Katrín nálgast stjórnarmyndun með auðmýkt Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2016 18:30 Katrín Jakobsdóttir sagðist nálgast stjórnarmyndun með auðmýkt eftir að forseti Íslands veitti henni umboð til stjórnarmyndunar í dag. Hún ætlar að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka á morgun og segist helst vilja mynda fimm flokka ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna og Viðreisnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom til Bessastaða seinnipartinn í gær og tilkynnti Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands að hann hefði enga lengur til að ræða við um myndun meirihluta á Alþingi. En hann hafði þá haft stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð. Eftir það hafði forsetinn samband við Katrínu og boðaði hana til Bessastaða í dag, þar sem hann veitti henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. „Við ræddum um að þótt ekki mætti rasa um ráð fram þyrfti að hafa hraðar hendur. Hún sýndi því sjónarmiði mínu fullan skilning,“ sagði Guðni.Hvað eruð þið að tala um langan tíma sem hún gæti hugsanlega haft?„Við ræddum ekki beinlínis um beinn eindaga. Enda væri það ekki skynsamlegt. En við töluðum um að um helgina eða í síðasta lagi á mánudag, þriðjudag myndi Katrín hitta mig aftur að máli og segja mér hvernig gengi. Þótt auðvitað fylgist ég líka með í fjölmiðlum og eftir öðrum leiðum,“ sagði Guðni.Forseti ekki með utanþingsstjórn í huga Forsetinn sagðist eins og aðrir Íslendingar vilja að mynduð yrði ríkisstjórn en hann hefði enga ástæðu til að ætla annað en Katrín og þeir sem hún talaði við gerðu sitt besta. Staðan væri snúin eftir kosningar. En síðast þegar ekki var hægt að mynda tveggja flokka stjórn var árið 1987 þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, myndaði loks þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Ertu með í bakhöndinni að forseti þurfi jafnvel að skoða aðra kosti t.d. eins og utanþingsstjórn ef ekki tekst vel til?„Það er alls ekki tímabært að fara að hugleiða þá kosti. Utanþingsstjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á Íslandi. Það var fyrir lýðveldisstofnun. Þannig að við skulum láta hugmyndina um utanþingsstjórn lifa áfram í heimi sagnfræðinganna,“ sagði forseti Íslands. Eftir að hann hafði rætt við fréttamenn sagði Katrín ekkert launungarmál að hún hafi talað fyrir myndun fjölflokka stjórnar frá miðju til vinstri.Þú hefur auðvitað heyrt í leiðtogum annarra flokka á undanförnum vikum. Sýnist þér að það sé ríkur vilji hjá þeim til að ná saman með Vinstri grænum?„Ég held að allir flokkar geri sér grein fyrir að það er ábyrgðarhluti að reyna að mynda starfhæfa ríkistjórn í landinu,“ sagði Katrín.Er það annars Sjálfstæðisflokkurinn ef þér tekst þetta ekki, því það eru ekki margir möguleikar í stöðunni?„Það er svo sem hægt að fara í útreikninga á því. Þetta eru sjö flokkar og einhvern veginn þurfum við að ná þessu markmiði. Ég ætla ekki að segja fyrirfram nákvæmlega hvernig þetta fer. En það liggur fyrir að þetta hefur verið okkar fyrsta val en ég mun að sjálfsögðu fá að heyra í öllum,“ sagði formaðurinn. Ljóst væri að stefna þessara fimm flokka í ýmsum málum væri ólík.Hvaða stefnumál eru það sem þú heldur að verði erfiðast að ná saman um milli þessara fimm flokka?„Ég hugsa nú frekar um hvað hægt er að ná saman um og ég held að stóru málin snúist um hvernig við getum annars vegar tryggt aukinn jöfnuð í samfélaginu og hins vegar tryggt uppbyggingu heilbrigðis- og menntakerfis sem eru stórmál. Síðan hvernig við ætlum að takast á við mjög knýandi verkefni á sviði umhverfismála og nefni ég þá sérstaklega loftlagsmálin. En auðvitað erum við ekki sammála í öllum málum þessir flokkar frekar en aðrir flokkar. Við skulum bara fara yfir það þegar að því kemur,“ sagði Katrín. Frá Bessastöðum hélt Katrín til fundar við nýjan tíu manna þingflokk Vinstri grænna ásamt stjórn flokksins en hún ætlar að hefja viðræður við leiðtoga hinna flokkanna á morgun. Ljóst er að tíminn er farinn að þrýsta á myndun ríkisstjórnar. Nú eru aðeins sex vikur til áramóta. Það kom fram bæði hjá forseta Íslands og Katrínu Jakobsdóttur að Alþingi þurfi að fara að koma saman. Þar er brýnast að hefja vinnu við fjárlög næsta árs. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09 Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í dag. 16. nóvember 2016 13:27 Katrín byrjar þreifingarnar snemma Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar mæta saman á fundinn. 16. nóvember 2016 16:24 Fyrsti kostur Katrínar fjölflokka stjórn á vinstri vængnum Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. 16. nóvember 2016 13:50 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir sagðist nálgast stjórnarmyndun með auðmýkt eftir að forseti Íslands veitti henni umboð til stjórnarmyndunar í dag. Hún ætlar að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka á morgun og segist helst vilja mynda fimm flokka ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna og Viðreisnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom til Bessastaða seinnipartinn í gær og tilkynnti Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands að hann hefði enga lengur til að ræða við um myndun meirihluta á Alþingi. En hann hafði þá haft stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð. Eftir það hafði forsetinn samband við Katrínu og boðaði hana til Bessastaða í dag, þar sem hann veitti henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. „Við ræddum um að þótt ekki mætti rasa um ráð fram þyrfti að hafa hraðar hendur. Hún sýndi því sjónarmiði mínu fullan skilning,“ sagði Guðni.Hvað eruð þið að tala um langan tíma sem hún gæti hugsanlega haft?„Við ræddum ekki beinlínis um beinn eindaga. Enda væri það ekki skynsamlegt. En við töluðum um að um helgina eða í síðasta lagi á mánudag, þriðjudag myndi Katrín hitta mig aftur að máli og segja mér hvernig gengi. Þótt auðvitað fylgist ég líka með í fjölmiðlum og eftir öðrum leiðum,“ sagði Guðni.Forseti ekki með utanþingsstjórn í huga Forsetinn sagðist eins og aðrir Íslendingar vilja að mynduð yrði ríkisstjórn en hann hefði enga ástæðu til að ætla annað en Katrín og þeir sem hún talaði við gerðu sitt besta. Staðan væri snúin eftir kosningar. En síðast þegar ekki var hægt að mynda tveggja flokka stjórn var árið 1987 þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, myndaði loks þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Ertu með í bakhöndinni að forseti þurfi jafnvel að skoða aðra kosti t.d. eins og utanþingsstjórn ef ekki tekst vel til?„Það er alls ekki tímabært að fara að hugleiða þá kosti. Utanþingsstjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á Íslandi. Það var fyrir lýðveldisstofnun. Þannig að við skulum láta hugmyndina um utanþingsstjórn lifa áfram í heimi sagnfræðinganna,“ sagði forseti Íslands. Eftir að hann hafði rætt við fréttamenn sagði Katrín ekkert launungarmál að hún hafi talað fyrir myndun fjölflokka stjórnar frá miðju til vinstri.Þú hefur auðvitað heyrt í leiðtogum annarra flokka á undanförnum vikum. Sýnist þér að það sé ríkur vilji hjá þeim til að ná saman með Vinstri grænum?„Ég held að allir flokkar geri sér grein fyrir að það er ábyrgðarhluti að reyna að mynda starfhæfa ríkistjórn í landinu,“ sagði Katrín.Er það annars Sjálfstæðisflokkurinn ef þér tekst þetta ekki, því það eru ekki margir möguleikar í stöðunni?„Það er svo sem hægt að fara í útreikninga á því. Þetta eru sjö flokkar og einhvern veginn þurfum við að ná þessu markmiði. Ég ætla ekki að segja fyrirfram nákvæmlega hvernig þetta fer. En það liggur fyrir að þetta hefur verið okkar fyrsta val en ég mun að sjálfsögðu fá að heyra í öllum,“ sagði formaðurinn. Ljóst væri að stefna þessara fimm flokka í ýmsum málum væri ólík.Hvaða stefnumál eru það sem þú heldur að verði erfiðast að ná saman um milli þessara fimm flokka?„Ég hugsa nú frekar um hvað hægt er að ná saman um og ég held að stóru málin snúist um hvernig við getum annars vegar tryggt aukinn jöfnuð í samfélaginu og hins vegar tryggt uppbyggingu heilbrigðis- og menntakerfis sem eru stórmál. Síðan hvernig við ætlum að takast á við mjög knýandi verkefni á sviði umhverfismála og nefni ég þá sérstaklega loftlagsmálin. En auðvitað erum við ekki sammála í öllum málum þessir flokkar frekar en aðrir flokkar. Við skulum bara fara yfir það þegar að því kemur,“ sagði Katrín. Frá Bessastöðum hélt Katrín til fundar við nýjan tíu manna þingflokk Vinstri grænna ásamt stjórn flokksins en hún ætlar að hefja viðræður við leiðtoga hinna flokkanna á morgun. Ljóst er að tíminn er farinn að þrýsta á myndun ríkisstjórnar. Nú eru aðeins sex vikur til áramóta. Það kom fram bæði hjá forseta Íslands og Katrínu Jakobsdóttur að Alþingi þurfi að fara að koma saman. Þar er brýnast að hefja vinnu við fjárlög næsta árs.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09 Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í dag. 16. nóvember 2016 13:27 Katrín byrjar þreifingarnar snemma Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar mæta saman á fundinn. 16. nóvember 2016 16:24 Fyrsti kostur Katrínar fjölflokka stjórn á vinstri vængnum Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. 16. nóvember 2016 13:50 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09
Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í dag. 16. nóvember 2016 13:27
Katrín byrjar þreifingarnar snemma Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar mæta saman á fundinn. 16. nóvember 2016 16:24
Fyrsti kostur Katrínar fjölflokka stjórn á vinstri vængnum Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. 16. nóvember 2016 13:50