Tryggð við rafmagnsbíla mest Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2017 10:31 Renault Zoe virðist líka mjög eigendum sínum. Tryggð kaupenda við ákveðnar bíltegundir er draumur bílaframleiðenda og því fleiri sem endurnýja bíla sína með sögum tegund, þeim mun betra, enda er það besta auglýsing sem hugsast getur. Hið gagnstæða fyrir orðspor bifreiðategunda er að neytendur vilji ekki sömu tegund aftur og því verra sem þeir eru fleiri. Nú hefur komið í ljós í könnun hins bandaríska Consumer Reports að eigendur rafbíla og tengiltvinnbíla eru þeir bifreiðaeigendur sem tryggastir eru sínum tegundum og mest er tryggð þeirra sem eiga Renault Zoe. Eigendur Tesla bíla hafa löngum þótt sérlega tryggir sinni tegund. Það kemur því á óvart að Tesla er ekki í efsta sætinu í þessari könnun Consumer Reports heldur er það hinn franski Renault Zoe. 97 prósent eigenda Tesla S sögðust aðspurðir myndu endurnýja bíla sína með nýjum Tesla S. En 100 prósent eigenda Renault Zoe kváðust myndu endurnýja í annan Zoe þegar þar að kæmi. Könnunin nær til allra rafbíla og tengiltvinnbíla af árgerðum 2013-2017. Að meðaltali er tryggð kaupenda gagnvart öllum tegundunum 89 prósent. Minnst reyndist tryggð eigenda Mitsubishi Outlander PHEV. 85% kváðust myndu endurnýja í sömu tegund aftur. Langflestir aðspurðra voru þó ánægðir með bílinn í sjálfu sér en kvörtuðu undan smágöllum eins og þeim að farsíma-appið í bílnum væri flókið og erfitt að fá það til að virka rétt. Grein þessi birtist fyrst á fib.is.Hlutfall eigenda sem vilja endurnýja í sömu tegund:BMW i3: 96% Mitsubishi Outlander PHEV: 85% Nissan Leaf: 93% Renault Zoe: 100% Tesla Model S: 97% Volkswagen Passat GTE: 93% Volvo V60 Twin Engine: 95% Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent
Tryggð kaupenda við ákveðnar bíltegundir er draumur bílaframleiðenda og því fleiri sem endurnýja bíla sína með sögum tegund, þeim mun betra, enda er það besta auglýsing sem hugsast getur. Hið gagnstæða fyrir orðspor bifreiðategunda er að neytendur vilji ekki sömu tegund aftur og því verra sem þeir eru fleiri. Nú hefur komið í ljós í könnun hins bandaríska Consumer Reports að eigendur rafbíla og tengiltvinnbíla eru þeir bifreiðaeigendur sem tryggastir eru sínum tegundum og mest er tryggð þeirra sem eiga Renault Zoe. Eigendur Tesla bíla hafa löngum þótt sérlega tryggir sinni tegund. Það kemur því á óvart að Tesla er ekki í efsta sætinu í þessari könnun Consumer Reports heldur er það hinn franski Renault Zoe. 97 prósent eigenda Tesla S sögðust aðspurðir myndu endurnýja bíla sína með nýjum Tesla S. En 100 prósent eigenda Renault Zoe kváðust myndu endurnýja í annan Zoe þegar þar að kæmi. Könnunin nær til allra rafbíla og tengiltvinnbíla af árgerðum 2013-2017. Að meðaltali er tryggð kaupenda gagnvart öllum tegundunum 89 prósent. Minnst reyndist tryggð eigenda Mitsubishi Outlander PHEV. 85% kváðust myndu endurnýja í sömu tegund aftur. Langflestir aðspurðra voru þó ánægðir með bílinn í sjálfu sér en kvörtuðu undan smágöllum eins og þeim að farsíma-appið í bílnum væri flókið og erfitt að fá það til að virka rétt. Grein þessi birtist fyrst á fib.is.Hlutfall eigenda sem vilja endurnýja í sömu tegund:BMW i3: 96% Mitsubishi Outlander PHEV: 85% Nissan Leaf: 93% Renault Zoe: 100% Tesla Model S: 97% Volkswagen Passat GTE: 93% Volvo V60 Twin Engine: 95%
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent