Útivist í borgarumhverfi Hjálmar Sveinsson skrifar 17. janúar 2017 07:00 Það eru magnaðir tímar sem við lifum. Þótt komið sé fram í miðjan janúar er varla kominn vetur á höfuðborgarsvæðinu. Einstök tíð til útivistar. Reykvíkingar hafa svo sannarlega kunnað að njóta þess. Þeir sem eiga leið um útivistarsvæðin okkar í Fossvogsdal, Elliðaárdal og Laugardal hafa séð ótal hópa ganga sér til heilsubótar, skokka, hlaupa og hjóla. Margir eru með höfuðljós. Það er ævintýralegt að sjá alla þessa ljósaröð kljúfa janúarmyrkrið. Undanfarinn áratug hefur verið byggt upp víðfeðmt og öruggt stígakerfi fyrir alla þessa hreyfiþörf Reykvíkinga. Síðasta vor voru opnaðar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárnar, rétt við gamla rafveituhúsið. Haustið 2013 voru opnaðar brýr yfir Elliðaárósa. Þessar brúarframkvæmdir hafa reynst frábærar samgöngubætur. Á næstu misserum verður lögð hjóla- og göngubrú yfir Elliðaárnar upp í Víðidal þar sem heitir Dimma og það mun koma brú yfir Fossvoginn sem tengir Kársnesið í Kópavogi við Vatnsmýrarsvæðið og þar með háskólana, Landspítalann, nýjan og gamlan, og miðborgina. Þetta eru miklir brúartímar. Hver hefði trúað því fyrir cirka 10 árum að þörf væri á svo umfangsmiklu stíga- og brúakerfi? Hver hefði trúað því að Reykjavík gæti verið frábær útivistarborg, hver hefði trúað því að svo margir Reykvíkingar nytu þess að hreyfa sig, finna fyrir veðrinu, myrkrinu, rigningunni úti í borginni? Hreyfing er holl. Það hefur lengi verið vitað. Í nýlegri skýrslu breska arkitektafélagsins kemur fram að sá sem hreyfir sig 150 mínútur á viku minnkar líkurnar á að hann fái hjartaáfall, sykursýki 2 eða deyi ótímabærum dauða. Einnig koma fram alveg skýr tengsl milli borgarskipulags, gatnahönnunar, grænna svæða og lýðheilsu. Fólk gengur frekar milli staða í sínu hverfi ef borgargöturnar eru aðlaðandi og öruggar. Og nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að markviss útivist er enn líklegri en líkamsrækt innandyra til að vinna gegn hjarta- og æðasjúkdómum og veikindum sem geta verið fylgikvillar streitu og álags. Möguleikar borgarbúa til útivistar skipta því miklu máli. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það eru magnaðir tímar sem við lifum. Þótt komið sé fram í miðjan janúar er varla kominn vetur á höfuðborgarsvæðinu. Einstök tíð til útivistar. Reykvíkingar hafa svo sannarlega kunnað að njóta þess. Þeir sem eiga leið um útivistarsvæðin okkar í Fossvogsdal, Elliðaárdal og Laugardal hafa séð ótal hópa ganga sér til heilsubótar, skokka, hlaupa og hjóla. Margir eru með höfuðljós. Það er ævintýralegt að sjá alla þessa ljósaröð kljúfa janúarmyrkrið. Undanfarinn áratug hefur verið byggt upp víðfeðmt og öruggt stígakerfi fyrir alla þessa hreyfiþörf Reykvíkinga. Síðasta vor voru opnaðar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárnar, rétt við gamla rafveituhúsið. Haustið 2013 voru opnaðar brýr yfir Elliðaárósa. Þessar brúarframkvæmdir hafa reynst frábærar samgöngubætur. Á næstu misserum verður lögð hjóla- og göngubrú yfir Elliðaárnar upp í Víðidal þar sem heitir Dimma og það mun koma brú yfir Fossvoginn sem tengir Kársnesið í Kópavogi við Vatnsmýrarsvæðið og þar með háskólana, Landspítalann, nýjan og gamlan, og miðborgina. Þetta eru miklir brúartímar. Hver hefði trúað því fyrir cirka 10 árum að þörf væri á svo umfangsmiklu stíga- og brúakerfi? Hver hefði trúað því að Reykjavík gæti verið frábær útivistarborg, hver hefði trúað því að svo margir Reykvíkingar nytu þess að hreyfa sig, finna fyrir veðrinu, myrkrinu, rigningunni úti í borginni? Hreyfing er holl. Það hefur lengi verið vitað. Í nýlegri skýrslu breska arkitektafélagsins kemur fram að sá sem hreyfir sig 150 mínútur á viku minnkar líkurnar á að hann fái hjartaáfall, sykursýki 2 eða deyi ótímabærum dauða. Einnig koma fram alveg skýr tengsl milli borgarskipulags, gatnahönnunar, grænna svæða og lýðheilsu. Fólk gengur frekar milli staða í sínu hverfi ef borgargöturnar eru aðlaðandi og öruggar. Og nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að markviss útivist er enn líklegri en líkamsrækt innandyra til að vinna gegn hjarta- og æðasjúkdómum og veikindum sem geta verið fylgikvillar streitu og álags. Möguleikar borgarbúa til útivistar skipta því miklu máli. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun