Hagnaður hjá Lotus eftir 40 ára taphrinu Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2016 09:29 Lotus Elise. Þótt ótrúlegt megi virðast þá hefur sportbílaframleiðandinn Lotus í Bretlandi ekki skilað hagnaði af starfsemi sinni síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Það hefur breyst í ár og með uppgjöri þriðja ársfjórðungs er reksturinn í plús í ár. Það sem helst veldur þess bætta gengi er góð sala Lotus Elise bílsins í Bandaríkjunum og aukin framleiðslugeta þrátt fyrir fækkun starfsfólks. Í maí árið 2014 unnu 1.200 manns hjá Lotus, en tekin var ákvörðun um að fækka starfsfólki í 800 manns og er það starfsmannafjöldinn í dag. Þrátt fyrir fækkunina hefur framleiðslugetan færst úr 1.200 bílum á ári í 2.000 bíla nú. Lotus gerir sér vonir um að geta framleitt 4.000 bíla við enda áratugarins og þá verða komnar nýjar gerðir bæði Elise og Exige og árið 2022 verður nýr Evora kynntur. Ennfremur er Lotus að íhuga smíði jeppa eða jepplings og ef af því verður býst Lotus við því að framleiðslan verði miklu meiri en 4.000 bílar á ári. Lotus Elise selst eins og áður segir eins og heitar lummur vestanhafs og er kominn biðlisti þar eftir bílnum og þeir sem panta hann í dag eiga von á að fá hann afgreiddan í mars á næsta ári. Það sem einnig á hlut í betra gengi Lotus er stóraukin gæði smíðinnar og hefur Lotus tekist að gera kraftaverk í þeim efnum á undanförnum tveimur árum. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent
Þótt ótrúlegt megi virðast þá hefur sportbílaframleiðandinn Lotus í Bretlandi ekki skilað hagnaði af starfsemi sinni síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Það hefur breyst í ár og með uppgjöri þriðja ársfjórðungs er reksturinn í plús í ár. Það sem helst veldur þess bætta gengi er góð sala Lotus Elise bílsins í Bandaríkjunum og aukin framleiðslugeta þrátt fyrir fækkun starfsfólks. Í maí árið 2014 unnu 1.200 manns hjá Lotus, en tekin var ákvörðun um að fækka starfsfólki í 800 manns og er það starfsmannafjöldinn í dag. Þrátt fyrir fækkunina hefur framleiðslugetan færst úr 1.200 bílum á ári í 2.000 bíla nú. Lotus gerir sér vonir um að geta framleitt 4.000 bíla við enda áratugarins og þá verða komnar nýjar gerðir bæði Elise og Exige og árið 2022 verður nýr Evora kynntur. Ennfremur er Lotus að íhuga smíði jeppa eða jepplings og ef af því verður býst Lotus við því að framleiðslan verði miklu meiri en 4.000 bílar á ári. Lotus Elise selst eins og áður segir eins og heitar lummur vestanhafs og er kominn biðlisti þar eftir bílnum og þeir sem panta hann í dag eiga von á að fá hann afgreiddan í mars á næsta ári. Það sem einnig á hlut í betra gengi Lotus er stóraukin gæði smíðinnar og hefur Lotus tekist að gera kraftaverk í þeim efnum á undanförnum tveimur árum.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent