Mótmælt fyrir utan Trump Tower: „Donald Trump er ekki minn forseti“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 19:42 Ljóst er að minnsta kosti hálf bandaríska þjóðin er í losti yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Una Sighvatsdóttir, fréttamaður 365, er stödd í New York þar sem fólk kom saman við Trump Tower í morgun til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Una tók mótmælendur tali, þar á meðal konu sem sagði Trump ekki vera sinn forseta. „Donald Trump er er ekki minn forseti. Hann er ekki maðurinn sem ég kaus. Og ég held að hann sé ekki maðurinn sem fólk heldur að hann sé, jafnvel þó það hafi kosið hann. Ég held að hann endurspegli ekki gildi þeirra. Og þær áherslur sem hann stendur fyrir eru ekki gildi sem við eigum að styðja sem þjóð.“ Hún taldi jafnframt að Trump geti ekki staðið við þau fyrirheit sem hann lofaði í baráttunni. „Margir kusu hann vegna þess að þau héldu að hann væri verkalýðshetja. Það er það sem ég held eftir samskipti mín við þá sem kusu hann. Þau héldu að hann væri maður sem myndi standa með þeim. Að hann myndi hjálpa verkalýðnum sem finnst hann vera jaðarsetturr. Að hann myndi hjálpa þeim við að ná árangri og finna tilgang í lífi sínu. Að hann myndi bjarga þeim og störfum þeirra. Hann hefur lofað því en ég er ekki viss um hvernig hann ætlar að fara að þvi. Ég held að hann muni bregðast þessu fólki vegna þess að hann hefur ekkir aunverulegar hugmyndir um hvernig hann ætlar að framkvæma það. Og ég tel að hann hafi ítrekað sýnt að honum sé í raun sama um verkalýðinn,“ sagði hún. „Hinn hópurinn kaus hann vegna gilda sem ameríska þjóðin ætti ekki að halda uppi, þetta hatur sem hann viðheldur. Mér finnst hann kærulaus með þetta hatur. Honum er sama hvern hann móðgar. Og við sem þjóð höfum valið að hleypa þessu hatri inn í líf okkar.“ Þá ræddi Una einnig við ungan mann, sem hafði miklar áhyggjur af ástandi fjölmiðla og hlutverki þeirra í kosningabaráttunni. „Þetta er augljóslega áfall. Mitt aðaláhyggjuefni núna eru fjölmiðlar. Hvernig gerðist þetta? Princeton sagði 99% líkur á að Clinton ynni. Huffington sagði 98% líkur. Mín skilaboð eru sú að kjósendum sem er skemmt eru ekki vel upplýstir kjósendur. Lýðræði er eitthvað sem þarf að vinna fyrir á hverjum degi og í allri umræðu. Raddir okkar hafa gengið kaupum og sölum, við þurfum að endurheimta þær. Þetta er ekki stjórnlaus aðgerðarstefna, þetta er það minnsta sem hægt er að gera sem borgari.“Myndband frá mótmælunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ljóst er að minnsta kosti hálf bandaríska þjóðin er í losti yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Una Sighvatsdóttir, fréttamaður 365, er stödd í New York þar sem fólk kom saman við Trump Tower í morgun til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Una tók mótmælendur tali, þar á meðal konu sem sagði Trump ekki vera sinn forseta. „Donald Trump er er ekki minn forseti. Hann er ekki maðurinn sem ég kaus. Og ég held að hann sé ekki maðurinn sem fólk heldur að hann sé, jafnvel þó það hafi kosið hann. Ég held að hann endurspegli ekki gildi þeirra. Og þær áherslur sem hann stendur fyrir eru ekki gildi sem við eigum að styðja sem þjóð.“ Hún taldi jafnframt að Trump geti ekki staðið við þau fyrirheit sem hann lofaði í baráttunni. „Margir kusu hann vegna þess að þau héldu að hann væri verkalýðshetja. Það er það sem ég held eftir samskipti mín við þá sem kusu hann. Þau héldu að hann væri maður sem myndi standa með þeim. Að hann myndi hjálpa verkalýðnum sem finnst hann vera jaðarsetturr. Að hann myndi hjálpa þeim við að ná árangri og finna tilgang í lífi sínu. Að hann myndi bjarga þeim og störfum þeirra. Hann hefur lofað því en ég er ekki viss um hvernig hann ætlar að fara að þvi. Ég held að hann muni bregðast þessu fólki vegna þess að hann hefur ekkir aunverulegar hugmyndir um hvernig hann ætlar að framkvæma það. Og ég tel að hann hafi ítrekað sýnt að honum sé í raun sama um verkalýðinn,“ sagði hún. „Hinn hópurinn kaus hann vegna gilda sem ameríska þjóðin ætti ekki að halda uppi, þetta hatur sem hann viðheldur. Mér finnst hann kærulaus með þetta hatur. Honum er sama hvern hann móðgar. Og við sem þjóð höfum valið að hleypa þessu hatri inn í líf okkar.“ Þá ræddi Una einnig við ungan mann, sem hafði miklar áhyggjur af ástandi fjölmiðla og hlutverki þeirra í kosningabaráttunni. „Þetta er augljóslega áfall. Mitt aðaláhyggjuefni núna eru fjölmiðlar. Hvernig gerðist þetta? Princeton sagði 99% líkur á að Clinton ynni. Huffington sagði 98% líkur. Mín skilaboð eru sú að kjósendum sem er skemmt eru ekki vel upplýstir kjósendur. Lýðræði er eitthvað sem þarf að vinna fyrir á hverjum degi og í allri umræðu. Raddir okkar hafa gengið kaupum og sölum, við þurfum að endurheimta þær. Þetta er ekki stjórnlaus aðgerðarstefna, þetta er það minnsta sem hægt er að gera sem borgari.“Myndband frá mótmælunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03