Segja aðgerðir Obama beinast gegn Trump en ekki Putin Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2017 13:15 Barack Obama, Vladimir Putin og Donald Trump. Vísir/GETTY/AFP Stuðningsmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, segja refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera í raun beint gegn Trump. Kellyanne Conway, talskona framboðs Trump og verðandi ráðgjafi hans, gaf í skyn í gærkvöldi að markmið Barack Obama hefði verið að binda hendur Trump þegar kæmi að samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands. Trump hefur sagt að hann vilji laga samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en stjórnvöld í Bandaríkjunum og margir þingmenn líta á Rússa sem sýna helstu andstæðinga. Samband ríkjanna hefur farið verulega versnandi á undanförnum árum.Rudy Giulianai, einn helsti stuðningsmaður Trump og meðlimur í kosningateymi hans, sagði fyrir helgi að þær upplýsingar sem kæmu frá leyniþjónustum Bandaríkjanna væru „pólitískar“ og að ekki væri hægt að treysta þeim. Trump þyrfti að fá sitt eigið fólk til að fara yfir upplýsingarnar og meta þær. Þá hefur aðstoðarmaður Trump og verðandi talsmaður Hvíta hússins sagt að refsiaðgerðir Bandaríkjanna væru mögulega of harðar. FBI, CIA, Homeland Security og aðrar öryggisstofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að tilgangur árásanna og annarra aðgerða Rússa hafi verið að hafa áhrif á kosningarnar.Trump hefur ítrekað hvorki viljað samþykkja að Rússar hafi gert tölvuárásir á tölvukerfi Demókrataflokksins og aðila sem tengjast framboði Hillary Clinton og að þeir hafi beitt sér til þess að hjálpa honum að vinna kosningarnar. Þá hefur hann vitnað í Vladimir Putin til þess að lýsa þeirri skoðun sinni að ásakanirnar séu einungis til komnar vegna þess að demókratar séu tapsárir og að þeir ættu frekar að líta sér nær.If Russia, or some other entity, was hacking, why did the White House wait so long to act? Why did they only complain after Hillary lost?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2016 Trump hefur verið sakaður um að draga úr trúverðugleika öryggisstofnanna Bandaríkjanna og hafa yfirlýsingar hans skapað deilur á milli forsetans verðandi og hóps þingmanna sem vilja að árásir Rússa verði rannsakaðar frekar og hafa jafnvel kallað eftir harðari refsingum.Obama gaf í raun tvær ástæður fyrir aðgerðunum. Þær væru annars vegar til komnar vegna þess mikla áreitis sem bandarískir erindrekar hafa orðið fyrir frá lögreglu og öryggissveitum í Rússlandi og hins vegar vegna tölvuárása Rússlands í Bandaríkjunum og tilraunum þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með árásunum.Sjá einnig: Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Auk þess sagði hann að aðgerðirnar sem voru tilkynntar væru ekki þær einu sem Bandaríkin ætluðu sér að beita. Einhverjar aðgerðir yrðu ekki tilkynntar opinberlega. Í haust sendu sautján bandarískar leyniþjónustur frá sér tilkynningu þar sem því var lýst yfir að Rússar bæru ábyrgð á fjölda tölvurárása í Bandaríkjunum og þar á meðal væru árásirnar á demókrata. Þá sagði Trump að það væri ómögulegt að vita hver hefði gert árásirnar. Hann hefur sagt að mögulega hefði Kína gert þær, einhver 200 kílóa maður í rúminu sínu eða einhver í kjallara í New Jersey. Þá hefur Trump einnig haldið því fram að ómögulegt væri að segja til um hver hefði staðið að baki árásunum án þess að „góma þá í miðjum klíðum“.Unless you catch "hackers" in the act, it is very hard to determine who was doing the hacking. Why wasn't this brought up before election?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2016 Vladimir Putin, tilkynnti svo að stjórnvöld í Rússlandi myndu ekki bregðast við refsiaðgerðum Bandaríkjanna strax. Þess í stað yrði beðið eftir því að Trump tæki við völdum þann 20. janúar og næstu skref yrðu ákveðin eftir það.Trump hefur nú haldið því fram að hann búi yfir upplýsingum sem aðrir vita ekki og hann ætli sér að opinbera þær á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. Hann mun funda í vikunni með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna um málið. ,,Ég vil að þeir séu vissir. Ég held að þetta sé ósanngjarnt ef þeir vita það ekki. Ég veit mikið um tölvuárásir. Það er mjög erfitt að sanna hver stendur að baki slíkum árásum. Ég veit líka hluti sem annað fólk veit ekki svo við getum ekki verið viss,” sagði Trump á gamlársdag.Voru gómaðir í verki Landsnefnd Demókrataflokksins fékk öryggisfyrirtækið CrowdStrike til að rannsaka tölvuárásirnar gegn flokknum í vor, eftir að FBI varaði flokkinn við því að hakkarar hefðu mögulega brotið sér leið inn í tölvukerfi þeirra. Þá hafði öryggisfyrirtækið SecureWorks verið að fylgjast með grunsamlegum tölvupóstum sem höfðu verið sendir á starfsmenn landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) og framboð Hillary Clinton. Niðurstaða þess fyrirtækis var að hakkarar á vegum rússneskra yfirvalda væru að störfum þar.Dmitri Alperovitch, eigandi CrowdStrike, hefur sagt að þeir hafi gómað hakkarana að verki þegar demókratar réðu þá í maí. Þeir hafi fylgst með hökkurunum inni í kerfi Demókrataflokksins.Niðurstöður CrowdStrike voru að tveir mismunandi hópar hefðu komið að árásunum. Hóparnir hafa verið nefndir Cozy Bear og Fancy Bear. Fyrri hópurinn er sagður vera rekinn af leyniþjónustu Rússlands, FSB, og seinni hópurinn af leyniþjónustu hersins, GRU. Báðir hóparnir hafa verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir á stofnanir, samtök, skóla og fleira um allan heim á undanförnum árum. Kóðar, vefþjónar og önnur tól, sem áður höfðu verið tengdir við hópana tvö voru notaðir við árásirnar á Demókrataflokkinn. Aðrir sérfræðingar og öryggisfyrirtæki voru sammála niðurstöðum CrowdStrike. Málið þykir í raun útrætt meðal sérfræðinga. Hópar tölvuhakkara sem vinna fyrir leyniþjónustur Rússlands gerðu tölvuárásir á, meðal annars, Demókrataflokkinn og aðila sem komu að framboði Hillary Clinton. Tölvupóstar og önnur gögn sem komu framboðinu illa voru síðan birtir af Wikileaks. Julian Assange, neitar þó að Rússar hafi látið Wikileaks hafa gögnin. Sterkustu vísbendingarnar komu þó nú nýverið í ljós. CrowdStrike fann að sami kóði sem var notaður í árásunum á demókrata var einnig notaður gegn her Úkraínu. Nánar tiltekið fannst kóðinn í forriti sem stórskotaliðshermenn notuðu til að miða vopnum sínum.Fancy Bear hafði komist inn í forritið og gat notað það til að staðsetja stórskotalið Úkraínuhers. Í samtali við Forbes segir Alperovitch að Fancy Bear hafi mögulega valdið stórskaða gegn stórskotaliði Úkraínuhers með því að hakka forritið. Á tveimur árum hafi um 80 prósent af stórskotaliðinu verið eytt. Nýlega birtu samtökin Bellingcat niðurstöður úr rannsókn sinni sem sýndi fram á að Rússar hefðu reglulega beitt stórskotaliði sínu gegn Úkraínuher og skotið yfir landamæri ríkjanna.Cozy Bear og Fancy Bear hafa um árabil verið bendlaðir við árásir á ríkisstjórnir þjóða í NATO og heri þeirra, vopnaframleiðendur og jafnvel blaðamenn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ætlar að kynna sér staðreyndir um tölvuárásir Rússa Donald Trump segist ætla að funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. 29. desember 2016 23:39 Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Trump um tölvuárásir Rússa: Ég veit hluti sem annað fólk veit ekki Næsti forseti Bandaríkjanna heldur áfram að efast um sannleiksgildi upplýsinga bandarískra stofnana um tölvuárásir Rússa. 1. janúar 2017 16:41 Trump hrósar „mjög snjöllum“ Putin Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. 30. desember 2016 21:00 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Stuðningsmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, segja refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera í raun beint gegn Trump. Kellyanne Conway, talskona framboðs Trump og verðandi ráðgjafi hans, gaf í skyn í gærkvöldi að markmið Barack Obama hefði verið að binda hendur Trump þegar kæmi að samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands. Trump hefur sagt að hann vilji laga samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en stjórnvöld í Bandaríkjunum og margir þingmenn líta á Rússa sem sýna helstu andstæðinga. Samband ríkjanna hefur farið verulega versnandi á undanförnum árum.Rudy Giulianai, einn helsti stuðningsmaður Trump og meðlimur í kosningateymi hans, sagði fyrir helgi að þær upplýsingar sem kæmu frá leyniþjónustum Bandaríkjanna væru „pólitískar“ og að ekki væri hægt að treysta þeim. Trump þyrfti að fá sitt eigið fólk til að fara yfir upplýsingarnar og meta þær. Þá hefur aðstoðarmaður Trump og verðandi talsmaður Hvíta hússins sagt að refsiaðgerðir Bandaríkjanna væru mögulega of harðar. FBI, CIA, Homeland Security og aðrar öryggisstofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að tilgangur árásanna og annarra aðgerða Rússa hafi verið að hafa áhrif á kosningarnar.Trump hefur ítrekað hvorki viljað samþykkja að Rússar hafi gert tölvuárásir á tölvukerfi Demókrataflokksins og aðila sem tengjast framboði Hillary Clinton og að þeir hafi beitt sér til þess að hjálpa honum að vinna kosningarnar. Þá hefur hann vitnað í Vladimir Putin til þess að lýsa þeirri skoðun sinni að ásakanirnar séu einungis til komnar vegna þess að demókratar séu tapsárir og að þeir ættu frekar að líta sér nær.If Russia, or some other entity, was hacking, why did the White House wait so long to act? Why did they only complain after Hillary lost?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2016 Trump hefur verið sakaður um að draga úr trúverðugleika öryggisstofnanna Bandaríkjanna og hafa yfirlýsingar hans skapað deilur á milli forsetans verðandi og hóps þingmanna sem vilja að árásir Rússa verði rannsakaðar frekar og hafa jafnvel kallað eftir harðari refsingum.Obama gaf í raun tvær ástæður fyrir aðgerðunum. Þær væru annars vegar til komnar vegna þess mikla áreitis sem bandarískir erindrekar hafa orðið fyrir frá lögreglu og öryggissveitum í Rússlandi og hins vegar vegna tölvuárása Rússlands í Bandaríkjunum og tilraunum þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með árásunum.Sjá einnig: Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Auk þess sagði hann að aðgerðirnar sem voru tilkynntar væru ekki þær einu sem Bandaríkin ætluðu sér að beita. Einhverjar aðgerðir yrðu ekki tilkynntar opinberlega. Í haust sendu sautján bandarískar leyniþjónustur frá sér tilkynningu þar sem því var lýst yfir að Rússar bæru ábyrgð á fjölda tölvurárása í Bandaríkjunum og þar á meðal væru árásirnar á demókrata. Þá sagði Trump að það væri ómögulegt að vita hver hefði gert árásirnar. Hann hefur sagt að mögulega hefði Kína gert þær, einhver 200 kílóa maður í rúminu sínu eða einhver í kjallara í New Jersey. Þá hefur Trump einnig haldið því fram að ómögulegt væri að segja til um hver hefði staðið að baki árásunum án þess að „góma þá í miðjum klíðum“.Unless you catch "hackers" in the act, it is very hard to determine who was doing the hacking. Why wasn't this brought up before election?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2016 Vladimir Putin, tilkynnti svo að stjórnvöld í Rússlandi myndu ekki bregðast við refsiaðgerðum Bandaríkjanna strax. Þess í stað yrði beðið eftir því að Trump tæki við völdum þann 20. janúar og næstu skref yrðu ákveðin eftir það.Trump hefur nú haldið því fram að hann búi yfir upplýsingum sem aðrir vita ekki og hann ætli sér að opinbera þær á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. Hann mun funda í vikunni með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna um málið. ,,Ég vil að þeir séu vissir. Ég held að þetta sé ósanngjarnt ef þeir vita það ekki. Ég veit mikið um tölvuárásir. Það er mjög erfitt að sanna hver stendur að baki slíkum árásum. Ég veit líka hluti sem annað fólk veit ekki svo við getum ekki verið viss,” sagði Trump á gamlársdag.Voru gómaðir í verki Landsnefnd Demókrataflokksins fékk öryggisfyrirtækið CrowdStrike til að rannsaka tölvuárásirnar gegn flokknum í vor, eftir að FBI varaði flokkinn við því að hakkarar hefðu mögulega brotið sér leið inn í tölvukerfi þeirra. Þá hafði öryggisfyrirtækið SecureWorks verið að fylgjast með grunsamlegum tölvupóstum sem höfðu verið sendir á starfsmenn landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) og framboð Hillary Clinton. Niðurstaða þess fyrirtækis var að hakkarar á vegum rússneskra yfirvalda væru að störfum þar.Dmitri Alperovitch, eigandi CrowdStrike, hefur sagt að þeir hafi gómað hakkarana að verki þegar demókratar réðu þá í maí. Þeir hafi fylgst með hökkurunum inni í kerfi Demókrataflokksins.Niðurstöður CrowdStrike voru að tveir mismunandi hópar hefðu komið að árásunum. Hóparnir hafa verið nefndir Cozy Bear og Fancy Bear. Fyrri hópurinn er sagður vera rekinn af leyniþjónustu Rússlands, FSB, og seinni hópurinn af leyniþjónustu hersins, GRU. Báðir hóparnir hafa verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir á stofnanir, samtök, skóla og fleira um allan heim á undanförnum árum. Kóðar, vefþjónar og önnur tól, sem áður höfðu verið tengdir við hópana tvö voru notaðir við árásirnar á Demókrataflokkinn. Aðrir sérfræðingar og öryggisfyrirtæki voru sammála niðurstöðum CrowdStrike. Málið þykir í raun útrætt meðal sérfræðinga. Hópar tölvuhakkara sem vinna fyrir leyniþjónustur Rússlands gerðu tölvuárásir á, meðal annars, Demókrataflokkinn og aðila sem komu að framboði Hillary Clinton. Tölvupóstar og önnur gögn sem komu framboðinu illa voru síðan birtir af Wikileaks. Julian Assange, neitar þó að Rússar hafi látið Wikileaks hafa gögnin. Sterkustu vísbendingarnar komu þó nú nýverið í ljós. CrowdStrike fann að sami kóði sem var notaður í árásunum á demókrata var einnig notaður gegn her Úkraínu. Nánar tiltekið fannst kóðinn í forriti sem stórskotaliðshermenn notuðu til að miða vopnum sínum.Fancy Bear hafði komist inn í forritið og gat notað það til að staðsetja stórskotalið Úkraínuhers. Í samtali við Forbes segir Alperovitch að Fancy Bear hafi mögulega valdið stórskaða gegn stórskotaliði Úkraínuhers með því að hakka forritið. Á tveimur árum hafi um 80 prósent af stórskotaliðinu verið eytt. Nýlega birtu samtökin Bellingcat niðurstöður úr rannsókn sinni sem sýndi fram á að Rússar hefðu reglulega beitt stórskotaliði sínu gegn Úkraínuher og skotið yfir landamæri ríkjanna.Cozy Bear og Fancy Bear hafa um árabil verið bendlaðir við árásir á ríkisstjórnir þjóða í NATO og heri þeirra, vopnaframleiðendur og jafnvel blaðamenn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ætlar að kynna sér staðreyndir um tölvuárásir Rússa Donald Trump segist ætla að funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. 29. desember 2016 23:39 Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Trump um tölvuárásir Rússa: Ég veit hluti sem annað fólk veit ekki Næsti forseti Bandaríkjanna heldur áfram að efast um sannleiksgildi upplýsinga bandarískra stofnana um tölvuárásir Rússa. 1. janúar 2017 16:41 Trump hrósar „mjög snjöllum“ Putin Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. 30. desember 2016 21:00 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ætlar að kynna sér staðreyndir um tölvuárásir Rússa Donald Trump segist ætla að funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. 29. desember 2016 23:39
Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05
Trump um tölvuárásir Rússa: Ég veit hluti sem annað fólk veit ekki Næsti forseti Bandaríkjanna heldur áfram að efast um sannleiksgildi upplýsinga bandarískra stofnana um tölvuárásir Rússa. 1. janúar 2017 16:41
Trump hrósar „mjög snjöllum“ Putin Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. 30. desember 2016 21:00
Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45
Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50