Ýmsar kynjaverur á sveimi í Kanada Starri Freyr Jónsson skrifar 28. nóvember 2016 13:00 Hrafnhildur og Davíð, ásamt börnum sínum þremur, í góðum félagsskap síðustu jól. Hjónin Hrafnhildur Yrsa Georgsdóttir og Davíð Jón Sigurðsson hafa um rúmlega þriggja ára skeið búið í Kanada og Bandaríkjunum ásamt börnum sínum. Jólahaldið í löndunum tveimur er mjög frábrugðið því íslenska. Fyrstu jól fjölskyldunnar voru frekar erfið að sögn Hrafnhildar enda fyrsta skiptið sem þau voru ein. „Þá bjuggum við í Atlanta svo við ákváðum að gera eitthvað öðruvísi. Við keyrðum niður til Orlando í Flórída og eyddum jólunum í Disney World. Krökkunum fannst það mjög gaman og var ferðin góð leið til að leiða hugann frá því að við værum ekki heima á Íslandi.“Jólahaldið í Bandaríkjunum og Kanada er mjög frábrugðið því íslenska.Skórinn fer í gluggann Eftir eitt ár í Atlanta flutti fjölskyldan sig um set til Montreal sem er mjög fjölþjóðleg borg. Að sögn Hrafnhildar er hefðbundinn jólamatur í Kanada réttur sem kallast Tourtière. „Um er að ræða kjötböku sem er upprunnin frá Quebec og er yfirleitt byggð á hægelduðu svínakjöti, kálfakjöti eða nautakjöti. Villibráð er oft notuð til að auka bragðið. Einnig er vinsælt að hafa steiktan kalkún í matinn. Við höfum hins vegar haft hamborgarhrygg í matinn ásamt meðlæti síðustu tvenn jól okkar hér.“ Það er haldið í fleiri hefðir en hamborgarhrygginn. Börnin fá jóladagatöl og fjölskyldan byrjar að skreyta heima í byrjun desember. „Við höldum okkur við íslensku jólasveinana og því setja krakkarnir skóinn út í glugga. Einnig höfum við borðað jólamatinn á aðfangadagskvöld og opnað pakkana. Auk þess búum við til aðventukrans og kveikjum á aðventukertunum, bökum jólasmákökur og piparkökur.“Fjölskyldan heggur jólatréð sjálf á sveitabæ fyrir utan Montreal.Fjölþjóðlegt umhverfi Síðustu jól kom móðir Hrafnhildar til þeirra og hélt upp á jólin með þeim. „Hún tók með laufabrauð þannig að við gátum skorið það út sem krökkunum fannst mjög gaman. Þau tóku það svo með í skólann og gáfu kennurum og vinum að smakka. Við höfum farið á sveitabæ hér aðeins fyrir utan borgina og höggvum jólatréð okkar sjálf. Þetta er sami sveitabærinn og við heimsækjum á sumrin til að týna jarðarber og epli á haustin. Í Montreal er hefð fyrir því að borða jólamatinn seint á aðfangadagskvöld, vekja svo krakkana upp úr miðnætti og opna gjafirnar. Svo er fjölskylduhádegismatur á jóladag. Meira er svo varla gert svo þetta eru í raun bara tveir dagar hér.“Feðgarnir leggja lokahönd á vel skreytt jólatréð.Hún segir þau helst sakna samverustunda með fjölskyldunni og vinum yfir jólin. „Annars er voðalega kósí að upplifa jólin annars staðar en á Íslandi. Það kom okkur foreldrunum í sjálfu sér ekkert á óvart en krakkarnir tala mikið um það hvað jólin hér eru öðruvísi en heima á Íslandi. Til dæmis er besta vinkona Rakelar gyðingatrúar og heldur því öðruvísi upp á hátíðarnar. Dóttur okkar fannst það mjög skrítið í fyrstu en fékk svo að upplifa þau svolítið í gegnum vinkonu sína. Svo er einn vinur hans Ísaks í Vottum Jehóva og heldur því ekki upp á nein jól. Okkur finnst í raun bara æðislegt hvað allt er fjölþjóðlegt hér og krakkarnir okkar fái innsýn í fleiri menningarheima.“ Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur Jól Nostrað við hátíðarborðið Jól Englahárið á jólatrénu Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Huldukonan mállausa Jól Svona gerirðu graflax Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól
Hjónin Hrafnhildur Yrsa Georgsdóttir og Davíð Jón Sigurðsson hafa um rúmlega þriggja ára skeið búið í Kanada og Bandaríkjunum ásamt börnum sínum. Jólahaldið í löndunum tveimur er mjög frábrugðið því íslenska. Fyrstu jól fjölskyldunnar voru frekar erfið að sögn Hrafnhildar enda fyrsta skiptið sem þau voru ein. „Þá bjuggum við í Atlanta svo við ákváðum að gera eitthvað öðruvísi. Við keyrðum niður til Orlando í Flórída og eyddum jólunum í Disney World. Krökkunum fannst það mjög gaman og var ferðin góð leið til að leiða hugann frá því að við værum ekki heima á Íslandi.“Jólahaldið í Bandaríkjunum og Kanada er mjög frábrugðið því íslenska.Skórinn fer í gluggann Eftir eitt ár í Atlanta flutti fjölskyldan sig um set til Montreal sem er mjög fjölþjóðleg borg. Að sögn Hrafnhildar er hefðbundinn jólamatur í Kanada réttur sem kallast Tourtière. „Um er að ræða kjötböku sem er upprunnin frá Quebec og er yfirleitt byggð á hægelduðu svínakjöti, kálfakjöti eða nautakjöti. Villibráð er oft notuð til að auka bragðið. Einnig er vinsælt að hafa steiktan kalkún í matinn. Við höfum hins vegar haft hamborgarhrygg í matinn ásamt meðlæti síðustu tvenn jól okkar hér.“ Það er haldið í fleiri hefðir en hamborgarhrygginn. Börnin fá jóladagatöl og fjölskyldan byrjar að skreyta heima í byrjun desember. „Við höldum okkur við íslensku jólasveinana og því setja krakkarnir skóinn út í glugga. Einnig höfum við borðað jólamatinn á aðfangadagskvöld og opnað pakkana. Auk þess búum við til aðventukrans og kveikjum á aðventukertunum, bökum jólasmákökur og piparkökur.“Fjölskyldan heggur jólatréð sjálf á sveitabæ fyrir utan Montreal.Fjölþjóðlegt umhverfi Síðustu jól kom móðir Hrafnhildar til þeirra og hélt upp á jólin með þeim. „Hún tók með laufabrauð þannig að við gátum skorið það út sem krökkunum fannst mjög gaman. Þau tóku það svo með í skólann og gáfu kennurum og vinum að smakka. Við höfum farið á sveitabæ hér aðeins fyrir utan borgina og höggvum jólatréð okkar sjálf. Þetta er sami sveitabærinn og við heimsækjum á sumrin til að týna jarðarber og epli á haustin. Í Montreal er hefð fyrir því að borða jólamatinn seint á aðfangadagskvöld, vekja svo krakkana upp úr miðnætti og opna gjafirnar. Svo er fjölskylduhádegismatur á jóladag. Meira er svo varla gert svo þetta eru í raun bara tveir dagar hér.“Feðgarnir leggja lokahönd á vel skreytt jólatréð.Hún segir þau helst sakna samverustunda með fjölskyldunni og vinum yfir jólin. „Annars er voðalega kósí að upplifa jólin annars staðar en á Íslandi. Það kom okkur foreldrunum í sjálfu sér ekkert á óvart en krakkarnir tala mikið um það hvað jólin hér eru öðruvísi en heima á Íslandi. Til dæmis er besta vinkona Rakelar gyðingatrúar og heldur því öðruvísi upp á hátíðarnar. Dóttur okkar fannst það mjög skrítið í fyrstu en fékk svo að upplifa þau svolítið í gegnum vinkonu sína. Svo er einn vinur hans Ísaks í Vottum Jehóva og heldur því ekki upp á nein jól. Okkur finnst í raun bara æðislegt hvað allt er fjölþjóðlegt hér og krakkarnir okkar fái innsýn í fleiri menningarheima.“
Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur Jól Nostrað við hátíðarborðið Jól Englahárið á jólatrénu Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Huldukonan mállausa Jól Svona gerirðu graflax Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól