Topp tíu listi nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum Snorri Baldursson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. Um leið og við óskum henni alls hins besta í störfum sínum leyfum við okkur að leggja fram eftirfarandi forgangslista í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi. Til að þessi verkefni geti orðið að veruleika í tíð næstu stjórnar þarf að geirnegla þau í stjórnarsáttmála. Landvernd lýsir sig reiðubúna að koma að nánari útfærslu verkefnanna eftir því sem við á. Listinn er ekki settur fram í áhersluröð:Menntun til sjálfbærni, náttúru- og umhverfisvitundar. Lykillinn að sjálfbæru samfélagi í nútíð og framtíð er öflug menntastefna sem byggir á sjálfbærri þróun. Styrkja þarf þennan grunnþátt, m.a. með kröftugri eftirfylgni við aðalnámskrá. Ávinningur: Betri umgengni við landið og umheiminn og skynsamlegri ákvarðanataka í daglegu lífi og starfi.Umboðsmaður framtíðarinnar. Sett verði upp skrifstofa Umboðsmanns framtíðarinnar þvert á ráðuneyti sem hafi það hlutverk að tryggja að lagasmíð, stefnumótun og áætlanagerð sé í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun hérlendis og í alþjóðlegu samhengi. Ávinningur: Styður við vilja allra stjórnmálaflokka um sjálfbæra þróun íslensks samfélags.Snorri Baldursson formaður LandverndarVerndarstefna í stað virkjanastefnu. Horfið verði frá stuðningi við stórvirkjanir, stóriðjuframkvæmdir og -fyrirtæki og tryggja að hin síðastnefndu greiði eðlilega skatta og auðlindagjöld. Þá verði fallið frá olíuvinnslu við Ísland. Orku- og iðnaðarstefna taki þess í stað mið af einstakri náttúru landsins og leggi áherslu á rafvæðingu bíla- og skipaflotans, ásamt þjónustu við smáiðnað og ræktun af ýmsu tagi. Hugmyndafræði og lögum rammaáætlunar verði umbylt þannig að landsvæði í eigu þjóðarinnar séu ekki fyrst og fremst „virkjunarkostir“ heldur „verndarkostir“ þar til unnt er með óyggjandi hætti að sýna fram á þjóðhagslega nauðsyn og hagkvæmni virkjunar. Ávinningur: Vernd einstæðrar náttúru, minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukinn arður af náttúruauðlindum.Sameining verkefna á sviði náttúruverndar. Ríkið á yfir helming landsins og þar með fjölsótt ferðamannasvæði. Átta ríkisstofnanir og ráðuneyti hafa umsjón með landi í ríkiseigu: Þingvallanefnd (Þingvallaþjóðgarður), Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfisstofnun (þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og flest friðlýst svæði), Skógrækt ríkisins (þjóðskógar, t.d. Þórsmörk), Landgræðsla ríkisins (Dimmuborgir o.fl.), Húsameistari ríkisins (þjóðlendur), Jarðaumsýsla ríkisins (ríkisjarðir) og Minjastofnun (verndun þjóðminja). Hlutverk allra þessara stofnana er í meginatriðum hið sama, þ.e. að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu landsins sem þær annast, sjá um uppbyggingu innviða og eftir atvikum að fræða ferðafólk. Ávinningur: Mikil samlegðaráhrif af samhæfðri stefnumörkun og verndarsýn, betri nýting mannauðs og hagræðing í opinberum rekstri.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Óbyggðir miðhálendisins eru okkar dýrmætasti náttúruarfur og stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og ímynd landsins út á við. Hálendið býr yfir óumdeildum náttúruverðmætum. Mikilvægt er að tryggja aðkomu allra sem málið varðar að stjórnun hálendisþjóðgarðsins, sem yrði svæðisskiptur með tilliti til verndar og nýtingar þannig að þörfum mismunandi hópa verði mætt. Ávinningur: Heildarsýn um skipulag, vernd og nýtingu hálendisins, markviss stýring ferðamanna og aukin atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins.Kolefnishlutlaust Ísland. Leggja fram tímasetta áætlun, með magnbundnum markmiðum, í samvinnu við atvinnulíf, sveitarfélög og félagasamtök sem hefur kolefnishlutlaust Ísland 2035 að markmiði. Ávinningur: Ísland tekst á við loftslagsmálin og getur orðið leiðandi í alþjóðasamfélaginu.Vernd, endurheimt og sjálfbær nýting jarðvegs- og gróðurs. Tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta og gera átak í endurheimt landgæða sem virðir íslenskt landslags og lífríki. Endurskoða þarf löngu úrelt skógræktar- og landgræðslulög og gera þar skýran greinarmun á endurheimt birkiskóga, votlendis og annarra upprunalegra vistkerfa annarsvegar og ræktun nytjagróðurs í landbúnaði á borð við barr- og blandskóga hinsvegar. Ávinningur: Endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni landsins og binding kolefnis. Skil á milli nytjaskógræktar og endurheimtar (náttúruverndar) verða skýrari.Vernd lífríkis sjávar. Súrnun sjávar er mikil ógn við lífríki hafsins. Vinna þarf metnaðarfulla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem snýr að því að draga úr losun koltvísýrings. Taka þarf skilyrðislaust á mengun sjávar, ekki síst plastmengun frá landi. Bann við einnota plastpokum er góð byrjun. Ávinningur: Miklir hagsmunir fyrir lífríki hafsins, sjávarútveg og efnahag Íslendinga.Ferðaþjónusta og náttúruvernd. Mörkuð verði ferðaþjónustustefna sem taki fullt tillit til náttúru og umhverfis. Stefnan taki á stýringu ferðamannastraums til landsins, þ.m.t. aukinni mengun vegna flugsamgangna, dreifingu ferðamanna um landið og uppbyggingu innviða í takt við staðhætti og landslag. Takmarka þarf aðgang þar sem við á og tryggja að hér verði áfram til fáfarin svæði, án innviða. Ávinningur: Náttúran, meginaðdráttarafl ferðaþjónustunnar, vernduð og ímyndin styrkt.Líta á friðlýsingar sem stjórntæki. Friðlýst svæði eru fjársvelt og lagaskyldu um friðlýsingar er lítið sinnt, t.d. samkvæmt lögum um rammaáætlun og um Mývatn og Laxá. Þessu þarf að breyta og jafnframt að beita friðlýsingum í auknum mæli sem tæki hins opinbera til að varna landi skemmdum af völdum aukins ferðamannastraums. Ávinningur: Skilvirkasta og einfaldasta leiðin til að ná tökum á landnýtingu, stýra ferðamennsku og veita upplýsingar og fræðslu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. Um leið og við óskum henni alls hins besta í störfum sínum leyfum við okkur að leggja fram eftirfarandi forgangslista í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi. Til að þessi verkefni geti orðið að veruleika í tíð næstu stjórnar þarf að geirnegla þau í stjórnarsáttmála. Landvernd lýsir sig reiðubúna að koma að nánari útfærslu verkefnanna eftir því sem við á. Listinn er ekki settur fram í áhersluröð:Menntun til sjálfbærni, náttúru- og umhverfisvitundar. Lykillinn að sjálfbæru samfélagi í nútíð og framtíð er öflug menntastefna sem byggir á sjálfbærri þróun. Styrkja þarf þennan grunnþátt, m.a. með kröftugri eftirfylgni við aðalnámskrá. Ávinningur: Betri umgengni við landið og umheiminn og skynsamlegri ákvarðanataka í daglegu lífi og starfi.Umboðsmaður framtíðarinnar. Sett verði upp skrifstofa Umboðsmanns framtíðarinnar þvert á ráðuneyti sem hafi það hlutverk að tryggja að lagasmíð, stefnumótun og áætlanagerð sé í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun hérlendis og í alþjóðlegu samhengi. Ávinningur: Styður við vilja allra stjórnmálaflokka um sjálfbæra þróun íslensks samfélags.Snorri Baldursson formaður LandverndarVerndarstefna í stað virkjanastefnu. Horfið verði frá stuðningi við stórvirkjanir, stóriðjuframkvæmdir og -fyrirtæki og tryggja að hin síðastnefndu greiði eðlilega skatta og auðlindagjöld. Þá verði fallið frá olíuvinnslu við Ísland. Orku- og iðnaðarstefna taki þess í stað mið af einstakri náttúru landsins og leggi áherslu á rafvæðingu bíla- og skipaflotans, ásamt þjónustu við smáiðnað og ræktun af ýmsu tagi. Hugmyndafræði og lögum rammaáætlunar verði umbylt þannig að landsvæði í eigu þjóðarinnar séu ekki fyrst og fremst „virkjunarkostir“ heldur „verndarkostir“ þar til unnt er með óyggjandi hætti að sýna fram á þjóðhagslega nauðsyn og hagkvæmni virkjunar. Ávinningur: Vernd einstæðrar náttúru, minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukinn arður af náttúruauðlindum.Sameining verkefna á sviði náttúruverndar. Ríkið á yfir helming landsins og þar með fjölsótt ferðamannasvæði. Átta ríkisstofnanir og ráðuneyti hafa umsjón með landi í ríkiseigu: Þingvallanefnd (Þingvallaþjóðgarður), Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfisstofnun (þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og flest friðlýst svæði), Skógrækt ríkisins (þjóðskógar, t.d. Þórsmörk), Landgræðsla ríkisins (Dimmuborgir o.fl.), Húsameistari ríkisins (þjóðlendur), Jarðaumsýsla ríkisins (ríkisjarðir) og Minjastofnun (verndun þjóðminja). Hlutverk allra þessara stofnana er í meginatriðum hið sama, þ.e. að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu landsins sem þær annast, sjá um uppbyggingu innviða og eftir atvikum að fræða ferðafólk. Ávinningur: Mikil samlegðaráhrif af samhæfðri stefnumörkun og verndarsýn, betri nýting mannauðs og hagræðing í opinberum rekstri.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Óbyggðir miðhálendisins eru okkar dýrmætasti náttúruarfur og stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og ímynd landsins út á við. Hálendið býr yfir óumdeildum náttúruverðmætum. Mikilvægt er að tryggja aðkomu allra sem málið varðar að stjórnun hálendisþjóðgarðsins, sem yrði svæðisskiptur með tilliti til verndar og nýtingar þannig að þörfum mismunandi hópa verði mætt. Ávinningur: Heildarsýn um skipulag, vernd og nýtingu hálendisins, markviss stýring ferðamanna og aukin atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins.Kolefnishlutlaust Ísland. Leggja fram tímasetta áætlun, með magnbundnum markmiðum, í samvinnu við atvinnulíf, sveitarfélög og félagasamtök sem hefur kolefnishlutlaust Ísland 2035 að markmiði. Ávinningur: Ísland tekst á við loftslagsmálin og getur orðið leiðandi í alþjóðasamfélaginu.Vernd, endurheimt og sjálfbær nýting jarðvegs- og gróðurs. Tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta og gera átak í endurheimt landgæða sem virðir íslenskt landslags og lífríki. Endurskoða þarf löngu úrelt skógræktar- og landgræðslulög og gera þar skýran greinarmun á endurheimt birkiskóga, votlendis og annarra upprunalegra vistkerfa annarsvegar og ræktun nytjagróðurs í landbúnaði á borð við barr- og blandskóga hinsvegar. Ávinningur: Endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni landsins og binding kolefnis. Skil á milli nytjaskógræktar og endurheimtar (náttúruverndar) verða skýrari.Vernd lífríkis sjávar. Súrnun sjávar er mikil ógn við lífríki hafsins. Vinna þarf metnaðarfulla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem snýr að því að draga úr losun koltvísýrings. Taka þarf skilyrðislaust á mengun sjávar, ekki síst plastmengun frá landi. Bann við einnota plastpokum er góð byrjun. Ávinningur: Miklir hagsmunir fyrir lífríki hafsins, sjávarútveg og efnahag Íslendinga.Ferðaþjónusta og náttúruvernd. Mörkuð verði ferðaþjónustustefna sem taki fullt tillit til náttúru og umhverfis. Stefnan taki á stýringu ferðamannastraums til landsins, þ.m.t. aukinni mengun vegna flugsamgangna, dreifingu ferðamanna um landið og uppbyggingu innviða í takt við staðhætti og landslag. Takmarka þarf aðgang þar sem við á og tryggja að hér verði áfram til fáfarin svæði, án innviða. Ávinningur: Náttúran, meginaðdráttarafl ferðaþjónustunnar, vernduð og ímyndin styrkt.Líta á friðlýsingar sem stjórntæki. Friðlýst svæði eru fjársvelt og lagaskyldu um friðlýsingar er lítið sinnt, t.d. samkvæmt lögum um rammaáætlun og um Mývatn og Laxá. Þessu þarf að breyta og jafnframt að beita friðlýsingum í auknum mæli sem tæki hins opinbera til að varna landi skemmdum af völdum aukins ferðamannastraums. Ávinningur: Skilvirkasta og einfaldasta leiðin til að ná tökum á landnýtingu, stýra ferðamennsku og veita upplýsingar og fræðslu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun