Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 10:30 Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. Helena er jafnan fyrirliði íslenska liðsins og atkvæðamest bæði í stigaskori og að skapa skotfæri fyrir liðsfélagana. Hennar er því sárt saknað í þessum leikjum. Leikur Íslands og Portúgals verður úrslitaleikur um þriðja sæti riðilsins en hvorugt liðið á möguleika á því að komast áfram. „Ég held að stelpurnar séu tilbúnar að spila aftur eftir úrslitin úr síðasta leik. Ég man lítið eftir Portúgalsleiknum úti nema að við vorum hundfúlar með hvað við vorum lélegar í þeim leik. Núna er tækifæri til að laga það,“ segir Helena. Íslenska liðið lék á laugardaginn sinn fyrsta keppnisleik án Helenu í tólf ár og hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að horfa á stelpurnar tapa með 46 stigum úti í Slóvakíu. „Það var mjög erfitt að vera að horfa á þetta og hvað þá þegar það gekk svona illa. Mig langaði svo að fara inná og reyna að hjálpa eitthvað til. Þetta er ungur hópur og vonandi lærum við af þessu. Það er leiðinlegt þegar það koma svona stórar tölur en það gerist bara stundum,“ segir Helena. Helena og stelpurnar unnu eftirminnilegan sigur á Ungverjum í síðasta heimaleik sínum í keppninni en sá leikur var í febrúar síðastliðnum. Liðið þarf annan stórleik til að landa sigri annað kvöld. „Sá leikur var geðveikur og allt liðið spilaði ótrúlega vel saman í þeim leik. Vonandi tekst þeim að fara í svoleiðis gír á morgun (í dag) ,“ segir Helena. Það má sjá fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Ísland og Portúgals hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. Helena er jafnan fyrirliði íslenska liðsins og atkvæðamest bæði í stigaskori og að skapa skotfæri fyrir liðsfélagana. Hennar er því sárt saknað í þessum leikjum. Leikur Íslands og Portúgals verður úrslitaleikur um þriðja sæti riðilsins en hvorugt liðið á möguleika á því að komast áfram. „Ég held að stelpurnar séu tilbúnar að spila aftur eftir úrslitin úr síðasta leik. Ég man lítið eftir Portúgalsleiknum úti nema að við vorum hundfúlar með hvað við vorum lélegar í þeim leik. Núna er tækifæri til að laga það,“ segir Helena. Íslenska liðið lék á laugardaginn sinn fyrsta keppnisleik án Helenu í tólf ár og hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að horfa á stelpurnar tapa með 46 stigum úti í Slóvakíu. „Það var mjög erfitt að vera að horfa á þetta og hvað þá þegar það gekk svona illa. Mig langaði svo að fara inná og reyna að hjálpa eitthvað til. Þetta er ungur hópur og vonandi lærum við af þessu. Það er leiðinlegt þegar það koma svona stórar tölur en það gerist bara stundum,“ segir Helena. Helena og stelpurnar unnu eftirminnilegan sigur á Ungverjum í síðasta heimaleik sínum í keppninni en sá leikur var í febrúar síðastliðnum. Liðið þarf annan stórleik til að landa sigri annað kvöld. „Sá leikur var geðveikur og allt liðið spilaði ótrúlega vel saman í þeim leik. Vonandi tekst þeim að fara í svoleiðis gír á morgun (í dag) ,“ segir Helena. Það má sjá fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Ísland og Portúgals hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti