Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. desember 2016 14:57 Í ár eru Barnaheill í samstarfi við spunahópinn Improv Ísland. Mynd/Barnaheill Jólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Er hafið. Safnað er fyrir betri heimi fyrir sýrlensk börn sem hafa þurft að þola hörmungar vegna stríðsins í Sýrlandi og búa við erfiðar aðstæður. Þetta árið snýst átakið um keppni í fyndnustu einstaklingsmyndinni, hópmyndinni - eða fyndnasta myndbandinu þar sem fólk svarar nokkrum Nefndu3 spurningum. Allir í jólapeysum. Myndin - eða myndbandið – er merkt #jolapeysan, deilt á Facebook, Instagram eða Twitter og þátttakendur skora á þrjá aðra að gera hið sama - og láta gott af sér leiða með því að styrkja sýrlensk börn sem eiga um sárt að binda. Í ár eru Barnaheill í samstarfi við spunahópinn Improv Ísland. Jóladagatal með Improv Ísland hópnum er birt á jolapeysan.is. Frá 1. desember birtist nýtt myndband daglega til 10. desember. Á síðunni eru líka Nefndu3 spurningar og tímabjalla fyrir þá sem vilja gera myndband, en þar eru einnig frekari upplýsingar um átakið.Steiney Skúladóttir er með fyrsta innlegg hópsins sem var birt í dag og má sjá hér fyrir neðan.Verðlaun verða veitt á þrettándanum, föstudaginn 6. janúar 2017 í þremur flokkum; fyndnasta myndbandinu, fyndnustu einstaklingsmyndinni og fyndnustu hópmyndinni. Til að styrkja söfnun Barnaheilla er hægt að senda sms-ið „3“ í eitt eftirtalinna söfnunarnúmera: 903 1510 = 1.000 kr. 903 1520 = 2.000 kr. 903 1550 = 5.000 kr. Jólapeysur fást í Hagkaupum og rennur hluti söluverðsins til söfnunarinnar. Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur Jól Nostrað við hátíðarborðið Jól Englahárið á jólatrénu Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólagjafir til útlanda Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Gerðu mikið úr aðventunni Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól
Jólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Er hafið. Safnað er fyrir betri heimi fyrir sýrlensk börn sem hafa þurft að þola hörmungar vegna stríðsins í Sýrlandi og búa við erfiðar aðstæður. Þetta árið snýst átakið um keppni í fyndnustu einstaklingsmyndinni, hópmyndinni - eða fyndnasta myndbandinu þar sem fólk svarar nokkrum Nefndu3 spurningum. Allir í jólapeysum. Myndin - eða myndbandið – er merkt #jolapeysan, deilt á Facebook, Instagram eða Twitter og þátttakendur skora á þrjá aðra að gera hið sama - og láta gott af sér leiða með því að styrkja sýrlensk börn sem eiga um sárt að binda. Í ár eru Barnaheill í samstarfi við spunahópinn Improv Ísland. Jóladagatal með Improv Ísland hópnum er birt á jolapeysan.is. Frá 1. desember birtist nýtt myndband daglega til 10. desember. Á síðunni eru líka Nefndu3 spurningar og tímabjalla fyrir þá sem vilja gera myndband, en þar eru einnig frekari upplýsingar um átakið.Steiney Skúladóttir er með fyrsta innlegg hópsins sem var birt í dag og má sjá hér fyrir neðan.Verðlaun verða veitt á þrettándanum, föstudaginn 6. janúar 2017 í þremur flokkum; fyndnasta myndbandinu, fyndnustu einstaklingsmyndinni og fyndnustu hópmyndinni. Til að styrkja söfnun Barnaheilla er hægt að senda sms-ið „3“ í eitt eftirtalinna söfnunarnúmera: 903 1510 = 1.000 kr. 903 1520 = 2.000 kr. 903 1550 = 5.000 kr. Jólapeysur fást í Hagkaupum og rennur hluti söluverðsins til söfnunarinnar.
Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur Jól Nostrað við hátíðarborðið Jól Englahárið á jólatrénu Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólagjafir til útlanda Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Gerðu mikið úr aðventunni Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól