Fann húðflúr sitt til sölu í netverslun: „Má þetta bara?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. janúar 2017 19:34 Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á netverslun. Vísir/Skjáskot Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á vefversluninni Zazzle. Eydís segist hafa ætlað að sýna vinnufélaga sínum mynd af flúrinu og hafi leitað af hönnuninni í gegnum leitarvélina Google í stað þess að lyfta bolnum sínum. Þá hafi hún séð sams konar mynd á hinum ýmsa varningi. „Þá sé ég sömu mynd. Hún er ekki alveg nákvæmlega sú sama en samt er þetta mitt. Ég fer að skoða þetta betur og þá er þetta komið á stílabækur, pennaveski og hátalara og verð að selja þetta á fúlgur fjár. Mitt tattú sem ég bjó til,“ segir Eydís í samtali við Vísi.Hannaði flúrið með listamanninum Eydís fékk sér flúrið í nóvember 2013 og var það Gunnar Valdimarsson, oft betur þekktur sem Gunnar V, sem flúraði Eydísi. Hún segist hafa haft samband við Gunnar í dag vegna málsins en ekki fengið nein svör enn. Hún segir þau Gunnar hafa hannað flúrið í sameiningu. „Ég var búin að ákveða að fá mér demant og var mjög hrifin af svokölluðum trash polka stíl. Ég sagði honum að ég vildi fá trash polka í kring í staðinn fyrir skugga. Við búum þetta til saman og síðan setur hann þetta á mig. Þetta er fyrsti demanturinn í þessum stíl, ég tékkaði á því 2013,“ segir Eydís og bendir á að slái maður inn leitarorðin „trash polka diamond“ í leitarvélina Google komi fyrst upp mynd af flúrinu hennar. Jafnframt sendi hún skilaboð á umsjónarmenn Zazzle. „Ég er ekki búin að heyra frá neinum en mér finnst þetta bara ekkert í lagi, að þau breyti þessu um tvö prósent og þá sé þetta þeirra eigin hönnun. Þau eru að selja hátalara með myndinni minni á 34 pund.“ Eydís segist ekki vera viss um hvort hún hyggist leita réttar síns vegna málsins. „Íslenskir ríkisborgarar hafa engan rétt á einu eða neinu. Þú getur kært eins og þú vilt en þá ertu bara ða láta fólk taka peninga af þér. Þú færð ekki neitt ef þú ert íslendingur. Jú, ef þú missir putta þá færðu nokkrar milljónir en það er það eina. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara í þetta. Mig langar ekki að fara að gera eitthvað fyrir ekki neitt.“ Húðflúr Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á vefversluninni Zazzle. Eydís segist hafa ætlað að sýna vinnufélaga sínum mynd af flúrinu og hafi leitað af hönnuninni í gegnum leitarvélina Google í stað þess að lyfta bolnum sínum. Þá hafi hún séð sams konar mynd á hinum ýmsa varningi. „Þá sé ég sömu mynd. Hún er ekki alveg nákvæmlega sú sama en samt er þetta mitt. Ég fer að skoða þetta betur og þá er þetta komið á stílabækur, pennaveski og hátalara og verð að selja þetta á fúlgur fjár. Mitt tattú sem ég bjó til,“ segir Eydís í samtali við Vísi.Hannaði flúrið með listamanninum Eydís fékk sér flúrið í nóvember 2013 og var það Gunnar Valdimarsson, oft betur þekktur sem Gunnar V, sem flúraði Eydísi. Hún segist hafa haft samband við Gunnar í dag vegna málsins en ekki fengið nein svör enn. Hún segir þau Gunnar hafa hannað flúrið í sameiningu. „Ég var búin að ákveða að fá mér demant og var mjög hrifin af svokölluðum trash polka stíl. Ég sagði honum að ég vildi fá trash polka í kring í staðinn fyrir skugga. Við búum þetta til saman og síðan setur hann þetta á mig. Þetta er fyrsti demanturinn í þessum stíl, ég tékkaði á því 2013,“ segir Eydís og bendir á að slái maður inn leitarorðin „trash polka diamond“ í leitarvélina Google komi fyrst upp mynd af flúrinu hennar. Jafnframt sendi hún skilaboð á umsjónarmenn Zazzle. „Ég er ekki búin að heyra frá neinum en mér finnst þetta bara ekkert í lagi, að þau breyti þessu um tvö prósent og þá sé þetta þeirra eigin hönnun. Þau eru að selja hátalara með myndinni minni á 34 pund.“ Eydís segist ekki vera viss um hvort hún hyggist leita réttar síns vegna málsins. „Íslenskir ríkisborgarar hafa engan rétt á einu eða neinu. Þú getur kært eins og þú vilt en þá ertu bara ða láta fólk taka peninga af þér. Þú færð ekki neitt ef þú ert íslendingur. Jú, ef þú missir putta þá færðu nokkrar milljónir en það er það eina. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara í þetta. Mig langar ekki að fara að gera eitthvað fyrir ekki neitt.“
Húðflúr Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira