Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2016 21:28 Mikil reiði hefur brotist út á Facebook, fólk telur sig illa svikið og fer aðbúnaður hænsnanna mjög fyrir brjóstið á mannskapnum. Kastljós sýndi í kvöld mikla umfjöllun um aðbúnað hænsna hjá Brúnegg ehf. Þar kom fram að neytendur hafa verið blekktir árum saman, forsvarsmenn Brúneggja merkt framleiðslu sína sem vistvæna, án þess nokkurn tímann að uppfylla þau skilyrði sem sú reglugerð setti. Þá lét Matvælastofnun undir höfuð leggjast að upplýsa neytendur um málið. Vill helst henda kólerueggjunum í Matvælastofnun Mikil reiði hefur brotist út á Facebook vegna umfjöllunarinnar. Og hér verða fáein dæmi nefnd. Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri – honum er ekki skemmt ef marka má Facebookfærslu hans: „Ég hef keypt þessi ógeðslegu Brúnegg í langan tíma vegna þess að ég treysti þeim og þessari bjánalegu vottun. Ég var tilbúinn að borga hærra verð gegn því að hænurnar væru glaðar og vel með þær farið. Ég treysti því líka að ef pottur væri brotinn þá mundi stofnun einsog Matvælastofnun upplýsa mig. Allt þetta reynist á misskilningi byggt. Mér er skapi næst að taka restina af þessum kólerueggjum sem ég á inní ísskáp og ætlaði að henda í ruslið og fleygja þeim frekar í Matvælastofnun.“ Brúneggjagaur sem kann ekki að skammast sín Rakel Garðarsdóttir kvikmyndagerðarmaður sem hefur lengi barist fyrir betri nýtingu matvæla þarf ekki eins mörg orð og Jón til að lýsa tilfinningum sínum: „Mun aldrei kaupa BRÚNEGG á ný. Þvílíkt skítakompaný.“ Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður með meiru er reiður: „Ég er æfur yfir uppgötvun Kastljóss!! Að hafa verið hafður að fífli árum saman með því að kaupa ,,vistvæn" egg frá þessum Brúneggja gaur sem kann ekki einu sinni að skammast sín fyrir að hafa markvisst brotið dýravelferðarlög árum saman. Reiðastur er ég þó út í Matvælastofnun fyrir að draga lappirnar, láta einhverjar bréfasendíngar nægja árum saman á meðan aðstæður fuglana versnuðu. Stofnunin hefur frá árinu 2007 vitað af þessari refsiverðu háttsemi og svikum gagnvart almenningi án þess að bregðast við af neinni alvöru. Með þessu hefur orðið algjör trúnaðarbrestur á milli MAST og neytenda og ljóst að engu er að treysta í innlendri matvælaframleiðslu á meðan vinnubrögðin eru svona. Vistvæn vottun hefur augljóslega enga merkingu á Íslandi og því er ég frá og með þessari stundu hættur að kaupa egg. Og hananú!! Þvílík vanvirða við neytendur Helga Vala Helgadóttir er háðsk: „Eins gott að fæðuöryggið er tryggt. Það væri alveg voðalegt ef við værum með eitthvað útlenskt ógeð hér á landi í staðinn fyrir allan hreina matinn okkar. #mast #veljumíslenskt #allthreintogbest.“ Óðinn Jónsson útvarpsmaður er einn af fjölmörgum sem ekki er kátur á Facebook: „Við höfum árum saman borgað um 40% hærra eggjaverð í góðri trú um að hafa þar með stutt við góða meðferð varphæna. Framleiðandinn brást trausti okkar og eftirlitsstofnanir ríkisins líka. Ekki þótti ástæða til að vara okkur við. Þvílík vanvirða við neytendur. Hvert á maður að senda reikninginn? Hver axlar ábyrgð á þessu? Takk, Kastljós og Tryggvi.“ Þetta er ógeðslegt Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur er slegin: „Viðbjóður hvernig aðbúnaður blessaðra dýranna er. Fólk sem hugsar svona um dýrin sín á að sjálfsögðu ekki að fá að halda dýr. Auk þess eru neytendur blekktir með röngum merkingum umbúða. Mun aldrei framar kaupa vöru frá þessu fyrirtæki. Þetta er ógeðslegt!“ Þessi dæmi eru aðeins brot af miklum viðbrögðum hvar fólk keppist við að fordæma brúnegg og svo MAST. Brúneggjamálið Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Kastljós sýndi í kvöld mikla umfjöllun um aðbúnað hænsna hjá Brúnegg ehf. Þar kom fram að neytendur hafa verið blekktir árum saman, forsvarsmenn Brúneggja merkt framleiðslu sína sem vistvæna, án þess nokkurn tímann að uppfylla þau skilyrði sem sú reglugerð setti. Þá lét Matvælastofnun undir höfuð leggjast að upplýsa neytendur um málið. Vill helst henda kólerueggjunum í Matvælastofnun Mikil reiði hefur brotist út á Facebook vegna umfjöllunarinnar. Og hér verða fáein dæmi nefnd. Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri – honum er ekki skemmt ef marka má Facebookfærslu hans: „Ég hef keypt þessi ógeðslegu Brúnegg í langan tíma vegna þess að ég treysti þeim og þessari bjánalegu vottun. Ég var tilbúinn að borga hærra verð gegn því að hænurnar væru glaðar og vel með þær farið. Ég treysti því líka að ef pottur væri brotinn þá mundi stofnun einsog Matvælastofnun upplýsa mig. Allt þetta reynist á misskilningi byggt. Mér er skapi næst að taka restina af þessum kólerueggjum sem ég á inní ísskáp og ætlaði að henda í ruslið og fleygja þeim frekar í Matvælastofnun.“ Brúneggjagaur sem kann ekki að skammast sín Rakel Garðarsdóttir kvikmyndagerðarmaður sem hefur lengi barist fyrir betri nýtingu matvæla þarf ekki eins mörg orð og Jón til að lýsa tilfinningum sínum: „Mun aldrei kaupa BRÚNEGG á ný. Þvílíkt skítakompaný.“ Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður með meiru er reiður: „Ég er æfur yfir uppgötvun Kastljóss!! Að hafa verið hafður að fífli árum saman með því að kaupa ,,vistvæn" egg frá þessum Brúneggja gaur sem kann ekki einu sinni að skammast sín fyrir að hafa markvisst brotið dýravelferðarlög árum saman. Reiðastur er ég þó út í Matvælastofnun fyrir að draga lappirnar, láta einhverjar bréfasendíngar nægja árum saman á meðan aðstæður fuglana versnuðu. Stofnunin hefur frá árinu 2007 vitað af þessari refsiverðu háttsemi og svikum gagnvart almenningi án þess að bregðast við af neinni alvöru. Með þessu hefur orðið algjör trúnaðarbrestur á milli MAST og neytenda og ljóst að engu er að treysta í innlendri matvælaframleiðslu á meðan vinnubrögðin eru svona. Vistvæn vottun hefur augljóslega enga merkingu á Íslandi og því er ég frá og með þessari stundu hættur að kaupa egg. Og hananú!! Þvílík vanvirða við neytendur Helga Vala Helgadóttir er háðsk: „Eins gott að fæðuöryggið er tryggt. Það væri alveg voðalegt ef við værum með eitthvað útlenskt ógeð hér á landi í staðinn fyrir allan hreina matinn okkar. #mast #veljumíslenskt #allthreintogbest.“ Óðinn Jónsson útvarpsmaður er einn af fjölmörgum sem ekki er kátur á Facebook: „Við höfum árum saman borgað um 40% hærra eggjaverð í góðri trú um að hafa þar með stutt við góða meðferð varphæna. Framleiðandinn brást trausti okkar og eftirlitsstofnanir ríkisins líka. Ekki þótti ástæða til að vara okkur við. Þvílík vanvirða við neytendur. Hvert á maður að senda reikninginn? Hver axlar ábyrgð á þessu? Takk, Kastljós og Tryggvi.“ Þetta er ógeðslegt Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur er slegin: „Viðbjóður hvernig aðbúnaður blessaðra dýranna er. Fólk sem hugsar svona um dýrin sín á að sjálfsögðu ekki að fá að halda dýr. Auk þess eru neytendur blekktir með röngum merkingum umbúða. Mun aldrei framar kaupa vöru frá þessu fyrirtæki. Þetta er ógeðslegt!“ Þessi dæmi eru aðeins brot af miklum viðbrögðum hvar fólk keppist við að fordæma brúnegg og svo MAST.
Brúneggjamálið Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira