Obama-hjónin sögð plana stjörnum prýtt kveðjupartí Birgir Olgeirsson skrifar 5. janúar 2017 15:21 Barack og Michelle Obama. Vísir/EPA Barack Obama eru sagður ætla að kveðja embætti forseta Bandaríkjanna með rosalegri veislu annað kvöld þar sem hver stjarnan á fætur annarri er sögð ætla að heiðra hann með nærveru sinni.Greint er frá því á vef Telegraph að tónlistarmennirnir Beyonce, Jay Z, Paul McCartney, Bruce Springsteen og Chance the Rapper séu á meðal þeirra sem munu mæta í þessa veislu sem er ætluð nánum vinum forsetans fráfarandi og stærstu styrktaraðilum hans.Barack hafði sagt við People Magazine fyrir skemmstu að hann og Michelle Obama væru að plana kveðjupartíið í Hvíta húsinu sem færi í sögubækurnar. Talsmenn Hvíta hússins hafa neitað að tjá sig um veisluna en Washington Post hefur greint frá því að innanbúðarmenn þar á bæ hafi nú þegar lekið boðslistanum og að á honum sé að finna tónlistarmanninn Usher, leikarann Samuel L. Jackson og spjallþáttadrottninguna Oprah Winfrey. Því er einnig haldið fram að tónlistarmaðurinn Stevie Wonder, leikstjórinn JJ Abrams og leikstjórinn George Lucas verði á meðal boðsgesta. Eftir kveðjupartíið mun Barack Obama ferðast til Chicago-borgar þar sem hann mun flytja kveðjuávarp sitt 10. janúar næstkomandi. Þessar fregnir um þetta stjörnum prýdda kveðjupartí Obama koma á sama tíma og fjöldi tónlistarmanna hafa neitað að koma fram innsetningarathöfn Donalds Trump. Tónlistarmaðurinn John Legend sagði við breska ríkisútvarpið BBC í desember síðastliðnum að hann væri ekki hissa á því. „Skapandi fólk á það til að hafna fordómum og hatri. Við erum frjálslyndari í hugsun. Þegar við sjáum einhvern tala fyrir aðskilnaði, hatri og fordómum, þá er ólíklegt að skapandi fólk vilji tengjast honum.“ Aretha Franklin söng þegar Barack Obama var settur inn í embætti í fyrsta skiptið en Beyonce gerði það í seinna skiptið. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Barack Obama eru sagður ætla að kveðja embætti forseta Bandaríkjanna með rosalegri veislu annað kvöld þar sem hver stjarnan á fætur annarri er sögð ætla að heiðra hann með nærveru sinni.Greint er frá því á vef Telegraph að tónlistarmennirnir Beyonce, Jay Z, Paul McCartney, Bruce Springsteen og Chance the Rapper séu á meðal þeirra sem munu mæta í þessa veislu sem er ætluð nánum vinum forsetans fráfarandi og stærstu styrktaraðilum hans.Barack hafði sagt við People Magazine fyrir skemmstu að hann og Michelle Obama væru að plana kveðjupartíið í Hvíta húsinu sem færi í sögubækurnar. Talsmenn Hvíta hússins hafa neitað að tjá sig um veisluna en Washington Post hefur greint frá því að innanbúðarmenn þar á bæ hafi nú þegar lekið boðslistanum og að á honum sé að finna tónlistarmanninn Usher, leikarann Samuel L. Jackson og spjallþáttadrottninguna Oprah Winfrey. Því er einnig haldið fram að tónlistarmaðurinn Stevie Wonder, leikstjórinn JJ Abrams og leikstjórinn George Lucas verði á meðal boðsgesta. Eftir kveðjupartíið mun Barack Obama ferðast til Chicago-borgar þar sem hann mun flytja kveðjuávarp sitt 10. janúar næstkomandi. Þessar fregnir um þetta stjörnum prýdda kveðjupartí Obama koma á sama tíma og fjöldi tónlistarmanna hafa neitað að koma fram innsetningarathöfn Donalds Trump. Tónlistarmaðurinn John Legend sagði við breska ríkisútvarpið BBC í desember síðastliðnum að hann væri ekki hissa á því. „Skapandi fólk á það til að hafna fordómum og hatri. Við erum frjálslyndari í hugsun. Þegar við sjáum einhvern tala fyrir aðskilnaði, hatri og fordómum, þá er ólíklegt að skapandi fólk vilji tengjast honum.“ Aretha Franklin söng þegar Barack Obama var settur inn í embætti í fyrsta skiptið en Beyonce gerði það í seinna skiptið.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira