Stöðugleikinn mikilvægur Hafliði Helgason skrifar 30. desember 2016 07:00 Þegar horft er um öxl yfir árið sem er að líða er ekki hægt að segja annað að en að efnahagsmál hafi þróast með betri hætti en nokkur þorði að vona. Staðan er góð, en um leið brothætt og miklu skiptir að skynsamlega verði spilað úr framhaldinu. Fyrir komandi kynslóðir skiptir afar miklu að hér takist að skapa gott samfélag þar sem sköpunarkraftur á öllum sviðum fær notið sín; samfélag hagsældar, menntunar og menningar. Á undanförnum árum hefur tekist að eyða ýmiss konar óvissu um efnahagsstærðir og nú er svo komið að efnahagskerfi sem keyrði sig í þrot með óraunsærri áhættusækni getur á ný tekist á við uppbyggilegri verkefni en að greiða úr eigin vandræðum. Það eru spennandi tímar, en reyna ekki síður á en þegar krísuverkefnin blasa við hvert af öðru. Það er því afar mikilvægt að við tökumst á við komandi vegferð af skynsemi og yfirvegun. Nýtum afl og tækifæri til tekjusköpunar til framtíðar samhliða því að leggja rækt við góð gildi og gott samfélag. Hvert og eitt okkar getur svo litið í eigin barm og spurt sig hvort hegðun og orð séu í samræmi við það sem við teljum skipta máli fyrir góð samskipti manna. Ef horft er til komandi árs mun miklu skipta að takist að halda frið á vinnumarkaði. Fréttablaðið hefur að undanförnu kallað eftir svörum um hvort athafnir muni fylgja orðum varðandi ákvörðun kjararáðs um laun þingmanna. Ljóst er að miklu skiptir að Alþingi taki af alvöru á undirliggjandi óánægju vegna hækkana launa þingmanna og æðstu ráðamanna. Hvernig tekið verður á því mun ráða miklu um hvernig til tekst við að halda sátt á vinnumarkaði og ná fram þeim umbótum sem felast í SALEK-samkomulagi verkalýðsfélaga, atvinnurekenda og opinberra aðila sem á sér fyrirmynd í farsælu módeli sem beitt hefur verið á Norðurlöndunum. Markmiðið með slíku samkomulagi er að byggja grunn undir stöðugleika. Vandamál íslenska hagkerfisins er að við viljum uppsveiflurnar en ekki þær óhjákvæmilegur niðursveiflur sem þeim fylgja. Í þessum efnum sem öðrum er sígandi lukka best. Miklar sveiflur valda búsifjum og sóun, auk þess sem þær bitna mest á þeim sem minnst kunna að lesa í þær. Þær rústa allar áætlanir og spilla nýsköpun. Enda þótt stundum sé lítið úr því gert, þá er stöðugleiki í efnahagsmálum það sem stuðlar best að langtímahagsæld sem flestra. Áræði og áhætta eru nauðsynleg til þess að ný tækifæri skapist, en með óstöðugleika í efnahagslífi breytist slíkt fljótt í fífldirfsku sem enginn mælir bót. Sanngirni og skynsemi eru líklegustu meðulin til þess að skapa skynsamlega sátt í stórum málum. Við eigum mikið undir því að allir þeir sem koma að borðum skynji ábyrgð sína á framtíðinni. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Þegar horft er um öxl yfir árið sem er að líða er ekki hægt að segja annað að en að efnahagsmál hafi þróast með betri hætti en nokkur þorði að vona. Staðan er góð, en um leið brothætt og miklu skiptir að skynsamlega verði spilað úr framhaldinu. Fyrir komandi kynslóðir skiptir afar miklu að hér takist að skapa gott samfélag þar sem sköpunarkraftur á öllum sviðum fær notið sín; samfélag hagsældar, menntunar og menningar. Á undanförnum árum hefur tekist að eyða ýmiss konar óvissu um efnahagsstærðir og nú er svo komið að efnahagskerfi sem keyrði sig í þrot með óraunsærri áhættusækni getur á ný tekist á við uppbyggilegri verkefni en að greiða úr eigin vandræðum. Það eru spennandi tímar, en reyna ekki síður á en þegar krísuverkefnin blasa við hvert af öðru. Það er því afar mikilvægt að við tökumst á við komandi vegferð af skynsemi og yfirvegun. Nýtum afl og tækifæri til tekjusköpunar til framtíðar samhliða því að leggja rækt við góð gildi og gott samfélag. Hvert og eitt okkar getur svo litið í eigin barm og spurt sig hvort hegðun og orð séu í samræmi við það sem við teljum skipta máli fyrir góð samskipti manna. Ef horft er til komandi árs mun miklu skipta að takist að halda frið á vinnumarkaði. Fréttablaðið hefur að undanförnu kallað eftir svörum um hvort athafnir muni fylgja orðum varðandi ákvörðun kjararáðs um laun þingmanna. Ljóst er að miklu skiptir að Alþingi taki af alvöru á undirliggjandi óánægju vegna hækkana launa þingmanna og æðstu ráðamanna. Hvernig tekið verður á því mun ráða miklu um hvernig til tekst við að halda sátt á vinnumarkaði og ná fram þeim umbótum sem felast í SALEK-samkomulagi verkalýðsfélaga, atvinnurekenda og opinberra aðila sem á sér fyrirmynd í farsælu módeli sem beitt hefur verið á Norðurlöndunum. Markmiðið með slíku samkomulagi er að byggja grunn undir stöðugleika. Vandamál íslenska hagkerfisins er að við viljum uppsveiflurnar en ekki þær óhjákvæmilegur niðursveiflur sem þeim fylgja. Í þessum efnum sem öðrum er sígandi lukka best. Miklar sveiflur valda búsifjum og sóun, auk þess sem þær bitna mest á þeim sem minnst kunna að lesa í þær. Þær rústa allar áætlanir og spilla nýsköpun. Enda þótt stundum sé lítið úr því gert, þá er stöðugleiki í efnahagsmálum það sem stuðlar best að langtímahagsæld sem flestra. Áræði og áhætta eru nauðsynleg til þess að ný tækifæri skapist, en með óstöðugleika í efnahagslífi breytist slíkt fljótt í fífldirfsku sem enginn mælir bót. Sanngirni og skynsemi eru líklegustu meðulin til þess að skapa skynsamlega sátt í stórum málum. Við eigum mikið undir því að allir þeir sem koma að borðum skynji ábyrgð sína á framtíðinni. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.