Framhald viðræðna skýrist um helgina Þorgeir Helgason skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Sjálfstæðismanna fundaði í gær í Valhöll. Eftir fundinn fór Bjarni Benediktsson á fund forseta og tilkynnti um formlegar viðræður. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Við förum auðvitað í viðræðurnar því að við eygjum von á því að það sé einhver möguleiki að ræða málin og ná góðum umbótum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segist gera sér grein fyrir því að þetta séu ólíkir flokkar og að mörgu leyti ósamstæðir. „Það er alveg ljóst að fólk innan flokksins er mishrifið af því að við séum að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Óttarr. „Það er möguleiki á að við náum saman um stóru málefnin og vonandi gengur það sem allra best,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Hann segir stefnu Viðreisnar liggja ljósa fyrir þegar gengið er til viðræðnanna. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn hefði viljað halda áfram ríkisstjórnarsetu og sé tilbúinn til þess komi það til greina. „Það er ekki komin niðurstaða enn og við skulum sjá hvernig þetta fer,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segjast frekar hefðu viljað sjá umbótastjórn myndaða af stjórnarandstöðuflokkunum og Viðreisn. „Ég hef mestar áhyggjur af að þessir flokkar nái að sameinast um grimma hægri stefnu, til dæmis þegar kemur að einkavæðingu og einkarekstri í velferðar- og menntamálum, og það er áhyggjuefni fyrir landsmenn,“ segir Katrín. Hún segir ljóst að annaðhvort munu Sjálfstæðisflokkurinn eða Björt framtíð og Viðreisn þurfa að gefa mikið eftir í stefnumálum sínum til þess þeir geti myndað ríkisstjórn. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni að strax eftir helgi kæmi í ljós hvort flokkarnir þrír eigi samleið í ríkisstjórnarsamstarfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Við förum auðvitað í viðræðurnar því að við eygjum von á því að það sé einhver möguleiki að ræða málin og ná góðum umbótum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segist gera sér grein fyrir því að þetta séu ólíkir flokkar og að mörgu leyti ósamstæðir. „Það er alveg ljóst að fólk innan flokksins er mishrifið af því að við séum að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Óttarr. „Það er möguleiki á að við náum saman um stóru málefnin og vonandi gengur það sem allra best,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Hann segir stefnu Viðreisnar liggja ljósa fyrir þegar gengið er til viðræðnanna. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn hefði viljað halda áfram ríkisstjórnarsetu og sé tilbúinn til þess komi það til greina. „Það er ekki komin niðurstaða enn og við skulum sjá hvernig þetta fer,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segjast frekar hefðu viljað sjá umbótastjórn myndaða af stjórnarandstöðuflokkunum og Viðreisn. „Ég hef mestar áhyggjur af að þessir flokkar nái að sameinast um grimma hægri stefnu, til dæmis þegar kemur að einkavæðingu og einkarekstri í velferðar- og menntamálum, og það er áhyggjuefni fyrir landsmenn,“ segir Katrín. Hún segir ljóst að annaðhvort munu Sjálfstæðisflokkurinn eða Björt framtíð og Viðreisn þurfa að gefa mikið eftir í stefnumálum sínum til þess þeir geti myndað ríkisstjórn. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni að strax eftir helgi kæmi í ljós hvort flokkarnir þrír eigi samleið í ríkisstjórnarsamstarfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira