Undanfarnar vikur og mánuði, nú síðast í gær, hafa borist fregnir af því að staða landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar væri í mikilli óvissu. Kolbeinn er á mála hjá Nantes í Frakklandi, og var haft eftir Waldmar Kita, forseta félagsins, að Kolbeinn væri í felum á Íslandi og það næðist ekki í hann. Hann hefði ekki einu sinni fyrir því að fá borguð laun.Vera Kolbeins hjá Nantes hefur ekki verið dans á rósum.vísir/gettyKolbeinn er vissulega staddur á Íslandi. Ég settist niður með honum yfir kaffibolla í húsakynnum Knattspyrnusambandsins í Laugardal í gær. Þar vísar hann þessum fregnum á bug og segir að bróðir hans, Andri, hefði verið í daglegu sambandi við framkvæmdastjórann Franck Kita, son forsetans. Hann fór vel og vandlega yfir meiðslasögu sína, sem lengist því miður sífellt. Hann viðurkennir að staðan sé erfið og framtíð hans sem knattspyrnumanns í óvissu en hann heldur þó í vonina og ætlar sér að ná sér góðum á nýjan leik, hvenær sem það verður. Ástæðan fyrir því að Kolbeinn hefur ekki spilað fótbolta síðan á EM í sumar er að hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli í vinstra hné. Skömmu eftir að Nantes lánaði hann til tyrkneska stórliðsins Galatasaray í upphafi tímabilsins var staðan orðin það slæm að ákveðið var að hann myndi fara í aðgerð og skrapað yrði af liðþófanum. Forsagan er þó löng og flókin. Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu.„Undanfarin þrjú ár hef ég verið með litla rifu í liðþófanum. Ég hef þrátt fyrir það náð að spila og það hafa fleiri knattspyrnumenn gert með álíka meiðsli,“ útskýrir Kolbeinn. „En svo hefur eitthvað gerst. Mögulega var það í síðasta deildarleiknum með Nantes í vor, þar sem ég stífnaði upp í hnénu.“ Kolbeinn var tæpur fyrir EM í sumar, einnig vegna meiðsla í hægra hné, en náði að verða leikfær og spila alla leiki Íslands í keppninni. Óhætt er að segja að hann hafi átt frábært mót, eins og svo margir aðrir í íslenska liðinu.Gat ekki hlaupið á æfingu Í byrjun september, eftir að gengið hafði verið frá félagaskiptunum til Tyrklands, hitti Kolbeinn landsliðið í Þýskalandi. „Ég fann að ég gat ekki hlaupið. Þá var ég sendur aftur til Galatasaray og strax næsta dag vildu þeir að ég myndi fara í aðgerð. Hún var framkvæmd 5. september.“ Síðan þá hefur batinn ekki verið nægilega góður. „Hnéð bólgnaði upp og ég átti erfitt með gang. Það tók langan tíma að ná bólgunum úr mér og reynt að flýta fyrir því með alls konar sprautumeðferðum til að losa út vökva. En hann kom alltaf aftur.“ Kolbeinn gerði allt sem hann gat. Hann fór til Barcelona til að fara í meðferð hjá færustu læknum Evrópu, svo til Noregs þar sem hann var í meðferð hjá hnykkjara. Honum leið vel eftir það.Kolbeinn skorar sigurmarkið gegn Tékkum í undankeppni EM á Laugardalsvelli.vísir/ernir„Ég kom aftur til Tyrklands 9. desember. Þá var mér tilkynnt að ef ég myndi ekki ná mér góðum innan þriggja vikna þá yrði samningi mínum rift,“ segir Kolbeinn. „Það flækti málið enda hefði ég þurft að byggja upp hnéð hægt og rólega. En ég vildi láta reyna á þetta og fór út á völl, þar sem ég æfði í eina og hálfa viku.“ Á jóladag fór hann í myndatöku og var þá enn og aftur kominn vökvi inn á hnéð. Þar með varð ljóst í hvað stefndi. Samningnum var rift og Kolbeinn kom heim til Íslands nokkrum dögum síðar.Bauðst til að spila frítt Kolbeinn ber engan kala til Galatasaray, þvert á móti. „Ég skildi þeirra ákvörðun mjög vel. Þetta er frábær klúbbur og afar vel komið fram við mig. Mér fannst ég vera á besta mögulega staðnum fyrir mig,“ segir hann. „Ég bauðst til að spila frítt með liðinu eftir áramót. Ég var það viljugur að vera áfram. En þeir gátu ekki fengið annan leikmann inn nema með því að losa mig. Það var því ekki hægt.“ Kemur þá að þætti Nantes og Kita-feðganna. Waldemars forseta og Francks framkvæmdastjóra. Haft var eftir Kita eldri í L'Équipe í Frakklandi að félagið hefði aðeins verið í mjög takmörkuðu sambandi við Andra, bróður Kolbeins, og að Kolbeinn væri í raun týndur á Íslandi. Kolbeinn getur ekki annað en brosað. Markamaskínan Kolbeinn með augun á boltanum.Vísir/Vilhelm„Þeir vita af mér. Bróðir minn er í daglegu sambandi við Franck Kita og ég veit einfaldlega ekki hvaðan þessar fréttir koma. Að segja að ég sé týndur er alrangt.“ Og hann segir að orð forsetans um að hann hafi ekki rukkað laun séu aukaatriði. „Ég er ekkert að pæla í launum núna. Ég er bara að hugsa um að fá mig góðan af meiðslunum.“Alvarlegt að fara í aðra aðgerð Fram undan er mögulega önnur aðgerð, segir Kolbeinn. Hann bíður þess nú að fá leyfi félagsins til að fara í aðgerðina, en það er það sem íslenskir læknar vilja og læknar Galatasaray taka undir það. „Það var fyrst í gær sem við heyrðum að Nantes vildi fá mig út í læknisskoðun. Ef svo er þá fer ég út og tek ákvörðun um framhaldið eftir það. Enda færi ég aldrei í aðgerð án leyfis félagsins.“ Að láta skrapa liðþófann í annað sinn er háalvarlegt mál fyrir knattspyrnumann. Og það veit Kolbeinn manna best. „Besta lausnin er að byggja hnéð upp án aðgerðar. Styrkja það og liðböndin, losa um það og fara í sprautumeðferðir. Það hef ég reynt. Ég hef gert allt sem ég hef getað gert. En niðurstaðan er sú að ég er ekki orðinn betri. Það er ekki ákjósanlegt að fara í aðra aðgerð en óvissan yrði líka mikil ef ég færi ekki því ég veit ekki hvenær ég mun jafna mig.“Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki í leik með Ajax á sínum tíma.Vísir/GettyMjög áhyggjufullur yfir stöðunni Það er engin betri leið að spyrja Kolbein en beint út: Óttast hann um ferilinn? Að meiðslin séu það alvarleg að hann óttist að hann muni mögulega ekki spila sem knattspyrnumaður í fremstu röð á nýjan leik? „Það er allavega óvissa,“ segir hann. „Ég vona að aðgerðin heppnist vel og að ég geti spilað aftur sem allra fyrst. En ég er sjálfur mjög áhyggjufullur yfir þessari stöðu enda komnir fimm mánuðir frá fyrri aðgerðinni og tíminn tifar. Auðvitað hef ég hugleitt það [að ferillinn sé í hættu], enda búinn að vera úti í 4-5 mánuði og mikið einn.“Kolbeinn Sigþórsson gekk í raðir Ajax árið 2011 og fékk treyju númer níu sem margir af bestu framherjum sögunnar hafa borið. Hann stóð sig afar vel hjá hollenska félaginu frá 2011-2015.Kolbeinn saknar fótboltans og leit á veru sína hjá Galatasaray sem gullið tækifæri til að koma félagsliðaferlinum aftur í gott horf eftir magurt tímabil með Nantes þar á undan. Eftir draumagengi hans og íslenska liðsins á EM í sumar virtist ekkert því til fyrirstöðu. „Svo fékk ég þennan skell og það hefur verið erfitt,“ viðurkennir Kolbeinn, sem hefur þó getað haldið sér í jafnvægi og forðast þungar hugsanir. „Ég reyni sem minnst að pæla í svona hlutum. Það hef ég lært af gömlum meiðslum. Þá fyrst fer þetta allt að hellast yfir mann. En ég hef komið mér úr erfiðum meiðslum áður og mun gera það aftur núna.“ En hann saknar líka félaga sinna úr íslenska landsliðinu. „Ég hef sársaknað þess að spila ekki með landsliðinu. En þetta hefur farið vel af stað hjá þeim og það er vonandi að þeir haldi áfram að standa sig vel. Mitt markmið er að koma aftur inn í lok undankeppninnar [í haust] af fullum krafti og í toppformi. Ég ætla bara að horfa fram á veginn.“ Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fyrrum þjálfari Kolbeins: „Aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika“ Þrándur Sigurðsson er búinn að þjálfa hjá Víkingi í áratugi og er einn af þeim sem gerðu Kolbein Sigþórsson að því sem hann er í dag. 2. júlí 2016 12:00 Mamma henti mér út Kolbeinn Sigþórsson gaf jafnöldrum sínum eiginhandaráritanir þegar hann var tíu ára gamall. Hann er nýjasta stórstjarna íslenskrar knattspyrnu, en líf hans hefur snúist um fótbolta frá því hann man eftir sér. 10. júlí 2011 21:45 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti
Undanfarnar vikur og mánuði, nú síðast í gær, hafa borist fregnir af því að staða landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar væri í mikilli óvissu. Kolbeinn er á mála hjá Nantes í Frakklandi, og var haft eftir Waldmar Kita, forseta félagsins, að Kolbeinn væri í felum á Íslandi og það næðist ekki í hann. Hann hefði ekki einu sinni fyrir því að fá borguð laun.Vera Kolbeins hjá Nantes hefur ekki verið dans á rósum.vísir/gettyKolbeinn er vissulega staddur á Íslandi. Ég settist niður með honum yfir kaffibolla í húsakynnum Knattspyrnusambandsins í Laugardal í gær. Þar vísar hann þessum fregnum á bug og segir að bróðir hans, Andri, hefði verið í daglegu sambandi við framkvæmdastjórann Franck Kita, son forsetans. Hann fór vel og vandlega yfir meiðslasögu sína, sem lengist því miður sífellt. Hann viðurkennir að staðan sé erfið og framtíð hans sem knattspyrnumanns í óvissu en hann heldur þó í vonina og ætlar sér að ná sér góðum á nýjan leik, hvenær sem það verður. Ástæðan fyrir því að Kolbeinn hefur ekki spilað fótbolta síðan á EM í sumar er að hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli í vinstra hné. Skömmu eftir að Nantes lánaði hann til tyrkneska stórliðsins Galatasaray í upphafi tímabilsins var staðan orðin það slæm að ákveðið var að hann myndi fara í aðgerð og skrapað yrði af liðþófanum. Forsagan er þó löng og flókin. Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu.„Undanfarin þrjú ár hef ég verið með litla rifu í liðþófanum. Ég hef þrátt fyrir það náð að spila og það hafa fleiri knattspyrnumenn gert með álíka meiðsli,“ útskýrir Kolbeinn. „En svo hefur eitthvað gerst. Mögulega var það í síðasta deildarleiknum með Nantes í vor, þar sem ég stífnaði upp í hnénu.“ Kolbeinn var tæpur fyrir EM í sumar, einnig vegna meiðsla í hægra hné, en náði að verða leikfær og spila alla leiki Íslands í keppninni. Óhætt er að segja að hann hafi átt frábært mót, eins og svo margir aðrir í íslenska liðinu.Gat ekki hlaupið á æfingu Í byrjun september, eftir að gengið hafði verið frá félagaskiptunum til Tyrklands, hitti Kolbeinn landsliðið í Þýskalandi. „Ég fann að ég gat ekki hlaupið. Þá var ég sendur aftur til Galatasaray og strax næsta dag vildu þeir að ég myndi fara í aðgerð. Hún var framkvæmd 5. september.“ Síðan þá hefur batinn ekki verið nægilega góður. „Hnéð bólgnaði upp og ég átti erfitt með gang. Það tók langan tíma að ná bólgunum úr mér og reynt að flýta fyrir því með alls konar sprautumeðferðum til að losa út vökva. En hann kom alltaf aftur.“ Kolbeinn gerði allt sem hann gat. Hann fór til Barcelona til að fara í meðferð hjá færustu læknum Evrópu, svo til Noregs þar sem hann var í meðferð hjá hnykkjara. Honum leið vel eftir það.Kolbeinn skorar sigurmarkið gegn Tékkum í undankeppni EM á Laugardalsvelli.vísir/ernir„Ég kom aftur til Tyrklands 9. desember. Þá var mér tilkynnt að ef ég myndi ekki ná mér góðum innan þriggja vikna þá yrði samningi mínum rift,“ segir Kolbeinn. „Það flækti málið enda hefði ég þurft að byggja upp hnéð hægt og rólega. En ég vildi láta reyna á þetta og fór út á völl, þar sem ég æfði í eina og hálfa viku.“ Á jóladag fór hann í myndatöku og var þá enn og aftur kominn vökvi inn á hnéð. Þar með varð ljóst í hvað stefndi. Samningnum var rift og Kolbeinn kom heim til Íslands nokkrum dögum síðar.Bauðst til að spila frítt Kolbeinn ber engan kala til Galatasaray, þvert á móti. „Ég skildi þeirra ákvörðun mjög vel. Þetta er frábær klúbbur og afar vel komið fram við mig. Mér fannst ég vera á besta mögulega staðnum fyrir mig,“ segir hann. „Ég bauðst til að spila frítt með liðinu eftir áramót. Ég var það viljugur að vera áfram. En þeir gátu ekki fengið annan leikmann inn nema með því að losa mig. Það var því ekki hægt.“ Kemur þá að þætti Nantes og Kita-feðganna. Waldemars forseta og Francks framkvæmdastjóra. Haft var eftir Kita eldri í L'Équipe í Frakklandi að félagið hefði aðeins verið í mjög takmörkuðu sambandi við Andra, bróður Kolbeins, og að Kolbeinn væri í raun týndur á Íslandi. Kolbeinn getur ekki annað en brosað. Markamaskínan Kolbeinn með augun á boltanum.Vísir/Vilhelm„Þeir vita af mér. Bróðir minn er í daglegu sambandi við Franck Kita og ég veit einfaldlega ekki hvaðan þessar fréttir koma. Að segja að ég sé týndur er alrangt.“ Og hann segir að orð forsetans um að hann hafi ekki rukkað laun séu aukaatriði. „Ég er ekkert að pæla í launum núna. Ég er bara að hugsa um að fá mig góðan af meiðslunum.“Alvarlegt að fara í aðra aðgerð Fram undan er mögulega önnur aðgerð, segir Kolbeinn. Hann bíður þess nú að fá leyfi félagsins til að fara í aðgerðina, en það er það sem íslenskir læknar vilja og læknar Galatasaray taka undir það. „Það var fyrst í gær sem við heyrðum að Nantes vildi fá mig út í læknisskoðun. Ef svo er þá fer ég út og tek ákvörðun um framhaldið eftir það. Enda færi ég aldrei í aðgerð án leyfis félagsins.“ Að láta skrapa liðþófann í annað sinn er háalvarlegt mál fyrir knattspyrnumann. Og það veit Kolbeinn manna best. „Besta lausnin er að byggja hnéð upp án aðgerðar. Styrkja það og liðböndin, losa um það og fara í sprautumeðferðir. Það hef ég reynt. Ég hef gert allt sem ég hef getað gert. En niðurstaðan er sú að ég er ekki orðinn betri. Það er ekki ákjósanlegt að fara í aðra aðgerð en óvissan yrði líka mikil ef ég færi ekki því ég veit ekki hvenær ég mun jafna mig.“Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki í leik með Ajax á sínum tíma.Vísir/GettyMjög áhyggjufullur yfir stöðunni Það er engin betri leið að spyrja Kolbein en beint út: Óttast hann um ferilinn? Að meiðslin séu það alvarleg að hann óttist að hann muni mögulega ekki spila sem knattspyrnumaður í fremstu röð á nýjan leik? „Það er allavega óvissa,“ segir hann. „Ég vona að aðgerðin heppnist vel og að ég geti spilað aftur sem allra fyrst. En ég er sjálfur mjög áhyggjufullur yfir þessari stöðu enda komnir fimm mánuðir frá fyrri aðgerðinni og tíminn tifar. Auðvitað hef ég hugleitt það [að ferillinn sé í hættu], enda búinn að vera úti í 4-5 mánuði og mikið einn.“Kolbeinn Sigþórsson gekk í raðir Ajax árið 2011 og fékk treyju númer níu sem margir af bestu framherjum sögunnar hafa borið. Hann stóð sig afar vel hjá hollenska félaginu frá 2011-2015.Kolbeinn saknar fótboltans og leit á veru sína hjá Galatasaray sem gullið tækifæri til að koma félagsliðaferlinum aftur í gott horf eftir magurt tímabil með Nantes þar á undan. Eftir draumagengi hans og íslenska liðsins á EM í sumar virtist ekkert því til fyrirstöðu. „Svo fékk ég þennan skell og það hefur verið erfitt,“ viðurkennir Kolbeinn, sem hefur þó getað haldið sér í jafnvægi og forðast þungar hugsanir. „Ég reyni sem minnst að pæla í svona hlutum. Það hef ég lært af gömlum meiðslum. Þá fyrst fer þetta allt að hellast yfir mann. En ég hef komið mér úr erfiðum meiðslum áður og mun gera það aftur núna.“ En hann saknar líka félaga sinna úr íslenska landsliðinu. „Ég hef sársaknað þess að spila ekki með landsliðinu. En þetta hefur farið vel af stað hjá þeim og það er vonandi að þeir haldi áfram að standa sig vel. Mitt markmið er að koma aftur inn í lok undankeppninnar [í haust] af fullum krafti og í toppformi. Ég ætla bara að horfa fram á veginn.“
Fyrrum þjálfari Kolbeins: „Aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika“ Þrándur Sigurðsson er búinn að þjálfa hjá Víkingi í áratugi og er einn af þeim sem gerðu Kolbein Sigþórsson að því sem hann er í dag. 2. júlí 2016 12:00
Mamma henti mér út Kolbeinn Sigþórsson gaf jafnöldrum sínum eiginhandaráritanir þegar hann var tíu ára gamall. Hann er nýjasta stórstjarna íslenskrar knattspyrnu, en líf hans hefur snúist um fótbolta frá því hann man eftir sér. 10. júlí 2011 21:45