Allt það besta úr torfærunni í sumar Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 14:05 Jakob Cecil Hafsteinsson torfærukappi hefur tekið saman hreint magnað myndband af því besta úr torfærukeppnum sumarsins, bæði héðan frá Íslandi og frá afar sjónrænni keppni íslenskra torfæruökumanna til Tennessee í Bandaríkjunum í haust. Sumir taktarnir sem sjást í þessu myndskeiði eru svo ótrúlegir að orð fá ekki lýst, en með þeim sannast eina ferðina enn hve frábærir íslenskir torfæruökumenn eru og hve vald þeirra yfir bílunum er einstakt. Þó athygliverðara er hve djarfir þeir eru við tilraunir sínar við að glíma við það sem flestum fyndist algerlega ókleifar hindranir. Hér sjást einmitt fjölmargar slíkar sem bæði heppnuðust og ekki og þær síðartöldu oft á tíðum ekki fyrir viðkvæma. Gefið hefur verið út torfærudagatal næsta árs og skemmtilegt að upplýsa það hér að aftur stendur til að taka þátt í torfærukeppninni í Tennessee í október á næsta ári. Keppnirnar á Íslandi verða hinsvegar 13. maí á Hellu, 27. maí á Suðurnesjum, 10. og 11. júní á Akureyri, 8. júlí á Egilsstöðum, 29. júlí á Akranesi og 10. ágúst á Akureyri. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent
Jakob Cecil Hafsteinsson torfærukappi hefur tekið saman hreint magnað myndband af því besta úr torfærukeppnum sumarsins, bæði héðan frá Íslandi og frá afar sjónrænni keppni íslenskra torfæruökumanna til Tennessee í Bandaríkjunum í haust. Sumir taktarnir sem sjást í þessu myndskeiði eru svo ótrúlegir að orð fá ekki lýst, en með þeim sannast eina ferðina enn hve frábærir íslenskir torfæruökumenn eru og hve vald þeirra yfir bílunum er einstakt. Þó athygliverðara er hve djarfir þeir eru við tilraunir sínar við að glíma við það sem flestum fyndist algerlega ókleifar hindranir. Hér sjást einmitt fjölmargar slíkar sem bæði heppnuðust og ekki og þær síðartöldu oft á tíðum ekki fyrir viðkvæma. Gefið hefur verið út torfærudagatal næsta árs og skemmtilegt að upplýsa það hér að aftur stendur til að taka þátt í torfærukeppninni í Tennessee í október á næsta ári. Keppnirnar á Íslandi verða hinsvegar 13. maí á Hellu, 27. maí á Suðurnesjum, 10. og 11. júní á Akureyri, 8. júlí á Egilsstöðum, 29. júlí á Akranesi og 10. ágúst á Akureyri.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent