnum spennandi tækifæri fyrir ungt fólk.“ Þessi bæklingur hefur í raun þríþættann tilgang. Hann er í fyrsta lagi ætlaður til upplýsingar gagnvart nemum sem byrjað hafa nám í bílgreinum og vilja kynna sér framtíðarmöguleika í námi og starfi hjá BL. Í öðru lagi er hann ætlaður verkmenntaskólanemum sem hafa ekki tekið ákvörðun um það hvaða framtíðarstarf þeir vilji leggja fyrir sig og í þriðja lagi er hann hugsaður fyrir nemendur 10. bekkjar grunnskólanna og foreldra þeirra til upplýsingar. Reglulegar starfskynningar og opin hús BL hefur því ákveðið að standa með reglulegu millibili fyrir starfskynningum fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla og opnum dögum í fyrirtækinu. Verða fjórar starfskynningar haldnar í vetur á starfsemi fyrirtækisins og verkstæðanna, tvær á haustönn og tvær á vorönn. Fyrsta kynningin var haldin þann 19. október þegar 30 nemar í 10. bekk Foldaskóla ásamt námsráðgjafa. Í hverri heimsókn sækir rúta á vegum BL hópinn í skólann og þangað aftur að kynningu lokinni. Þessar kynningar eru haldnar í samráði við námsráðgjafa í grunnskólunum og með vitund skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hátækni, góð laun og gefandi samfélag Opinn dagur verður svo haldinn hjá BL í vor á sama tíma og menntaskólar hafa opin hús til þess að kynna námsframboð sitt. Á opnum degi verður nemendum 10. bekkjar og foreldrum þeirra boðið í heimsókn til að skoða fyrirtækið og fá kynningu á þeim kostum sem bílgreinarnar bjóða þegar spurning vaknar um mögulegt framtíðarstarf. Það eru margir sem ekki vita að bílgreinarnar geta allt í senn boðið spennandi og hátæknivæddan starfsvettvang, vel launað starf og félagslega gefandi samfélag þegar um stærri vinnustaði er að ræða. Hröð tækniþróun Auknar umhverfis- og öryggiskröfur til bílaframleiðenda hafa leitt af sér margvíslega nýja orkugjafa og hátæknibúnað í bílum sem kalla á sífellt betur menntað starfsfólk í bílgreinunum. Má í því sambandi nefna þjónustu við rafbíla en í raun á hið sama við um flesta nýja bíla í dag. Bifvélavirkjun er því orðin hátæknistarf og mikil tækniþróun hefur einnig átt sér stað í réttingu og málun. Bílaframleiðendur gera auknar kröfur til þjónustuaðila Sumir bílaframleiðendur bjóða þeim sem tileinka sér þjónustu við merki þeirra upp á sérhæfð námskeið sem veita réttindi til að starfa á þjónustuverkstæðum merkjanna hvar sem er í heiminum. Dæmi um það er Jaguar Land Rover, sem gerir mjög miklar kröfur á þessu sviði. Þeir sem lokið hafa námskeiðum JLR njóta viðurkenningar framleiðandans til að starfa á hvaða þjónustuverkstæði JLR hvar sem er í heiminum. Þetta eru eftirsóttir kostir, t.d. fyrir bifvélavirkja sem gefast spennandi möguleikar á að búa og starfa í öðrum löndum og kynnast öðrum menningarheimum. Bílgreinar – ekki bara viðgerðir Þótt það henti ekki öllum að „gera við“ hefur BL alltaf þörf fyrir fleiri góða starfskrafta, ekki síst þá sem hafa annað hvort útskrifast úr bílgreinum eða hafa mikinn áhuga á bílum og reynslu á því sviði. Í þjónustuverinu vinnur t.d. samhentur hópur sem á samskipti við viðskiptavini í gegnum síma og netspjall og tekur á móti og svarar tölvupóstum með fyrirspurnum. Til að geta veitt þá faglegu þjónustu sem nauðsynleg er í þjónustuverinu þarf viðkomandi að búa yfir tilskyldri þekkingu. Sambærileg þekking er einnig nauðsynleg við sölu varahluta, í verkstæðismóttöku, við greiningu ábyrgðarmála og í ýmsum öðrum störfum þar sem tæknimál koma við sögu. Þá er fagþekkingin einnig nauðsynleg þeim sem starfa við söluráðgjöf í sýningarsölum nýrra og notaðra bíla svo dæmi séu nefnd. Vinnustaðarsamningur hjá BL Nemendur sem hafa áhuga og standast færnimat BL eiga þess kost að komast á vinnustaðarsamning hjá fyrirtækinu. Þeir nemendur ganga vísir að öruggri sumarvinnu hjá BL auk þess sem fyrirtækið greiðir allan beinan námskostnað þeirra, svo sem skólabækur, ritföng og fleira. Nemendum á vinnustaðarsamningi er úthlutaður „fóstri“ á vinnustaðnum sem fylgist með námi viðkomandi og annast ákveðin tengsl við skólann. Nánari upplýsingar eru að finna í kynningarbæklingi BL ehf. en einnig má hafa samband við umsjónarfólk verkefnisins hjá BL, þau Trausta Björn Ríkharðsson verkstæðisformann, Önnu Láru Guðfinnsdóttur starfsmannastjóra og Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdarstjóra þjónustusviðs. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent
Vinnustaðarnám hjá BL er verkefni sem hleypt var af stokkunum fyrr á árinu þegar teymi starfsmanna var stofnað í kjölfar þess að fyrirtækið gerðist formlega aðili að Sáttmála um eflingu vinnustaðanáms sem Samtök iðnaðarins standa fyrir. BL hefur öðlast góða reynslu á þessu sviði mörg undanfarin ár. Fyrirtækið býður árlega 5 til 9 nemendum vinnustaðarsamning. Þess má geta að um 20% nema sem lokið hafa sveinprófi í bílgreinum frá árinu 2007 voru á vinnustaðarsamningi hjá BL, alls liðlega 30 manns. Þrátt fyrir góða reynslu og ekki síður vegna síaukinnar þarfar fyrir fleiri einstaklinga á vinnumarkaði sem lokið hafa sveinsprófi í bílgreinunum vildi BL móta betur formlega stefnu sína í málaflokknum og leita samstarfs við verkmenntaskóla og fleiri aðila. Kynningarbæklingur BL gaf nýlega út sérstakan kynningarbækling sem ber heitið: „Viltu vinna hjá fyrirtæki í fremstu röð? Við kynnum spennandi tækifæri fyrir ungt fólk.“ Þessi bæklingur hefur í raun þríþættann tilgang. Hann er í fyrsta lagi ætlaður til upplýsingar gagnvart nemum sem byrjað hafa nám í bílgreinum og vilja kynna sér framtíðarmöguleika í námi og starfi hjá BL. Í öðru lagi er hann ætlaður verkmenntaskólanemum sem hafa ekki tekið ákvörðun um það hvaða framtíðarstarf þeir vilji leggja fyrir sig og í þriðja lagi er hann hugsaður fyrir nemendur 10. bekkjar grunnskólanna og foreldra þeirra til upplýsingar. Reglulegar starfskynningar og opin hús BL hefur því ákveðið að standa með reglulegu millibili fyrir starfskynningum fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla og opnum dögum í fyrirtækinu. Verða fjórar starfskynningar haldnar í vetur á starfsemi fyrirtækisins og verkstæðanna, tvær á haustönn og tvær á vorönn. Fyrsta kynningin var haldin þann 19. október þegar 30 nemar í 10. bekk Foldaskóla ásamt námsráðgjafa. Í hverri heimsókn sækir rúta á vegum BL hópinn í skólann og þangað aftur að kynningu lokinni. Þessar kynningar eru haldnar í samráði við námsráðgjafa í grunnskólunum og með vitund skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hátækni, góð laun og gefandi samfélag Opinn dagur verður svo haldinn hjá BL í vor á sama tíma og menntaskólar hafa opin hús til þess að kynna námsframboð sitt. Á opnum degi verður nemendum 10. bekkjar og foreldrum þeirra boðið í heimsókn til að skoða fyrirtækið og fá kynningu á þeim kostum sem bílgreinarnar bjóða þegar spurning vaknar um mögulegt framtíðarstarf. Það eru margir sem ekki vita að bílgreinarnar geta allt í senn boðið spennandi og hátæknivæddan starfsvettvang, vel launað starf og félagslega gefandi samfélag þegar um stærri vinnustaði er að ræða. Hröð tækniþróun Auknar umhverfis- og öryggiskröfur til bílaframleiðenda hafa leitt af sér margvíslega nýja orkugjafa og hátæknibúnað í bílum sem kalla á sífellt betur menntað starfsfólk í bílgreinunum. Má í því sambandi nefna þjónustu við rafbíla en í raun á hið sama við um flesta nýja bíla í dag. Bifvélavirkjun er því orðin hátæknistarf og mikil tækniþróun hefur einnig átt sér stað í réttingu og málun. Bílaframleiðendur gera auknar kröfur til þjónustuaðila Sumir bílaframleiðendur bjóða þeim sem tileinka sér þjónustu við merki þeirra upp á sérhæfð námskeið sem veita réttindi til að starfa á þjónustuverkstæðum merkjanna hvar sem er í heiminum. Dæmi um það er Jaguar Land Rover, sem gerir mjög miklar kröfur á þessu sviði. Þeir sem lokið hafa námskeiðum JLR njóta viðurkenningar framleiðandans til að starfa á hvaða þjónustuverkstæði JLR hvar sem er í heiminum. Þetta eru eftirsóttir kostir, t.d. fyrir bifvélavirkja sem gefast spennandi möguleikar á að búa og starfa í öðrum löndum og kynnast öðrum menningarheimum. Bílgreinar – ekki bara viðgerðir Þótt það henti ekki öllum að „gera við“ hefur BL alltaf þörf fyrir fleiri góða starfskrafta, ekki síst þá sem hafa annað hvort útskrifast úr bílgreinum eða hafa mikinn áhuga á bílum og reynslu á því sviði. Í þjónustuverinu vinnur t.d. samhentur hópur sem á samskipti við viðskiptavini í gegnum síma og netspjall og tekur á móti og svarar tölvupóstum með fyrirspurnum. Til að geta veitt þá faglegu þjónustu sem nauðsynleg er í þjónustuverinu þarf viðkomandi að búa yfir tilskyldri þekkingu. Sambærileg þekking er einnig nauðsynleg við sölu varahluta, í verkstæðismóttöku, við greiningu ábyrgðarmála og í ýmsum öðrum störfum þar sem tæknimál koma við sögu. Þá er fagþekkingin einnig nauðsynleg þeim sem starfa við söluráðgjöf í sýningarsölum nýrra og notaðra bíla svo dæmi séu nefnd. Vinnustaðarsamningur hjá BL Nemendur sem hafa áhuga og standast færnimat BL eiga þess kost að komast á vinnustaðarsamning hjá fyrirtækinu. Þeir nemendur ganga vísir að öruggri sumarvinnu hjá BL auk þess sem fyrirtækið greiðir allan beinan námskostnað þeirra, svo sem skólabækur, ritföng og fleira. Nemendum á vinnustaðarsamningi er úthlutaður „fóstri“ á vinnustaðnum sem fylgist með námi viðkomandi og annast ákveðin tengsl við skólann. Nánari upplýsingar eru að finna í kynningarbæklingi BL ehf. en einnig má hafa samband við umsjónarfólk verkefnisins hjá BL, þau Trausta Björn Ríkharðsson verkstæðisformann, Önnu Láru Guðfinnsdóttur starfsmannastjóra og Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdarstjóra þjónustusviðs.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent