Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2017 00:00 Tæknideild lögreglu á leið um borð í Polar Nanoq. Vísir/Anton Brink Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld. Þrír úr áhöfn skipsins voru handteknir fyrr í dag og í kvöld vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt síðastliðins laugardags. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að skipverjarnir þrír sem voru handteknir hafa allir verið leiddir frá borði og verða færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða yfirheyrðir. Skipið er kyrrsett á meðan lögreglan leitar í skipinu. Rúmlega 20 eru í áhöfn skipsins en þeir sem eru ekki handteknir eru með stöðu vitnis í málinu og verður tekin vitnaskýrsla af þeim. Þeir sem eru með stöðu vitnis í áhöfn sæta ekki landgöngubanni en Grímur Grímsson sagði við Vísi fyrr í kvöld að skipið geti lagt um höfn um leið og lögreglan hefur lokið leit og klárað vitnaskýrslutökur.Fyrstu tveir handteknir um hádegisbil Um hádegisbilið handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska skipinu um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Í tilkynningu kom fram að sérsveitarmennirnir hefðu farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú erkomið til hafnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir sigu niður í skipið og tóku yfir stjórn þess.Lögregla á leið með skipverja á lögreglustöð.Vísir/Anton BrinkSá þriðji handtekinn um kvöldið Um klukkan hálf níu í kvöld var þriðji maðurinn handtekinn um borð í skipinu þar sem það var á leið til landsins. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Mennirnir þrír sem handteknir voru eru allir grænlenskir og með réttarstöðu sakbornings. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu sagði rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Þeim var boðið að tjá sig um sakarefnið í skipinu en gerðu það ekki. Þeim verður úthlutað verjendur þegar þeir eru komnir í land.Má halda þeim í sólarhring án gæsluvarðhaldsúrskurðar Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld vegna komu Polar Nanoq.Vísir/Anton BrinkVildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur. Um hálftíma eftir að skipið lagðist við bryggju mátti sjá einn af sérsveitarmönnunum sem sigu niður í skipið úti á hafi um hádegisbilið í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld. Þrír úr áhöfn skipsins voru handteknir fyrr í dag og í kvöld vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt síðastliðins laugardags. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að skipverjarnir þrír sem voru handteknir hafa allir verið leiddir frá borði og verða færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða yfirheyrðir. Skipið er kyrrsett á meðan lögreglan leitar í skipinu. Rúmlega 20 eru í áhöfn skipsins en þeir sem eru ekki handteknir eru með stöðu vitnis í málinu og verður tekin vitnaskýrsla af þeim. Þeir sem eru með stöðu vitnis í áhöfn sæta ekki landgöngubanni en Grímur Grímsson sagði við Vísi fyrr í kvöld að skipið geti lagt um höfn um leið og lögreglan hefur lokið leit og klárað vitnaskýrslutökur.Fyrstu tveir handteknir um hádegisbil Um hádegisbilið handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska skipinu um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Í tilkynningu kom fram að sérsveitarmennirnir hefðu farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú erkomið til hafnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir sigu niður í skipið og tóku yfir stjórn þess.Lögregla á leið með skipverja á lögreglustöð.Vísir/Anton BrinkSá þriðji handtekinn um kvöldið Um klukkan hálf níu í kvöld var þriðji maðurinn handtekinn um borð í skipinu þar sem það var á leið til landsins. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Mennirnir þrír sem handteknir voru eru allir grænlenskir og með réttarstöðu sakbornings. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu sagði rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Þeim var boðið að tjá sig um sakarefnið í skipinu en gerðu það ekki. Þeim verður úthlutað verjendur þegar þeir eru komnir í land.Má halda þeim í sólarhring án gæsluvarðhaldsúrskurðar Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld vegna komu Polar Nanoq.Vísir/Anton BrinkVildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur. Um hálftíma eftir að skipið lagðist við bryggju mátti sjá einn af sérsveitarmönnunum sem sigu niður í skipið úti á hafi um hádegisbilið í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23
Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33