Verhofstadt hættir við framboð og styður Tajani atli ísleifsson skrifar 17. janúar 2017 11:03 Guy Verhofstadt var frambjóðandi þinghóps Frjálslyndra demókrata. Vísir/AFP Ítalski Evrópuþingmaðurinn Antonio Tajani þykir langlíklegastur til að verða kjörinn forseti Evrópuþingsins, eftir að Guy Verhofstadt dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Tajani. Kosning nýs forseta hófst í morgun, en búist er við að úrslit liggi fyrir síðdegis. Hafi enginn frambjóðandi náð hreinum meirihluta í fyrstu þremur umferðum kosninganna er kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í þriðju umferðinni. Verhofstadt segir að ákvörðunin sé fyrsta skrefið til að koma á bandalagi sem styður Evrópusamrunann og sem ætlað er að efla sambandið. „Það er nauðsynlegt. Með Trump, með Pútín og margar áskoranir til viðbótar sem Evrópa stendur frammi fyrir, er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna saman að því að bæta Evrópusambandið,“ sagði Verhofstadt í morgun. Tajani er frambjóðandi Kristilegra demókrata (EPP) á þinginu en þinghópurinn er sá stærsti á þinginu. Hinn 63 ára Tajani er einn af varaforsetum þingins og átti áður sæti í framkvæmdastjórn ESB þar sem hann fór með málefni samgangna og iðnaðar. Tajani er þó ekki óumdeildur þar sem hann hefur áður starfað náið með fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi. Verhofstadt var frambjóðandi þinghóps Frjálslyndra demókrata, en frambjóðandi Jafnaðarmanna og samlandi Tajani, Gianni Pittella, virðist nú vera sá eini sem á möguleika á að sigra Tajani. Líkur á sigri Pittella minnkaði þó mikið eftir ákvörðun Verhofstadt. Martin Schultz hefur gegnt embætti forseta Evrópuþingsins frá árinu 2012, en tilkynnti fyrr í vetur að hann hugðist láta af embætti og snúa aftur í þýsku landsmálin þar sem þingkosningar fara þar fram í haust. Þingmenn þinghóps EPP eru 214 talsins, þingmenn þinghóps Jafnaðarmanna 189, Frjálslyndra demókrata 69, Íhaldsmanna 74 og annarra hópa samtals 205. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Schultz reiknar ekki með að verða kanslaraefni SPD Samkvæmt Spiegel er Martin Schultz ekki reiðubúinn að skora Sigmar Gabriel á hólm. 30. desember 2016 11:43 Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Þinghópur kristilegra demókrata (EPP) hafa tilnefnt Ítalann Antonio Tajani til að taka við forsetaembættinu af Martin Schultz. 14. desember 2016 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ítalski Evrópuþingmaðurinn Antonio Tajani þykir langlíklegastur til að verða kjörinn forseti Evrópuþingsins, eftir að Guy Verhofstadt dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Tajani. Kosning nýs forseta hófst í morgun, en búist er við að úrslit liggi fyrir síðdegis. Hafi enginn frambjóðandi náð hreinum meirihluta í fyrstu þremur umferðum kosninganna er kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í þriðju umferðinni. Verhofstadt segir að ákvörðunin sé fyrsta skrefið til að koma á bandalagi sem styður Evrópusamrunann og sem ætlað er að efla sambandið. „Það er nauðsynlegt. Með Trump, með Pútín og margar áskoranir til viðbótar sem Evrópa stendur frammi fyrir, er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna saman að því að bæta Evrópusambandið,“ sagði Verhofstadt í morgun. Tajani er frambjóðandi Kristilegra demókrata (EPP) á þinginu en þinghópurinn er sá stærsti á þinginu. Hinn 63 ára Tajani er einn af varaforsetum þingins og átti áður sæti í framkvæmdastjórn ESB þar sem hann fór með málefni samgangna og iðnaðar. Tajani er þó ekki óumdeildur þar sem hann hefur áður starfað náið með fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi. Verhofstadt var frambjóðandi þinghóps Frjálslyndra demókrata, en frambjóðandi Jafnaðarmanna og samlandi Tajani, Gianni Pittella, virðist nú vera sá eini sem á möguleika á að sigra Tajani. Líkur á sigri Pittella minnkaði þó mikið eftir ákvörðun Verhofstadt. Martin Schultz hefur gegnt embætti forseta Evrópuþingsins frá árinu 2012, en tilkynnti fyrr í vetur að hann hugðist láta af embætti og snúa aftur í þýsku landsmálin þar sem þingkosningar fara þar fram í haust. Þingmenn þinghóps EPP eru 214 talsins, þingmenn þinghóps Jafnaðarmanna 189, Frjálslyndra demókrata 69, Íhaldsmanna 74 og annarra hópa samtals 205.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Schultz reiknar ekki með að verða kanslaraefni SPD Samkvæmt Spiegel er Martin Schultz ekki reiðubúinn að skora Sigmar Gabriel á hólm. 30. desember 2016 11:43 Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Þinghópur kristilegra demókrata (EPP) hafa tilnefnt Ítalann Antonio Tajani til að taka við forsetaembættinu af Martin Schultz. 14. desember 2016 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Schultz reiknar ekki með að verða kanslaraefni SPD Samkvæmt Spiegel er Martin Schultz ekki reiðubúinn að skora Sigmar Gabriel á hólm. 30. desember 2016 11:43
Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Þinghópur kristilegra demókrata (EPP) hafa tilnefnt Ítalann Antonio Tajani til að taka við forsetaembættinu af Martin Schultz. 14. desember 2016 10:00