Dregið í riðlakeppni EM í dag: Hverjum mæta stelpurnar okkar í Hollandi? Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 08:30 Fá stelpurnar góðan eða slæman riðil? vísir/ernir Dregið verður í riðla fyrir lokakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Drátturinn hefst í Luxor-leikhúsinu í Rotterdam klukkan 16.30 en lokakeppnin fer fram í Hollandi á næsta ári og stendur yfir frá 16. júlí til 6. ágúst. Stelpurnar okkar verða í pottinum í Rotterdam í dag en þær tryggðu sig inn á þriðja Evrópumótið í röð með því að sigra í riðli 1 í undankeppninni. Þar fór íslenska liðið á kostum og fékk ekki á sig mark fyrir en í lokaleiknum gegn Skotlandi. Ísland fór fyrst á EM í Finnlandi 2009 en komst þar ekki upp úr riðli. Liðið tók eitt skref áfram á EM 2013 í Svíþjóð þar sem stelpurnar okkar komust upp úr riðli en fengu svo skell gegn heimakonum í átta liða úrslitunum. Á þessu tólfta Evrópumóti kvenna verða í fyrsta sinn 16 lið. Því verða fjórir fjögurra liða riðlar eins og voru hjá körlunum þar til í ár en liðum á karlamótinu var fjölgað í 24 fyrir mótið í Frakklandi í sumar. Stelpurnar okkar eru í þriðja styrkleikaflokki með Ítalíu, Skotlandi og Danmörku og geta því ekki mætt þeim í riðlakeppninni. Ísland var með bæði Þýskalandi og Noregi í riðli á EM 2009 og EM 2013 og er möguleiki á að það gerist aftur. Evrópumeistarar Þýskalands eru í efsta styrkleikaflokki og Noregur í öðrum ásamt Svíþjóð. Fylgst verður með drættinum í beinni á Vísi í dag.Styrkleikaflokkarnir:Pottur 1: Þýskaland (10. mótið, átta sinnum meistarar), Holland (2. mótið, gestgjafar), Frakkland (6. mótið, best komist í átta liða úrslit), England (8. mótið, silfur tvisvar sinnum)Pottur 2: Noregur (11. mótið, tvisvar sinnum meistarar), Svíþjóð (10. mótið, einu sini meistarar), Spánn (3. mótið, undanúrslit einu sinni), Sviss (nýliðar)Pottur 3: Ítalía (11. mótið, silfur tvisvar sinnum), Ísland (3. mótið, átta liða úrslit einu sinni), Skotland (Nýliðar), Danmörk (9. mótið, undanúrslit tvisvar sinnum)Pottur 4: Austurríki (Nýliðar), Belgía (Nýliðar), Rússland (5. mótið, tvisvar sinnum í átta liða úrslit), Portúgal (Nýliðar) EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Dregið verður í riðla fyrir lokakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Drátturinn hefst í Luxor-leikhúsinu í Rotterdam klukkan 16.30 en lokakeppnin fer fram í Hollandi á næsta ári og stendur yfir frá 16. júlí til 6. ágúst. Stelpurnar okkar verða í pottinum í Rotterdam í dag en þær tryggðu sig inn á þriðja Evrópumótið í röð með því að sigra í riðli 1 í undankeppninni. Þar fór íslenska liðið á kostum og fékk ekki á sig mark fyrir en í lokaleiknum gegn Skotlandi. Ísland fór fyrst á EM í Finnlandi 2009 en komst þar ekki upp úr riðli. Liðið tók eitt skref áfram á EM 2013 í Svíþjóð þar sem stelpurnar okkar komust upp úr riðli en fengu svo skell gegn heimakonum í átta liða úrslitunum. Á þessu tólfta Evrópumóti kvenna verða í fyrsta sinn 16 lið. Því verða fjórir fjögurra liða riðlar eins og voru hjá körlunum þar til í ár en liðum á karlamótinu var fjölgað í 24 fyrir mótið í Frakklandi í sumar. Stelpurnar okkar eru í þriðja styrkleikaflokki með Ítalíu, Skotlandi og Danmörku og geta því ekki mætt þeim í riðlakeppninni. Ísland var með bæði Þýskalandi og Noregi í riðli á EM 2009 og EM 2013 og er möguleiki á að það gerist aftur. Evrópumeistarar Þýskalands eru í efsta styrkleikaflokki og Noregur í öðrum ásamt Svíþjóð. Fylgst verður með drættinum í beinni á Vísi í dag.Styrkleikaflokkarnir:Pottur 1: Þýskaland (10. mótið, átta sinnum meistarar), Holland (2. mótið, gestgjafar), Frakkland (6. mótið, best komist í átta liða úrslit), England (8. mótið, silfur tvisvar sinnum)Pottur 2: Noregur (11. mótið, tvisvar sinnum meistarar), Svíþjóð (10. mótið, einu sini meistarar), Spánn (3. mótið, undanúrslit einu sinni), Sviss (nýliðar)Pottur 3: Ítalía (11. mótið, silfur tvisvar sinnum), Ísland (3. mótið, átta liða úrslit einu sinni), Skotland (Nýliðar), Danmörk (9. mótið, undanúrslit tvisvar sinnum)Pottur 4: Austurríki (Nýliðar), Belgía (Nýliðar), Rússland (5. mótið, tvisvar sinnum í átta liða úrslit), Portúgal (Nýliðar)
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira