Retro Stefson gáfu út plötu á jólanótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. desember 2016 15:30 Retro Stefson er að hætta. vísir/ernir Hljómsveitin Retro Stefson gaf óvænt út nýja EP-plötu í gær, jóladag, en hljómsveitin hefur ákveðið að hætta og heldur kveðjutónleika í Gamla bíói á föstudag. Platan, sem heitir Scandinavian Pain, kom út rétt eftir miðnætti á jólanótt og er bæði aðgengileg á Spotify og Soundcloud. Á plötunni eru fjögur ný lög, öll á íslensku, en Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn meðlima Retro Stefson, segir í samtali við Vísi að sveitin stefni á að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk í vor og þá muni nokkur lög bætast við. Aðdáendur mega því eiga von á nýju efni á nýju ári frá Retro Stefson þrátt fyrir að sveitin sé að hætta en aðspurður segir Unnsteinn Manuel að það megi segja að um sé að ræða kveðjuplötu sveitarinnar. Búið er að taka upp öll lögin en þau sem eru ókomin út á eftir að mixa.Umslag nýjustu plötu Retro Stefson.„Sum lögin eru síðan fyrir þremur árum, önnur fyrir tveimur árum, það er eitt lag eftir Loga bróður minn, eitt eftir Þórð gítarleikara og Hermigervill hefur síðan verið að taka þetta allt saman og pródúserar megnið af þessu. Ég hef síðan verið að semja textana og taka upp sönginn undanfarna mánuði,“ segir Unnsteinn. Nánast er uppselt á kveðjutónleika sveitarinnar í Gamla bíói á föstudag en sveitin hefur undanfarin ár spilað á tónleikum rétt fyrir áramót. „Vanalega fyrir aðfangadag höfum við selt um 50 miða á tónleikana sem við höfum haldið á þessum tíma undanfarin ár og svo selst allt í vikunni milli jóla og nýárs en núna vorum við búin að selja 500 miða fyrir jól og yfir jólin seldust 150 miðar,“ segir Unnsteinn. Gamla bíó tekur um 750 manns svo aðeins eru um 100 miðar eftir en miðasalan fer fram á tix.is. Hlusta má á plötuna af Spotify í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson gaf óvænt út nýja EP-plötu í gær, jóladag, en hljómsveitin hefur ákveðið að hætta og heldur kveðjutónleika í Gamla bíói á föstudag. Platan, sem heitir Scandinavian Pain, kom út rétt eftir miðnætti á jólanótt og er bæði aðgengileg á Spotify og Soundcloud. Á plötunni eru fjögur ný lög, öll á íslensku, en Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn meðlima Retro Stefson, segir í samtali við Vísi að sveitin stefni á að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk í vor og þá muni nokkur lög bætast við. Aðdáendur mega því eiga von á nýju efni á nýju ári frá Retro Stefson þrátt fyrir að sveitin sé að hætta en aðspurður segir Unnsteinn Manuel að það megi segja að um sé að ræða kveðjuplötu sveitarinnar. Búið er að taka upp öll lögin en þau sem eru ókomin út á eftir að mixa.Umslag nýjustu plötu Retro Stefson.„Sum lögin eru síðan fyrir þremur árum, önnur fyrir tveimur árum, það er eitt lag eftir Loga bróður minn, eitt eftir Þórð gítarleikara og Hermigervill hefur síðan verið að taka þetta allt saman og pródúserar megnið af þessu. Ég hef síðan verið að semja textana og taka upp sönginn undanfarna mánuði,“ segir Unnsteinn. Nánast er uppselt á kveðjutónleika sveitarinnar í Gamla bíói á föstudag en sveitin hefur undanfarin ár spilað á tónleikum rétt fyrir áramót. „Vanalega fyrir aðfangadag höfum við selt um 50 miða á tónleikana sem við höfum haldið á þessum tíma undanfarin ár og svo selst allt í vikunni milli jóla og nýárs en núna vorum við búin að selja 500 miða fyrir jól og yfir jólin seldust 150 miðar,“ segir Unnsteinn. Gamla bíó tekur um 750 manns svo aðeins eru um 100 miðar eftir en miðasalan fer fram á tix.is. Hlusta má á plötuna af Spotify í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira