Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. desember 2016 18:29 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Vísir/Ernir Forsætisráðherra efast stórlega um að mynduð verði ný ríkisstjórn fyrir áramótin. Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar framtíðar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. Það var fundað stíft á Alþingi í dag. Þingmenn vonast til þess að geta afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir jól en það er skammur tími til stefnu. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í dag með þingflokksformönnum og formönnum flokkanna. Stuttur þingfundur var klukkan þrjú þar en þá voru kosnir nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd. Þingið þarf að afgreiða nokkur stór mál fyrir áramótin. Svo sem fjárlögin og frumvörp um lífeyrissjóði og kjararáð. „Það er enn unnið samkvæmt því að það sé mögulegt að klára fyrir jól en tíminn er að verða mjög naumur. Þannig að á morgun geri ég nú ráð fyrir því að það fari að skýrast,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Á meðan að þingmenn standa í ströngu á Alþingi er lítið að frétta af myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Allir eru að reyna bara eins og þeir geta að vinna eins vel og þeir geta í þessum þingnefndum og vinna þessi þingstörf svo bragur sé á,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Benedikt segir hugsanlegt að það takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra tekur í sama streng og segist stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir formenn stjórnmálaflokkanna hafa rætt saman undanfarið en möguleikunum sem í boði eru, þegar mynda á nýja ríkisstjórn, hafi fækkað. „Það er frekar þannig að það hafi lokast dyr og möguleikar á ríkisstjórnarsamstörfum síðustu vikurnar. Ég held að það séu allir dálítið mikið að taka forsetann á orðinu að reyna að finna lausnir,“ segir Óttar og að hann hafi átt samtöl við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um þá stöðu sem er uppi. „Ég held að verkefnin sem að við höfum fyrir okkur, fyrir núna áramótin, að ná saman fjárlögum og þau verkefni sem við þurfum að klára á þinginu þau gefa nú ekki mikinn tíma aukreitis til þess að mynda eins og eina ríkisstjórn. Sérstaklega miðað við hvað það virðist vera erfitt að ná henni saman miðað við síðustu vikurnar,“ segir Óttarr. Alþingi Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Forsætisráðherra efast stórlega um að mynduð verði ný ríkisstjórn fyrir áramótin. Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar framtíðar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. Það var fundað stíft á Alþingi í dag. Þingmenn vonast til þess að geta afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir jól en það er skammur tími til stefnu. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í dag með þingflokksformönnum og formönnum flokkanna. Stuttur þingfundur var klukkan þrjú þar en þá voru kosnir nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd. Þingið þarf að afgreiða nokkur stór mál fyrir áramótin. Svo sem fjárlögin og frumvörp um lífeyrissjóði og kjararáð. „Það er enn unnið samkvæmt því að það sé mögulegt að klára fyrir jól en tíminn er að verða mjög naumur. Þannig að á morgun geri ég nú ráð fyrir því að það fari að skýrast,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Á meðan að þingmenn standa í ströngu á Alþingi er lítið að frétta af myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Allir eru að reyna bara eins og þeir geta að vinna eins vel og þeir geta í þessum þingnefndum og vinna þessi þingstörf svo bragur sé á,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Benedikt segir hugsanlegt að það takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra tekur í sama streng og segist stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir formenn stjórnmálaflokkanna hafa rætt saman undanfarið en möguleikunum sem í boði eru, þegar mynda á nýja ríkisstjórn, hafi fækkað. „Það er frekar þannig að það hafi lokast dyr og möguleikar á ríkisstjórnarsamstörfum síðustu vikurnar. Ég held að það séu allir dálítið mikið að taka forsetann á orðinu að reyna að finna lausnir,“ segir Óttar og að hann hafi átt samtöl við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um þá stöðu sem er uppi. „Ég held að verkefnin sem að við höfum fyrir okkur, fyrir núna áramótin, að ná saman fjárlögum og þau verkefni sem við þurfum að klára á þinginu þau gefa nú ekki mikinn tíma aukreitis til þess að mynda eins og eina ríkisstjórn. Sérstaklega miðað við hvað það virðist vera erfitt að ná henni saman miðað við síðustu vikurnar,“ segir Óttarr.
Alþingi Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira