Þingmenn sýna þroska Hafliði Helgason skrifar 23. desember 2016 07:00 Fyrir áhugafólk um stjórnmál hefur verið áhugavert að fylgjast með störfum þingsins frá því að það kom saman að loknum kosningum. Sérstaklega var umræðna og afgreiðslu fjárlaga beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda eiga menn því að venjast að í umræðum um þau nýti stjórnarandstaða á hverjum tíma tækifærið til að slá pólitískar keilur sem oftar en ekki byggja á því ábyrgðarleysi sem fylgir því að vera í stjórnarandstöðu. Nú er engu slíku að heilsa. Starfandi ríkisstjórn hefur ekki þingmeirihluta og um leið hverfur ábyrgðarleysi annarra þingflokka af fjárlögum næsta árs. Við þessu hefur þingið brugðist með ábyrgum og málefnalegum hætti og unnið úr stöðunni af sanngirni og yfirvegun. Guð láti gott á vita. Við þær kringumstæður sem hér ríkja er afar mikilvægt að ríkið haldi aftur af sér, greiði skuldir og verði ekki sjálfstæður þensluvaldur í hagkerfinu. Þetta verður þeim mun erfiðara sem tekjur ríkisins hækka vegna aukinna umsvifa og alltaf má finna góð mál í samfélaginu sem verðskulda meira fé. Sú var raunin í síðustu uppsveiflu þar sem of mikill slaki varð í ríkisfjármálum og Seðlabankinn skilinn eftir einn á aðhaldsvaktinni. Þó ber að halda því til haga að ríkið greiddi skuldir sínar á tímabilinu og var því betur í stakk búið til að takast á við þau áföll sem síðar fylgdu en ella hefði orðið. Fjármálaráðherra lagði fram nokkuð aðhaldssamt frumvarp, en hefur væntanlega gert sér grein fyrir því í ljósi pólitískrar stöðu að fjárlagafrumvarp sem hefur minnihluta á bak við sig myndi taka einhverjum breytingum. Reikna má með að meðvitað hafi verið naumar skammtað í suma málaflokka með vitund um að þingið myndi bæta í. Sú varð raunin, en þrátt fyrir útgjaldaauka stefnir í frumvarp með sæmilegum afgangi. Enda þótt færa megi rök fyrir því að aðhald í ríkisfjármálum mætti vera meira, þá stefnir allt í að þingið komi í gegn skynsamlegu fjárlagafrumvarpi án starfandi meirihlutastjórnar. Engin hefð er fyrir minnihlutastjórnum á Íslandi. Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir því að stjórnir þurfi að semja mál í gegnum þingið. Þetta fyrirkomulag minnkar sveiflur þegar skiptast á borgaralegar hægristjórnir og vinstristjórnir. Þeir sem til þekkja á Norðurlöndunum kannast við að orðræða milli ólíkra stjórnmálahugmynda er rökrænni og yfirvegaðri en við eigum að venjast hér. Einhvern tíma var lagt upp með að innleiða samræðustjórnmál í íslenskri pólitík. Það hlaut ekki mikinn hljómgrunn á þeim tíma. Sú skotgrafaumræða sem oft einkennir samtöl okkar um helstu mál skilar okkur sjaldnast nokkuð á leið. Kannski má segja að fjárlagafrumvarpið nú sé afrakstur þess að stjórnmálaöfl tóku upp samræðustjórnmál um stund.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Fyrir áhugafólk um stjórnmál hefur verið áhugavert að fylgjast með störfum þingsins frá því að það kom saman að loknum kosningum. Sérstaklega var umræðna og afgreiðslu fjárlaga beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda eiga menn því að venjast að í umræðum um þau nýti stjórnarandstaða á hverjum tíma tækifærið til að slá pólitískar keilur sem oftar en ekki byggja á því ábyrgðarleysi sem fylgir því að vera í stjórnarandstöðu. Nú er engu slíku að heilsa. Starfandi ríkisstjórn hefur ekki þingmeirihluta og um leið hverfur ábyrgðarleysi annarra þingflokka af fjárlögum næsta árs. Við þessu hefur þingið brugðist með ábyrgum og málefnalegum hætti og unnið úr stöðunni af sanngirni og yfirvegun. Guð láti gott á vita. Við þær kringumstæður sem hér ríkja er afar mikilvægt að ríkið haldi aftur af sér, greiði skuldir og verði ekki sjálfstæður þensluvaldur í hagkerfinu. Þetta verður þeim mun erfiðara sem tekjur ríkisins hækka vegna aukinna umsvifa og alltaf má finna góð mál í samfélaginu sem verðskulda meira fé. Sú var raunin í síðustu uppsveiflu þar sem of mikill slaki varð í ríkisfjármálum og Seðlabankinn skilinn eftir einn á aðhaldsvaktinni. Þó ber að halda því til haga að ríkið greiddi skuldir sínar á tímabilinu og var því betur í stakk búið til að takast á við þau áföll sem síðar fylgdu en ella hefði orðið. Fjármálaráðherra lagði fram nokkuð aðhaldssamt frumvarp, en hefur væntanlega gert sér grein fyrir því í ljósi pólitískrar stöðu að fjárlagafrumvarp sem hefur minnihluta á bak við sig myndi taka einhverjum breytingum. Reikna má með að meðvitað hafi verið naumar skammtað í suma málaflokka með vitund um að þingið myndi bæta í. Sú varð raunin, en þrátt fyrir útgjaldaauka stefnir í frumvarp með sæmilegum afgangi. Enda þótt færa megi rök fyrir því að aðhald í ríkisfjármálum mætti vera meira, þá stefnir allt í að þingið komi í gegn skynsamlegu fjárlagafrumvarpi án starfandi meirihlutastjórnar. Engin hefð er fyrir minnihlutastjórnum á Íslandi. Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir því að stjórnir þurfi að semja mál í gegnum þingið. Þetta fyrirkomulag minnkar sveiflur þegar skiptast á borgaralegar hægristjórnir og vinstristjórnir. Þeir sem til þekkja á Norðurlöndunum kannast við að orðræða milli ólíkra stjórnmálahugmynda er rökrænni og yfirvegaðri en við eigum að venjast hér. Einhvern tíma var lagt upp með að innleiða samræðustjórnmál í íslenskri pólitík. Það hlaut ekki mikinn hljómgrunn á þeim tíma. Sú skotgrafaumræða sem oft einkennir samtöl okkar um helstu mál skilar okkur sjaldnast nokkuð á leið. Kannski má segja að fjárlagafrumvarpið nú sé afrakstur þess að stjórnmálaöfl tóku upp samræðustjórnmál um stund.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu