Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2016 12:00 Mike Pence og eiginkona hans Karen. Vísir/GEtty Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og Mike Pence verður varaforseti hans. Mikið hefur verið skrifað um Donald Trump, en hann hefur verið í sviðljósinu í marga áratugi, en hins vegar er ekki víst að margir Íslendingar viti hver Mike Pence er.Mike Pence er 57 ára gamall og ríkisstjóri í Indiana. Hann hefur lengi komið að stjórnmálum en hefur verið lítið þekktur utan Repúblikanaflokksins og Indiana. Foreldrar hans skilgreindu sig sem demókrata en seinna á ævinni frelsaðist Pence og færði sig til hægri á stjórnmálaskalanum og hann fór nánast eins langt til hægri og hann gat. Hann reyndi tvisvar sinnum að komast á þing árin 1988 og 1990 en það tókst ekki. Þá varð hann þáttastjórnandi í útvarpi og líkti sjálfum sér við Rush Limbaugh. Hann komst svo á þing árið 2001. Hann er íhaldssamur og hefur lengi talað fyrir því að draga úr útgjöldum ríkisins.Utangarðs í fyrstu Í byrjun var Pence utangarðsmaður innan Repúblikanaflokksins. Hann var einn af fyrstu stuðningsmönnum Teflokksins og gagnrýndi forystu flokksins harðlega. Árið 2006 bauð hann sig fram til embættis forseta þingsins en tapaði illa gegn John Boehner. Skoðanir hans hafa ekki breyst frá frelsun hans en hins vegar hefur viðhorf Repúblikanaflokksins færst lengra til hægri með upprisu teflokksins og sífellt meiri andstöðu gegn Barack Obama. Pence er ekki lengur utangarðsmaður innan flokksins. Í byrjun kosningabaráttunnar lýsti Pence yfir stuðningi við Ted Cruz og sagði tillögur Trump að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna vera „móðgandi og gegn stjórnarskránni“.Seeker Daily um Pence Mike Pence er verulega andvígur fóstureyðingum og hefur ítrekað lýst sig andvígan Planned Parenthood (PP), sem framkvæma fóstureyðingar og útvega konum margskonar heilbrigðisþjónustu. PP hefur verið styrkt af ríkinu, en Pence hefur eytt miklu púðri frá árinu 2007 í að reyna að stöðva fjárveitingarnar. Á endanum fylgdu aðrir þingmenn og árið 2011 var frumvarp um stöðvun fjárveitinga til Planned Parenthood samþykkt á þinginu. Það varð þó aldrei að lögum vegna mótstöðu demókrata. Í byrjun þessa árs skrifaði Pence undir umdeild lög í Indiana þar sem fóstureyðingar, vegna litningagalla voru bannaðar og var greftrun eða brennsla látinna fóstra skilyrt.Umdeild lagasetning Pence hefur einnig barist gegn réttindum LGBT-fólks. Hann skrifaði undir lög í fyrra sem gerðu verslunareigendum í Indiana kleift að neita LGBT-fólki um afgreiðslu. Lögin leiddu til mikilla mótmæla og hótuðu jafnvel heilu fyrirtækin að sniðganga ríkið vegna laganna. Á endanum bætti Pence við lögin að ekki mætti nota þau til að mismuna fólki. Árið 2000, þegar Pence var að bjóða sig fram til þingsetu í þriðja sinn, birti hann lista yfir helstu málefni sín á vefsvæði sínu. Þar kemur fram að hann vildi meðal annars að dómarar sem tilnefndir væru af yfirvöldum myndu styðja „hefðbundin fjölskyldugildi“ og helgi lífs. Hann vildi að líf fóstra yrði tryggt í stjórnarskrá Bandaríkjanna.Á móti hjónaböndum samkynhneigðra Það sem hann vildi einnig var að þing Bandaríkjanna myndi beita sér fyrir því að draga úr óléttu ógiftra kvenna og styrkja stoðir hjónabanda. Hin hefðbundna tveggja foreldra fjölskylda væri kjarni bandarískrar siðmenningar. Þingið ætti að beita sér fyrir því að gera fjölskyldum auðveldara að lifa á tekjum eins aðila, svo annað foreldrið gæti valið að vinna heima fyrir. Pence vildi þó einnig að þingið stæði í vegi fyrir öllum tilraunum til að gefa hjónaböndum samkynhneigðra sömu lagastöðu og hjónabandi konu og karls. Þingið ætti einnig að koma í veg fyrir að samkynhneigt fólk yrði skilgreint sem minnihluti og fengi þar með vernd mismununar- og hatursglæpalaga í Bandaríkjunum. Þá sagði Pence að ríkið ætti ekki að styðja endurupptöku Ryan White Care Act, án breytinga. RWCA snýr að styrkveitingum til að bæta heilbrigðisþjónustu einstaklinga með HIV. Meðal þeirra breytinga sem Pence fór fram á var að engir fjármunir yrðu veittir til samtaka sem „fagna og ýta undir þá tegund hegðunar sem auðveldar dreifingu HIV veirunnar“. Þess í stað ætti að nota fjármunina til að aðstoða fólk sem vilji „breyta kynhegðun sinni“.Sagði reykingar ekki drepa Sama ár, 2000, birti Pence grein þar sem hann sagðist ekki trúa því að reykingar drægju fólk til dauða. „Þrátt fyrir alla móðursýkina meðal stjórnmálamanna og fjölmiðla, drepa reykingar ekki. Staðreyndin er sú að tveir af hverjum þremur reykingamönnum deyja ekki vegna veikinda sem tengjast reykingum og níu af hverjum tíu reykingamönnum fá ekki lungnakrabbamein,“ skrifaði Pence. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna segir hins vegar að rúmlega 480 þúsund manns deyji árlega þar í landi vegna reykinga og lífstími þeirra sem reykja eru að meðaltali tíu árum styttri en annars.Brúar bilið á milli flokksins og Trump Mike Pence er, samkvæmt New York Times, allt sem Donald Trump er ekki. Hann hefur varið mörgum árum innan stjórnmála og verið þingmaður og ríkisstjóri. Íhaldsmenn líta upp til hans vegna sterkrar trúar hans og mótspyrnu hans gegn auknu samfélagslegu frjálslyndi. Þeir Pence og Trump eru sammála um margt, eins og fóstureyðingar og byssueign. Hins vegar hefur Pence talað fyrir aukinni valdbeitingu gegn Rússlandi og eins og áður hefur komið fram var hann á móti uppástungu Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Pence hefur varið undanförnum mánuðum í að reyna að sameina Repúblikanaflokkinn í kringum Donald Trump þar sem sambandið hefur verið stirt og hefur einnig fengið það verkefni að vera rödd skynseminnar í framboði Trump. Þeir félagar munu funda með Paul Ryan leiðtoga flokksins í dag. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og Mike Pence verður varaforseti hans. Mikið hefur verið skrifað um Donald Trump, en hann hefur verið í sviðljósinu í marga áratugi, en hins vegar er ekki víst að margir Íslendingar viti hver Mike Pence er.Mike Pence er 57 ára gamall og ríkisstjóri í Indiana. Hann hefur lengi komið að stjórnmálum en hefur verið lítið þekktur utan Repúblikanaflokksins og Indiana. Foreldrar hans skilgreindu sig sem demókrata en seinna á ævinni frelsaðist Pence og færði sig til hægri á stjórnmálaskalanum og hann fór nánast eins langt til hægri og hann gat. Hann reyndi tvisvar sinnum að komast á þing árin 1988 og 1990 en það tókst ekki. Þá varð hann þáttastjórnandi í útvarpi og líkti sjálfum sér við Rush Limbaugh. Hann komst svo á þing árið 2001. Hann er íhaldssamur og hefur lengi talað fyrir því að draga úr útgjöldum ríkisins.Utangarðs í fyrstu Í byrjun var Pence utangarðsmaður innan Repúblikanaflokksins. Hann var einn af fyrstu stuðningsmönnum Teflokksins og gagnrýndi forystu flokksins harðlega. Árið 2006 bauð hann sig fram til embættis forseta þingsins en tapaði illa gegn John Boehner. Skoðanir hans hafa ekki breyst frá frelsun hans en hins vegar hefur viðhorf Repúblikanaflokksins færst lengra til hægri með upprisu teflokksins og sífellt meiri andstöðu gegn Barack Obama. Pence er ekki lengur utangarðsmaður innan flokksins. Í byrjun kosningabaráttunnar lýsti Pence yfir stuðningi við Ted Cruz og sagði tillögur Trump að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna vera „móðgandi og gegn stjórnarskránni“.Seeker Daily um Pence Mike Pence er verulega andvígur fóstureyðingum og hefur ítrekað lýst sig andvígan Planned Parenthood (PP), sem framkvæma fóstureyðingar og útvega konum margskonar heilbrigðisþjónustu. PP hefur verið styrkt af ríkinu, en Pence hefur eytt miklu púðri frá árinu 2007 í að reyna að stöðva fjárveitingarnar. Á endanum fylgdu aðrir þingmenn og árið 2011 var frumvarp um stöðvun fjárveitinga til Planned Parenthood samþykkt á þinginu. Það varð þó aldrei að lögum vegna mótstöðu demókrata. Í byrjun þessa árs skrifaði Pence undir umdeild lög í Indiana þar sem fóstureyðingar, vegna litningagalla voru bannaðar og var greftrun eða brennsla látinna fóstra skilyrt.Umdeild lagasetning Pence hefur einnig barist gegn réttindum LGBT-fólks. Hann skrifaði undir lög í fyrra sem gerðu verslunareigendum í Indiana kleift að neita LGBT-fólki um afgreiðslu. Lögin leiddu til mikilla mótmæla og hótuðu jafnvel heilu fyrirtækin að sniðganga ríkið vegna laganna. Á endanum bætti Pence við lögin að ekki mætti nota þau til að mismuna fólki. Árið 2000, þegar Pence var að bjóða sig fram til þingsetu í þriðja sinn, birti hann lista yfir helstu málefni sín á vefsvæði sínu. Þar kemur fram að hann vildi meðal annars að dómarar sem tilnefndir væru af yfirvöldum myndu styðja „hefðbundin fjölskyldugildi“ og helgi lífs. Hann vildi að líf fóstra yrði tryggt í stjórnarskrá Bandaríkjanna.Á móti hjónaböndum samkynhneigðra Það sem hann vildi einnig var að þing Bandaríkjanna myndi beita sér fyrir því að draga úr óléttu ógiftra kvenna og styrkja stoðir hjónabanda. Hin hefðbundna tveggja foreldra fjölskylda væri kjarni bandarískrar siðmenningar. Þingið ætti að beita sér fyrir því að gera fjölskyldum auðveldara að lifa á tekjum eins aðila, svo annað foreldrið gæti valið að vinna heima fyrir. Pence vildi þó einnig að þingið stæði í vegi fyrir öllum tilraunum til að gefa hjónaböndum samkynhneigðra sömu lagastöðu og hjónabandi konu og karls. Þingið ætti einnig að koma í veg fyrir að samkynhneigt fólk yrði skilgreint sem minnihluti og fengi þar með vernd mismununar- og hatursglæpalaga í Bandaríkjunum. Þá sagði Pence að ríkið ætti ekki að styðja endurupptöku Ryan White Care Act, án breytinga. RWCA snýr að styrkveitingum til að bæta heilbrigðisþjónustu einstaklinga með HIV. Meðal þeirra breytinga sem Pence fór fram á var að engir fjármunir yrðu veittir til samtaka sem „fagna og ýta undir þá tegund hegðunar sem auðveldar dreifingu HIV veirunnar“. Þess í stað ætti að nota fjármunina til að aðstoða fólk sem vilji „breyta kynhegðun sinni“.Sagði reykingar ekki drepa Sama ár, 2000, birti Pence grein þar sem hann sagðist ekki trúa því að reykingar drægju fólk til dauða. „Þrátt fyrir alla móðursýkina meðal stjórnmálamanna og fjölmiðla, drepa reykingar ekki. Staðreyndin er sú að tveir af hverjum þremur reykingamönnum deyja ekki vegna veikinda sem tengjast reykingum og níu af hverjum tíu reykingamönnum fá ekki lungnakrabbamein,“ skrifaði Pence. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna segir hins vegar að rúmlega 480 þúsund manns deyji árlega þar í landi vegna reykinga og lífstími þeirra sem reykja eru að meðaltali tíu árum styttri en annars.Brúar bilið á milli flokksins og Trump Mike Pence er, samkvæmt New York Times, allt sem Donald Trump er ekki. Hann hefur varið mörgum árum innan stjórnmála og verið þingmaður og ríkisstjóri. Íhaldsmenn líta upp til hans vegna sterkrar trúar hans og mótspyrnu hans gegn auknu samfélagslegu frjálslyndi. Þeir Pence og Trump eru sammála um margt, eins og fóstureyðingar og byssueign. Hins vegar hefur Pence talað fyrir aukinni valdbeitingu gegn Rússlandi og eins og áður hefur komið fram var hann á móti uppástungu Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Pence hefur varið undanförnum mánuðum í að reyna að sameina Repúblikanaflokkinn í kringum Donald Trump þar sem sambandið hefur verið stirt og hefur einnig fengið það verkefni að vera rödd skynseminnar í framboði Trump. Þeir félagar munu funda með Paul Ryan leiðtoga flokksins í dag.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira