Ég er vanur að fá smá klapp í lokin Magnús Guðmundsson skrifar 14. desember 2016 10:00 Friðgeir Einarsson, rithöfundur og leikhúsmaður, í grámyglulegum hversdeginum í Reykjavík. Visir/Vilhelm Friðgeir Einarsson hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Stuttu eftir að frumsýna nýtt verk með leikhópnum Kriðpleir sendi hann frá sér sína fyrstu bók. „Það hittir þannig á að það er bæði leikhús og bók í senn en það var ekkert planað þannig,“ segir Friðgeir. Í haust frumsýndi hann verkið Ævisaga einhvers, ásamt leikhópnum Kriðpleir í Tjarnarbíói og skömmu síðar sendi hann frá sér smásagnasafnið Takk fyrir að láta mig vita. Þetta er fyrsta bók Friðgeirs og viðtökurnar hafa verið ljómandi góðar rétt eins og við leiksýningunni. Hversdagurinn er Friðgeiri, og reyndar einnig félögum hans í Kriðpleir, hugleikinn og hann segir að þessi strengur á milli umfjöllunarefnis bókarinnar og sviðsverksins sé í raun líka tilviljun. „En þessi áhugi á hversdagslegu lífi, en við lifum allir mjög hversdagslegu lífi með brauðstriti og að sækja krakka og allt þetta, hefur orðið okkur að umfjöllunarefni. Í bókinni er auðvitað eitthvað úr mínu lífi sem ratar inn eins og gengur og gerist. Stundum snýr þetta að minningum eða þá einhverju sem ég er að fást við hverju sinni. Svo eru aðrar sögur sem eru í bland uppspuni eða fengnar að láni. Þetta snýst kannski helst um einhverja tilfinningu sem mig langar til þess að taka á eða koma frá mér. Bara svona eins og söngvarar syngja um einhverja hluti.“ Mjólkin sem ég kaupi #1 Sonur minn vekur mig klukkan 2:34. Hann segist vilja banana og mjólk. Ég opna augun og horfi framan í hann, hann er rauður í bjarmanum frá vekjaraklukkunni. Ég velti mér fram úr og saman göngum við inn í myrkrið á ganginum, varkárir, leiðumst hönd í hönd, tiplum yfir parketið í stofunni. Tunglið sker út skugga svartra pottablóma og fleygir þeim á gólfið. Við höldum áfram gegnum nóttina og einhvern veginn rötum við alla leið inn í eldhús. Ég opna ísskápinn, andlit okkar eru böðuð ljósi. Það er eins og ég hafi rifið gat á nóttina. Þarna er hann, veruleikinn: hálfur laukur, Worcestershire-sósa, hvítvínsedik og mjólkin sem ég kaupi. Þegar birtir í fyrramálið mun ég setjast inn á skrifstofu. Sleginn hvítu ljósi. Þar brenn ég upp og kulna. Ég dragnast gegnum sótið sem sáldrast af mér. Þurrka það upp. Biðst afsökunar. Held áfram að vinna. Læt mig dreyma um að eitthvað sitji eftir þegar ég hverf. Þannig líður vikan. Úr bókinni Takk fyrir að láta mig vita, eftir Friðgeir Einarsson En skyldi fara vel saman að vinna hópvinnuna í leikhúsinu og svo að fást við skrifin sem alla jafna þykja vera einmanalegur starfi? „Þetta er mín fyrsta bók og við vinnum nú ekki saman allan ársins hring í leikhúsinu, þannig að ég vann bókina meðfram annarri vinnu eða í fríum. En mér finnst reynsla mín úr leikhúsinu skila einhverju í sögurnar og sömuleiðis þá finnst mér skrifin líka gefa í það sem ég geri fyrir leikhúsið. Þó svo þetta séu í raun ákaflega ólík form. Í skrifunum getur maður farið enn nær og ítarlegar í einhverja hluti. Leikhúsið er bundið við einhvern tíma og rými þar sem fólk er lokað inni í einn eða tvo tíma og getur sig hvergi hreyft. Þá þarf að skemmta fólki eða að minnsta kosti gæta þess að fólk einbeiti sér að verkinu en í bókinni getur maður leyft sér að tala lægra og hægar.“ Ævisaga einhvers var sögð besta sýning leikhópsins Kriðpleirs til þessa. Friðgeir hefur unnið í talsverðan tíma innan leikhússins og þar venjast listamennirnir því að fá viðbrögð áhorfendanna beint í æð á staðnum. Hann segir að það séu því óneitanlega talsverð viðbrigði að senda frá sér bók út í jólabókaflóðið. „Þetta var rosalega skrítið til að byrja með. Maður sendi frá sér bók og svo ríkti bara algjör þögn. Fólk talaði bara um að það væri búið að sjá kápuna og fréttatilkynningu á meðan maður er vanur því að fá yfirleitt klapp í lokin, mismikið þó, og eins bregst fólk við í salnum á meðan á sýningunni stendur. En svo er líka munur á því að mistök í leikhúsinu eru farin um leið og maður er búinn að gera þau, maður getur bara farið áfram. Í bókinni er þetta prentað og svo stendur þetta í kjarnorkuvörðu byrgi í Þjóðarbókhlöðunni allt þar til siðmenningin líður undir lok,“ segir Friðgeir og hlær við tilhugsunina. „Þetta er kannski ekkert sérstaklega góð tilfinning en á móti kemur að leiksýning getur gleymst á nokkrum árum á meðan bók getur verið í lestri árum saman ef vel tekst til. Þetta er sénsinn sem maður tekur.“ Aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir afbrýðisemi félaganna úr leikhúsinu þá þvertekur Friðgeir fyrir það. „Þeir eru mjög góðir við mig. Búnir að vera mjög skilningsríkir en hafa reyndar ekki svo ég viti til gefið sér tíma til þess að lesa bókina en mér sárnar það ekkert. Þetta eru uppteknir menn en ef þeir verða ekki búnir að lesa eftir prófin þá fer ég aðeins að hrella þá. Sendi kannski á þá krossapróf til þess að taka stöðuna.“ Verður annars næsta bók um þá og hvaða mann þeir hafa að geyma? „Jú, ætli það ekki. ég held nefnilega að þeir séu helst ósáttir við hvað þeim bregður í raun lítið fyrir í sögunum. Þetta eru sannir leikhúsmenn sem vilja helst lesa um sig,“ segir Friðgeir hlæjandi og meinar greinilega ekki orð af því sem hann var að segja. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember. Bókmenntir Leikhús Höfundatal Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Friðgeir Einarsson hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Stuttu eftir að frumsýna nýtt verk með leikhópnum Kriðpleir sendi hann frá sér sína fyrstu bók. „Það hittir þannig á að það er bæði leikhús og bók í senn en það var ekkert planað þannig,“ segir Friðgeir. Í haust frumsýndi hann verkið Ævisaga einhvers, ásamt leikhópnum Kriðpleir í Tjarnarbíói og skömmu síðar sendi hann frá sér smásagnasafnið Takk fyrir að láta mig vita. Þetta er fyrsta bók Friðgeirs og viðtökurnar hafa verið ljómandi góðar rétt eins og við leiksýningunni. Hversdagurinn er Friðgeiri, og reyndar einnig félögum hans í Kriðpleir, hugleikinn og hann segir að þessi strengur á milli umfjöllunarefnis bókarinnar og sviðsverksins sé í raun líka tilviljun. „En þessi áhugi á hversdagslegu lífi, en við lifum allir mjög hversdagslegu lífi með brauðstriti og að sækja krakka og allt þetta, hefur orðið okkur að umfjöllunarefni. Í bókinni er auðvitað eitthvað úr mínu lífi sem ratar inn eins og gengur og gerist. Stundum snýr þetta að minningum eða þá einhverju sem ég er að fást við hverju sinni. Svo eru aðrar sögur sem eru í bland uppspuni eða fengnar að láni. Þetta snýst kannski helst um einhverja tilfinningu sem mig langar til þess að taka á eða koma frá mér. Bara svona eins og söngvarar syngja um einhverja hluti.“ Mjólkin sem ég kaupi #1 Sonur minn vekur mig klukkan 2:34. Hann segist vilja banana og mjólk. Ég opna augun og horfi framan í hann, hann er rauður í bjarmanum frá vekjaraklukkunni. Ég velti mér fram úr og saman göngum við inn í myrkrið á ganginum, varkárir, leiðumst hönd í hönd, tiplum yfir parketið í stofunni. Tunglið sker út skugga svartra pottablóma og fleygir þeim á gólfið. Við höldum áfram gegnum nóttina og einhvern veginn rötum við alla leið inn í eldhús. Ég opna ísskápinn, andlit okkar eru böðuð ljósi. Það er eins og ég hafi rifið gat á nóttina. Þarna er hann, veruleikinn: hálfur laukur, Worcestershire-sósa, hvítvínsedik og mjólkin sem ég kaupi. Þegar birtir í fyrramálið mun ég setjast inn á skrifstofu. Sleginn hvítu ljósi. Þar brenn ég upp og kulna. Ég dragnast gegnum sótið sem sáldrast af mér. Þurrka það upp. Biðst afsökunar. Held áfram að vinna. Læt mig dreyma um að eitthvað sitji eftir þegar ég hverf. Þannig líður vikan. Úr bókinni Takk fyrir að láta mig vita, eftir Friðgeir Einarsson En skyldi fara vel saman að vinna hópvinnuna í leikhúsinu og svo að fást við skrifin sem alla jafna þykja vera einmanalegur starfi? „Þetta er mín fyrsta bók og við vinnum nú ekki saman allan ársins hring í leikhúsinu, þannig að ég vann bókina meðfram annarri vinnu eða í fríum. En mér finnst reynsla mín úr leikhúsinu skila einhverju í sögurnar og sömuleiðis þá finnst mér skrifin líka gefa í það sem ég geri fyrir leikhúsið. Þó svo þetta séu í raun ákaflega ólík form. Í skrifunum getur maður farið enn nær og ítarlegar í einhverja hluti. Leikhúsið er bundið við einhvern tíma og rými þar sem fólk er lokað inni í einn eða tvo tíma og getur sig hvergi hreyft. Þá þarf að skemmta fólki eða að minnsta kosti gæta þess að fólk einbeiti sér að verkinu en í bókinni getur maður leyft sér að tala lægra og hægar.“ Ævisaga einhvers var sögð besta sýning leikhópsins Kriðpleirs til þessa. Friðgeir hefur unnið í talsverðan tíma innan leikhússins og þar venjast listamennirnir því að fá viðbrögð áhorfendanna beint í æð á staðnum. Hann segir að það séu því óneitanlega talsverð viðbrigði að senda frá sér bók út í jólabókaflóðið. „Þetta var rosalega skrítið til að byrja með. Maður sendi frá sér bók og svo ríkti bara algjör þögn. Fólk talaði bara um að það væri búið að sjá kápuna og fréttatilkynningu á meðan maður er vanur því að fá yfirleitt klapp í lokin, mismikið þó, og eins bregst fólk við í salnum á meðan á sýningunni stendur. En svo er líka munur á því að mistök í leikhúsinu eru farin um leið og maður er búinn að gera þau, maður getur bara farið áfram. Í bókinni er þetta prentað og svo stendur þetta í kjarnorkuvörðu byrgi í Þjóðarbókhlöðunni allt þar til siðmenningin líður undir lok,“ segir Friðgeir og hlær við tilhugsunina. „Þetta er kannski ekkert sérstaklega góð tilfinning en á móti kemur að leiksýning getur gleymst á nokkrum árum á meðan bók getur verið í lestri árum saman ef vel tekst til. Þetta er sénsinn sem maður tekur.“ Aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir afbrýðisemi félaganna úr leikhúsinu þá þvertekur Friðgeir fyrir það. „Þeir eru mjög góðir við mig. Búnir að vera mjög skilningsríkir en hafa reyndar ekki svo ég viti til gefið sér tíma til þess að lesa bókina en mér sárnar það ekkert. Þetta eru uppteknir menn en ef þeir verða ekki búnir að lesa eftir prófin þá fer ég aðeins að hrella þá. Sendi kannski á þá krossapróf til þess að taka stöðuna.“ Verður annars næsta bók um þá og hvaða mann þeir hafa að geyma? „Jú, ætli það ekki. ég held nefnilega að þeir séu helst ósáttir við hvað þeim bregður í raun lítið fyrir í sögunum. Þetta eru sannir leikhúsmenn sem vilja helst lesa um sig,“ segir Friðgeir hlæjandi og meinar greinilega ekki orð af því sem hann var að segja. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember.
Bókmenntir Leikhús Höfundatal Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira