Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar Þórir Garðarsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Áður en ný ríkisstjórn fer að huga að „stóru“ málunum svokölluðu, þá er eitt verkefni sem þarf að afgreiða í hvelli. Aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar þola enga bið, því von er á fleiri ferðamönnum hingað til lands á næsta ári en nokkru sinni fyrr. Þessar aðgerðir þurfa undirbúning og taka tíma. Þær snúast um að innviðir, náttúran og fólkið í landinu séu í stakk búin til að taka við gestunum og stuðla að ánægjulegri upplifun þeirra.Fjárfesting skynsamleg Í Vegvísi í ferðaþjónustu liggur fyrir hvað þarf að gera og hvað það kostar. Ný ríkisstjórn þarf einfaldlega að ganga í málið. Ef ekkert verður gert, þá heldur álagið á vegakerfið áfram að vaxa með tilheyrandi skemmdum og aukinni slysahættu. Vinsælir ferðamannastaðir halda áfram að troðast niður og ferðamenn fara heim ósáttir við skort á þjónustu og aðstöðu. Þjóðarbúið hefur gríðarlega miklar tekjur af ferðamönnum og því er fjárfesting í innviðum ferðaþjónustunnar skynsamleg. Reiknað hefur verið út að ríkið þurfi aðeins að verja um 7% af tekjum sínum af ferðamönnum næstu árin í úrbætur á ferðamannastöðum og uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Ferðamenn á Íslandi eru síst of margir. Á fjölda minni staða og landsvæða um allan heim eru margfalt fleiri ferðamenn án teljandi vandræða, einfaldlega vegna þess að innviðirnir ráða við fjöldann.Sérstakt ráðuneyti ferðamála Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé orðin stærsta atvinnugrein landsins, þá sætir hún algjörum afgangi í stjórnsýslunni. Nauðsynlegt er að fá sérstakt ráðuneyti ferðamála í nýrri ríkisstjórn til að koma málunum áfram. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa staðið sig frábærlega við að mæta aukinni ásókn ferðamanna hingað til lands. Ef ríkisvaldið ræðst ekki aðgerðir sem til þess heyra, þá er mikil hætta á afturför í atvinnugreininni - algjörlega að óþörfu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en ný ríkisstjórn fer að huga að „stóru“ málunum svokölluðu, þá er eitt verkefni sem þarf að afgreiða í hvelli. Aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar þola enga bið, því von er á fleiri ferðamönnum hingað til lands á næsta ári en nokkru sinni fyrr. Þessar aðgerðir þurfa undirbúning og taka tíma. Þær snúast um að innviðir, náttúran og fólkið í landinu séu í stakk búin til að taka við gestunum og stuðla að ánægjulegri upplifun þeirra.Fjárfesting skynsamleg Í Vegvísi í ferðaþjónustu liggur fyrir hvað þarf að gera og hvað það kostar. Ný ríkisstjórn þarf einfaldlega að ganga í málið. Ef ekkert verður gert, þá heldur álagið á vegakerfið áfram að vaxa með tilheyrandi skemmdum og aukinni slysahættu. Vinsælir ferðamannastaðir halda áfram að troðast niður og ferðamenn fara heim ósáttir við skort á þjónustu og aðstöðu. Þjóðarbúið hefur gríðarlega miklar tekjur af ferðamönnum og því er fjárfesting í innviðum ferðaþjónustunnar skynsamleg. Reiknað hefur verið út að ríkið þurfi aðeins að verja um 7% af tekjum sínum af ferðamönnum næstu árin í úrbætur á ferðamannastöðum og uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Ferðamenn á Íslandi eru síst of margir. Á fjölda minni staða og landsvæða um allan heim eru margfalt fleiri ferðamenn án teljandi vandræða, einfaldlega vegna þess að innviðirnir ráða við fjöldann.Sérstakt ráðuneyti ferðamála Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé orðin stærsta atvinnugrein landsins, þá sætir hún algjörum afgangi í stjórnsýslunni. Nauðsynlegt er að fá sérstakt ráðuneyti ferðamála í nýrri ríkisstjórn til að koma málunum áfram. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa staðið sig frábærlega við að mæta aukinni ásókn ferðamanna hingað til lands. Ef ríkisvaldið ræðst ekki aðgerðir sem til þess heyra, þá er mikil hætta á afturför í atvinnugreininni - algjörlega að óþörfu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar