Flókið samband vinkvenna Sólveig Gísladóttir skrifar 5. desember 2016 14:00 "Það hvarflaði eiginlega ekki að mér að íslenskur markaður myndi bera þetta hátt í tvö þúsund síðna verk,“ segir Brynja. Mynd/GVA Napólísögur Elenu Ferrante um vinkonurnar Elenu og Lilu njóta geysilegra vinsælda um allan heim. Brynja Cortes Andrésdóttir hefur þýtt þrjár fyrstu bækurnar úr ítölsku og vinnur nú að þeirri fjórðu og síðustu. Sögusvið bókanna er Napólí frá sjötta áratugnum til nútímans en borgin er í miklum metum hjá Brynju. „Napólí hefur eitthvað alveg sérstakt við sig, stór hafnarborg þar sem ólíkir menningarheimar mætast og hafa mæst síðan í fornöld. Hún er auðvitað alræmd glæpaborg en náttúrufegurðin, nálægðin við Vesúvíus og þessi gríska fortíð gera hana hálf goðsögulega. Napólí er ein af mínum uppáhaldsborgum og var það löngu áður en ég fór að þýða bækurnar,“ segir Brynja. Hún hefur ekki komið til borgarinnar síðan hún byrjaði á verkefninu en stefnir á að heimsækja hana á næsta ári og dvelja eitthvað á Suður-Ítalíu þegar fjórða og síðasta Napólísaga Elenu Ferrante verður komin út á íslensku. Napólí spilar stórt hlutverk í bókaflokki hins þekkta ítalska rithöfundar og Brynja segir bækurnar lýsa borginni vel. „Borgin er í raun eins og persóna í sögunni, eða kannski heldur eitthvað undirliggjandi og eyðandi afl sem sögumaður sækir innblástur sinn í.“Kunni ekki staf í ítölsku Við sitjum í notalegri íbúð Brynju í Þingholtunum þar sem hún býr ásamt Andrési syni sínum og kisu sem heitir því skemmtilega nafni Sexan. „Sonur minn fékk að nefna hana þegar hann var þriggja ára,“ segir Brynja góðlátlega. Hún hefur búið í miðbænum síðan hún flutti alfarið heim frá Ítalíu fyrir mörgum árum. „Eftir menntaskóla byrjaði ég í Myndlista- og handíðaskólanum en ákvað síðan að fara til Ítalíu í myndlistarnám. Það var mjög skemmtilegur tími,“ segir Brynja sem talaði varla stakt orð í ítölsku þegar hún flutti út. „Ég fór á byrjendanámskeið í ítölsku og svo þegar ég byrjaði í skólanum neyddist ég til að pikka ítölskuna upp. Smám saman fór ég að lesa meira og meira og síðar, eftir námið, fór ég til Rómar og sótti bókmennta- og málvísindakúrsa.“ Þegar hún settist aftur að á Íslandi fór hún í þýðingafræði í Háskóla Íslands.Kom áhuginn á óvart Brynja hlaut Íslensku þýðingarverðlaunin 2015 fyrir þýðingu á skáldsögunni Ef að vetrarnóttu ferðalangur eftir Italo Calvino. „Það tók mig langan tíma að finna útgefanda að þeirri bók og því hafði ég frekar svarta mynd af markaðnum fyrir þýddar skáldsögur. Ég hafði oft fengið að heyra að Íslendingar hefðu lítinn áhuga á ítölskum og suðurevrópskum bókum almennt, en ég held að þar stjórni framboðið að einhverju leyti eftirspurninni frekar en öfugt. Ég hafði lesið fyrri bækur Elenu Ferrante áður en ég las fjórleikinn og var líka mjög hrifin af þeim. Það hvarflaði eiginlega ekki að mér að íslenskur markaður myndi bera þetta hátt í tvö þúsund síðna verk, það er auðvitað mjög dýrt að gefa þetta út og láta þýða fyrir svo lítinn markað. Þess vegna er mikilvægt að styrkja þýðingar á góðum verkum því við græðum mjög mikið á að fá þessi verk á íslensku, líka þau sem seljast kannski ekki mest. Eldri skáldsögur Ferrante eru frekar stuttar svo ég fór fyrst með eina þeirra og bar það undir Guðrúnu Vilmundardóttur sem þá var útgáfustjóri hjá Bjarti að gefa hana út. Guðrún var þá alveg með puttann á púlsinum, hafði hitt ítalska forleggjara Ferrante á bókamessu í Abú Dabí eða einhvers staðar, og var svo djörf að ráðast í að gefa allan fjórleikinn út en þá voru bækurnar rétt að byrja að slá í gegn í hinum enskumælandi heimi,“ segir Brynja. „Það var greinilega rétt ákvörðun því íslenskir lesendur hafa tekið bókunum vel.“Vinnur að fjórðu bókinni Þriðja bókin, Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi, kom út í haust og Brynja vinnur nú að þýðingu fjórðu bókarinnar. „Hún á að koma út snemma á næsta ári.“ Brynja finnur fyrir spenningi frá fólki sem getur vart beðið eftir að vita hvernig fer. „Mér finnst líka skemmtilegt að karlmenn eru meira og meira að kveikja á þessum bókum, en oft lesa karlar mest bækur eftir aðra karla, ég held það sé oftast alveg ómeðvitað en þeir fara þá á mis við mikið. Annars finnst mér frekar mikið að þýða tvær svona stórar bækur á ári. Mér finnst gott að vinna í skorpum sem ekki er hægt með 500 blaðsíðna bók, þá verður maður að hafa ákveðna rútínu. Þegar lokadagur nálgast fer ég samt að vaka á nóttunni líka og það finnst mér alltaf dálítil stemning.“ Brynja er með skrifstofuaðstöðu í miðbænum með hópi skapandi fólks; mest hönnuðum og arkitektum. „Ég gæti ekki unnið ein heima alla daga. Það er gott að eiga þess kost en mér finnst skemmtilegt að umgangast fólk. Svo fer ég oft bara að umpotta stofublómunum þegar ég ætla að vinna heima.“Bardagi gegn lyginni Hvernig er að þýða Ferrante? „Ferrante hefur frekar yfirlætislausan stíl, en það kraumar alltaf eitthvað undir niðri. Hún lýsti einhvers staðar skriftum sem bardaga gegn lyginni og hún er mjög miskunnarlaus í þeim bardaga. Þannig lýsir hún óþægilegum tilfinningum, breyskum persónuleikum og gengur nærri persónunum og sjálfri sér. „Þegar maður hefur lesið þetta verk til enda hefur maður einhvers konar sýn yfir samfélag og alla einstaklinga þess, svo gott sem frá vöggu til grafar. Og einhverja samkennd eða skilning á þeim öllum, líka mestu hrottunum.“Lila er óvenjuleg músa Bækurnar þykja veita nýja sýn á vinkonusambönd. „Já, það er auðvelt að lifa sig inn í flókið samband Lilu og Elenu en ég er reyndar ekki viss um að þetta sé dæmigert vinkvennasamband, ef slíkt samband er til, en í öllum nánum samböndum eru skuggahliðar og óþægilegar tilfinningar. Elena er sögumaður og sækir, eða telur sig sækja, allan innblástur sinn til Lilu, sem þannig er eins konar músa Elenu allt lífið, þær nærast hvor á annarri, og það er að ég held alls ekki dæmigert fyrir vinkonusambönd. Þær alast líka upp við ofbeldi og ótta og eru hluti af þessari ofbeldismenningu sem þær vilja komast frá eða breyta. Önnur ver sig gegn utanaðkomandi hættu með því að vera hvöss, manipúlatíf og yfirgangssöm og hin með því að passa að öllum líki vel við sig og með því að halda sig í skjóli hinnar. Sú undirgefna nær síðan að mennta sig og nær langt, minnimáttarkenndin verður gagnkvæm og jafnvægið í sambandinu mjög óvenjulegt.“Líst vel á sjónvarpsþætti Elena Ferrante er dulnefni en hinn raunverulegi höfundur var afhjúpaður af blaðamanni í sumar. Skiptir máli að vita það? „Nei, mér finnst það ekki koma mér við hvernig höfundurinn lítur út eða hvað hún gerir í frístundum, held að allt sem fólk þurfi að vita og skipti máli komi fram í verkunum. Rödd rithöfundarins er þar. Mér sýnist fólk reyndar almennt fúlt út í þennan blaðamann og held að hún verði látin í friði að mestu.“ Nú eru í undirbúningi sjónvarpsþættir sem byggðir eru á bókunum. „Mér líst vel á það og er spennt að sjá. Vonandi verða þeir vel gerðir.“Rukkuð um ritverk En hvernig er með Brynju sjálfa, lifa með henni rithöfundadraumar? Hún hlær og svarar: „Það er alltaf verið að rukka mig um mín eigin verk, eins og það sé ekki nóg að þýða annarra bækur. Ef ég ætti að skrifa eitthvað af viti þyrfti ég að einbeita mér algerlega að því í einhvern tíma og ég hef ekki gert það,“ segir hún en bætir kímin við: „Því var reyndar einu sinni spáð fyrir mér að ég ætti eftir að verða merkur rithöfundur í heimalandi mínu en að ég væri með eindæmum seinþroska og lengi að átta mig. Þetta var á austurlensku tehúsi og spámaðurinn virtist virkilega pirraður á mér að vera svona ofboðslega hæg. Svo það er eflaust langt í þetta enn þá,“ segir Brynja og hlær. „Annars tek ég ekki mark á spádómum.“Engir rithöfundadraumar Hvað með myndlistina, sinnirðu henni eitthvað? „Nja, ég er að minnsta kosti ekki virk í neinni senu. Nú er ég reyndar aðeins að vinna, er að teikna vini mína sem pósa sem þekktir munkar og spjátrungar úr sögunni, þetta eru þá svona tvöföld portrett, af vinum mínum og munkunum. En þetta tekur tíma, mestur tími fer í að fá feimna til að sitja fyrir.“ En hvað er næst á dagskrá? „Mér finnst best að plana ekki langt fram í tímann, ég ætla að klára Ferrante og svo í vor ætla ég að þýða nýja bók eftir ungan ítalskan höfund sem heitir Paulo Cognetti. Hún er skrifuð á ljóðrænu og fallegu máli, allt öðruvísi en bækur Ferrante; með fjallgöngum og fersku Alpalofti, þöglum karlmönnum, testósteróni og svona öll dálítið háleit. Ég er spennt að takast á við það.“ Lífið Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Napólísögur Elenu Ferrante um vinkonurnar Elenu og Lilu njóta geysilegra vinsælda um allan heim. Brynja Cortes Andrésdóttir hefur þýtt þrjár fyrstu bækurnar úr ítölsku og vinnur nú að þeirri fjórðu og síðustu. Sögusvið bókanna er Napólí frá sjötta áratugnum til nútímans en borgin er í miklum metum hjá Brynju. „Napólí hefur eitthvað alveg sérstakt við sig, stór hafnarborg þar sem ólíkir menningarheimar mætast og hafa mæst síðan í fornöld. Hún er auðvitað alræmd glæpaborg en náttúrufegurðin, nálægðin við Vesúvíus og þessi gríska fortíð gera hana hálf goðsögulega. Napólí er ein af mínum uppáhaldsborgum og var það löngu áður en ég fór að þýða bækurnar,“ segir Brynja. Hún hefur ekki komið til borgarinnar síðan hún byrjaði á verkefninu en stefnir á að heimsækja hana á næsta ári og dvelja eitthvað á Suður-Ítalíu þegar fjórða og síðasta Napólísaga Elenu Ferrante verður komin út á íslensku. Napólí spilar stórt hlutverk í bókaflokki hins þekkta ítalska rithöfundar og Brynja segir bækurnar lýsa borginni vel. „Borgin er í raun eins og persóna í sögunni, eða kannski heldur eitthvað undirliggjandi og eyðandi afl sem sögumaður sækir innblástur sinn í.“Kunni ekki staf í ítölsku Við sitjum í notalegri íbúð Brynju í Þingholtunum þar sem hún býr ásamt Andrési syni sínum og kisu sem heitir því skemmtilega nafni Sexan. „Sonur minn fékk að nefna hana þegar hann var þriggja ára,“ segir Brynja góðlátlega. Hún hefur búið í miðbænum síðan hún flutti alfarið heim frá Ítalíu fyrir mörgum árum. „Eftir menntaskóla byrjaði ég í Myndlista- og handíðaskólanum en ákvað síðan að fara til Ítalíu í myndlistarnám. Það var mjög skemmtilegur tími,“ segir Brynja sem talaði varla stakt orð í ítölsku þegar hún flutti út. „Ég fór á byrjendanámskeið í ítölsku og svo þegar ég byrjaði í skólanum neyddist ég til að pikka ítölskuna upp. Smám saman fór ég að lesa meira og meira og síðar, eftir námið, fór ég til Rómar og sótti bókmennta- og málvísindakúrsa.“ Þegar hún settist aftur að á Íslandi fór hún í þýðingafræði í Háskóla Íslands.Kom áhuginn á óvart Brynja hlaut Íslensku þýðingarverðlaunin 2015 fyrir þýðingu á skáldsögunni Ef að vetrarnóttu ferðalangur eftir Italo Calvino. „Það tók mig langan tíma að finna útgefanda að þeirri bók og því hafði ég frekar svarta mynd af markaðnum fyrir þýddar skáldsögur. Ég hafði oft fengið að heyra að Íslendingar hefðu lítinn áhuga á ítölskum og suðurevrópskum bókum almennt, en ég held að þar stjórni framboðið að einhverju leyti eftirspurninni frekar en öfugt. Ég hafði lesið fyrri bækur Elenu Ferrante áður en ég las fjórleikinn og var líka mjög hrifin af þeim. Það hvarflaði eiginlega ekki að mér að íslenskur markaður myndi bera þetta hátt í tvö þúsund síðna verk, það er auðvitað mjög dýrt að gefa þetta út og láta þýða fyrir svo lítinn markað. Þess vegna er mikilvægt að styrkja þýðingar á góðum verkum því við græðum mjög mikið á að fá þessi verk á íslensku, líka þau sem seljast kannski ekki mest. Eldri skáldsögur Ferrante eru frekar stuttar svo ég fór fyrst með eina þeirra og bar það undir Guðrúnu Vilmundardóttur sem þá var útgáfustjóri hjá Bjarti að gefa hana út. Guðrún var þá alveg með puttann á púlsinum, hafði hitt ítalska forleggjara Ferrante á bókamessu í Abú Dabí eða einhvers staðar, og var svo djörf að ráðast í að gefa allan fjórleikinn út en þá voru bækurnar rétt að byrja að slá í gegn í hinum enskumælandi heimi,“ segir Brynja. „Það var greinilega rétt ákvörðun því íslenskir lesendur hafa tekið bókunum vel.“Vinnur að fjórðu bókinni Þriðja bókin, Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi, kom út í haust og Brynja vinnur nú að þýðingu fjórðu bókarinnar. „Hún á að koma út snemma á næsta ári.“ Brynja finnur fyrir spenningi frá fólki sem getur vart beðið eftir að vita hvernig fer. „Mér finnst líka skemmtilegt að karlmenn eru meira og meira að kveikja á þessum bókum, en oft lesa karlar mest bækur eftir aðra karla, ég held það sé oftast alveg ómeðvitað en þeir fara þá á mis við mikið. Annars finnst mér frekar mikið að þýða tvær svona stórar bækur á ári. Mér finnst gott að vinna í skorpum sem ekki er hægt með 500 blaðsíðna bók, þá verður maður að hafa ákveðna rútínu. Þegar lokadagur nálgast fer ég samt að vaka á nóttunni líka og það finnst mér alltaf dálítil stemning.“ Brynja er með skrifstofuaðstöðu í miðbænum með hópi skapandi fólks; mest hönnuðum og arkitektum. „Ég gæti ekki unnið ein heima alla daga. Það er gott að eiga þess kost en mér finnst skemmtilegt að umgangast fólk. Svo fer ég oft bara að umpotta stofublómunum þegar ég ætla að vinna heima.“Bardagi gegn lyginni Hvernig er að þýða Ferrante? „Ferrante hefur frekar yfirlætislausan stíl, en það kraumar alltaf eitthvað undir niðri. Hún lýsti einhvers staðar skriftum sem bardaga gegn lyginni og hún er mjög miskunnarlaus í þeim bardaga. Þannig lýsir hún óþægilegum tilfinningum, breyskum persónuleikum og gengur nærri persónunum og sjálfri sér. „Þegar maður hefur lesið þetta verk til enda hefur maður einhvers konar sýn yfir samfélag og alla einstaklinga þess, svo gott sem frá vöggu til grafar. Og einhverja samkennd eða skilning á þeim öllum, líka mestu hrottunum.“Lila er óvenjuleg músa Bækurnar þykja veita nýja sýn á vinkonusambönd. „Já, það er auðvelt að lifa sig inn í flókið samband Lilu og Elenu en ég er reyndar ekki viss um að þetta sé dæmigert vinkvennasamband, ef slíkt samband er til, en í öllum nánum samböndum eru skuggahliðar og óþægilegar tilfinningar. Elena er sögumaður og sækir, eða telur sig sækja, allan innblástur sinn til Lilu, sem þannig er eins konar músa Elenu allt lífið, þær nærast hvor á annarri, og það er að ég held alls ekki dæmigert fyrir vinkonusambönd. Þær alast líka upp við ofbeldi og ótta og eru hluti af þessari ofbeldismenningu sem þær vilja komast frá eða breyta. Önnur ver sig gegn utanaðkomandi hættu með því að vera hvöss, manipúlatíf og yfirgangssöm og hin með því að passa að öllum líki vel við sig og með því að halda sig í skjóli hinnar. Sú undirgefna nær síðan að mennta sig og nær langt, minnimáttarkenndin verður gagnkvæm og jafnvægið í sambandinu mjög óvenjulegt.“Líst vel á sjónvarpsþætti Elena Ferrante er dulnefni en hinn raunverulegi höfundur var afhjúpaður af blaðamanni í sumar. Skiptir máli að vita það? „Nei, mér finnst það ekki koma mér við hvernig höfundurinn lítur út eða hvað hún gerir í frístundum, held að allt sem fólk þurfi að vita og skipti máli komi fram í verkunum. Rödd rithöfundarins er þar. Mér sýnist fólk reyndar almennt fúlt út í þennan blaðamann og held að hún verði látin í friði að mestu.“ Nú eru í undirbúningi sjónvarpsþættir sem byggðir eru á bókunum. „Mér líst vel á það og er spennt að sjá. Vonandi verða þeir vel gerðir.“Rukkuð um ritverk En hvernig er með Brynju sjálfa, lifa með henni rithöfundadraumar? Hún hlær og svarar: „Það er alltaf verið að rukka mig um mín eigin verk, eins og það sé ekki nóg að þýða annarra bækur. Ef ég ætti að skrifa eitthvað af viti þyrfti ég að einbeita mér algerlega að því í einhvern tíma og ég hef ekki gert það,“ segir hún en bætir kímin við: „Því var reyndar einu sinni spáð fyrir mér að ég ætti eftir að verða merkur rithöfundur í heimalandi mínu en að ég væri með eindæmum seinþroska og lengi að átta mig. Þetta var á austurlensku tehúsi og spámaðurinn virtist virkilega pirraður á mér að vera svona ofboðslega hæg. Svo það er eflaust langt í þetta enn þá,“ segir Brynja og hlær. „Annars tek ég ekki mark á spádómum.“Engir rithöfundadraumar Hvað með myndlistina, sinnirðu henni eitthvað? „Nja, ég er að minnsta kosti ekki virk í neinni senu. Nú er ég reyndar aðeins að vinna, er að teikna vini mína sem pósa sem þekktir munkar og spjátrungar úr sögunni, þetta eru þá svona tvöföld portrett, af vinum mínum og munkunum. En þetta tekur tíma, mestur tími fer í að fá feimna til að sitja fyrir.“ En hvað er næst á dagskrá? „Mér finnst best að plana ekki langt fram í tímann, ég ætla að klára Ferrante og svo í vor ætla ég að þýða nýja bók eftir ungan ítalskan höfund sem heitir Paulo Cognetti. Hún er skrifuð á ljóðrænu og fallegu máli, allt öðruvísi en bækur Ferrante; með fjallgöngum og fersku Alpalofti, þöglum karlmönnum, testósteróni og svona öll dálítið háleit. Ég er spennt að takast á við það.“
Lífið Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira