Kia næst mest selda bílamerkið á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2016 09:15 Kia Niro. Bílaumboðið Askja hefur selt 1.500 nýja Kia bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins. Aldrei hafa selst svo margir Kia bílar á einu ári og enn eru tveir mánuðir eftir af árinu. Kia er næst mest selda bílamerkið á Íslandi á árinu en Toyota er í efsta sætinu. Hlutdeild Kia bíla í sölu í október sl. var 12% og er 8,9% miðað við fyrstu 10 mánuði ársins. ,,Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir en koma að mínu mati ekki svo mikið á óvart þar sem við höfum fundið fyrir mjög miklum meðbyr gagnvart Kia bílunum. Þetta er stærsta ár Kia á Íslandi frá upphafi. Á sama tímabili í fyrra höfðu selst 1.166 nýir Kia bílar og heildarsalan hjá Kia var 1.360 bílar á árinu 2015. Sala til einstaklinga og fyrirtækja er uppistaðan í aukningunni nú í ár. Það er hlutfallslega mun minni aukning hja okkur í sölu til bílaleiga," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia bíla hjá Öskju. ,,Kia hefur verið að styrkjast jafnt og þétt á síðustu árum með nýjum og endurhönnuðum bílum og salan endurspeglar það. Nú í ár höfum við verið með tvo sérlega spennandi nýja sportjeppa, Kia Sportage og Kia Niro. Þeir hafa verið mjög vinsælir ásamt fólksbílunum Kia cee'd, Rio og Picanto. Þá spilar 7 ára ábyrgðin sem Kia býður á öllum nýjum bílum sínum stórt hlutverk enda gefur það fólki mikla öryggistilfinningu. Nýr Kia bíll sem keyptur er nú í ár er í ábyrgð til 2023," segir Þorgeir ennfremur. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent
Bílaumboðið Askja hefur selt 1.500 nýja Kia bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins. Aldrei hafa selst svo margir Kia bílar á einu ári og enn eru tveir mánuðir eftir af árinu. Kia er næst mest selda bílamerkið á Íslandi á árinu en Toyota er í efsta sætinu. Hlutdeild Kia bíla í sölu í október sl. var 12% og er 8,9% miðað við fyrstu 10 mánuði ársins. ,,Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir en koma að mínu mati ekki svo mikið á óvart þar sem við höfum fundið fyrir mjög miklum meðbyr gagnvart Kia bílunum. Þetta er stærsta ár Kia á Íslandi frá upphafi. Á sama tímabili í fyrra höfðu selst 1.166 nýir Kia bílar og heildarsalan hjá Kia var 1.360 bílar á árinu 2015. Sala til einstaklinga og fyrirtækja er uppistaðan í aukningunni nú í ár. Það er hlutfallslega mun minni aukning hja okkur í sölu til bílaleiga," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia bíla hjá Öskju. ,,Kia hefur verið að styrkjast jafnt og þétt á síðustu árum með nýjum og endurhönnuðum bílum og salan endurspeglar það. Nú í ár höfum við verið með tvo sérlega spennandi nýja sportjeppa, Kia Sportage og Kia Niro. Þeir hafa verið mjög vinsælir ásamt fólksbílunum Kia cee'd, Rio og Picanto. Þá spilar 7 ára ábyrgðin sem Kia býður á öllum nýjum bílum sínum stórt hlutverk enda gefur það fólki mikla öryggistilfinningu. Nýr Kia bíll sem keyptur er nú í ár er í ábyrgð til 2023," segir Þorgeir ennfremur.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent