Dýrasti nýi bíll heims Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2016 11:08 Ferrari LaFerrari. Flestir dýrustu eldri bílar heims eru Ferrari bílar, en nú getur Ferrari einnig státað af því að eiga dýrasta nýja bíl sem nokkurntíma hefur selst. Þessi Ferrari LaFerrari bíll seldist á uppboði um daginn á 7 milljónir dollara, eða 770 milljónir króna. Afraksturinn rennur til góðgerðarmála, þ.e. til fórnarlamba nýlegra jarðskjálfta á Ítalíu. Bíllinn var seldur hjá uppboðshúsi Southeby´s í Bretlandi. Þessi bíll er sá fimm hundruðasti í röðinni sem Ferrari smíðar af LaFerrari og sá allra síðasti og því mikill söfnunargripur. Eigandinn getur því glaðst yfir því að eignast slíkan grip, en einnig yfir því að styðja við fólk sem á um sárt að binda vegna jarðskjáltanna sem eyðilögðu heimili fjölmargra á mið-Ítalíu. Ferrari LaFerari er 789 hestafla orkubúnt með V12 vél og rafmótora sem enn auka á aflið. Hann er aðeins 2,5 sekúndur í 100 km hraða og almennt verð á hinum 499 eintökum bílsins var 1.420.000 dollarar, eða 156 milljónir og því greiddi hinn góðhjartaði kaupandi bíls nr. 500 aukalega 614 milljónir fyrir bílinn. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent
Flestir dýrustu eldri bílar heims eru Ferrari bílar, en nú getur Ferrari einnig státað af því að eiga dýrasta nýja bíl sem nokkurntíma hefur selst. Þessi Ferrari LaFerrari bíll seldist á uppboði um daginn á 7 milljónir dollara, eða 770 milljónir króna. Afraksturinn rennur til góðgerðarmála, þ.e. til fórnarlamba nýlegra jarðskjálfta á Ítalíu. Bíllinn var seldur hjá uppboðshúsi Southeby´s í Bretlandi. Þessi bíll er sá fimm hundruðasti í röðinni sem Ferrari smíðar af LaFerrari og sá allra síðasti og því mikill söfnunargripur. Eigandinn getur því glaðst yfir því að eignast slíkan grip, en einnig yfir því að styðja við fólk sem á um sárt að binda vegna jarðskjáltanna sem eyðilögðu heimili fjölmargra á mið-Ítalíu. Ferrari LaFerari er 789 hestafla orkubúnt með V12 vél og rafmótora sem enn auka á aflið. Hann er aðeins 2,5 sekúndur í 100 km hraða og almennt verð á hinum 499 eintökum bílsins var 1.420.000 dollarar, eða 156 milljónir og því greiddi hinn góðhjartaði kaupandi bíls nr. 500 aukalega 614 milljónir fyrir bílinn.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent