Volkswagen bílasamstæðan með metsölu Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2017 09:15 Skoda Superb seldist mjög vel á árinu sem var að líða. Sala stóru Volkswagen bílasamstæðunnar jókst um 3,8% á síðasta ári og alls seldust 10,3 milljón bílar. Aukin eftirspurn í Kína og Evrópu vóg upp minni sölu í Bandaríkjunum og S-Ameríku. Þessi góða sala Volkswagen ætti að duga fyrirtækinu að velta Toyota af stalli sem stærsti bílaframleiðandi heims á árinu 2016. Sala Volkswagen gekk einkar vel í desember og jókst um 12% og nam 933.300 bílum. Hjá Volkswagen bílasamstæðunni verða kynntir 60 nýir bílar á þessu ári, margir hverjir þeirra nýjar kynslóðir þekktra bíla fyrirtækisins. Þar á meðal eru bílar eins og nýr VW Polo og Touareg, Skoda Yeti, Seat Ibiza, Porsche Cayenne, Audi A8 og Bentley Continental GT. Sala samstæðunnar jókst um 12% í Kína og um 4% í Evrópu, en féll um 2,6% í Bandaríkjunum og um 34% í Brasilíu.Mestur vöxtur hjá Skoda Mestur vöxtur var hjá Skoda, eða 6,8% og hjá Porsche um 5,6% og Audi 3,8%. Hjá Volkswagen merkini var vöxturinn 2,8% og hjá Seat um 2,6%. Sala atvinnubíla hjá Volkswagen jókst um 11% og gekk óvenju vel að selja slíka bíla í Evrópu. Hjá Skoda eru menn brattir með góða sölu á fyrri hluta þessa árs með tilkomu Kodiaq jeppans og uppfærðum Octavia. Hjá Seat varð mesta sala fyrirtækisins síðan árið 2007 og hjálpaði fyrsti jepplingur Seat þar mikið uppá, en hann heitir Atega. Auk þess seldist Seat Leon og Alhambra vel. Frá Toyota heyrast þær fréttir að fyrirtækið hafi selt 10,09 milljón bíla á síðasta ári, aðeins undir spá Toyota um 10,11 milljón bíla sölu. Toyota ætlar þó ekki að gefa upp endanlegar sölutölur fyrir árið 2016 fyrr en í febrúar, en ljóst má vera að þær eru ekki hærri en hjá Volkswagen bílasamstæðunni. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent
Sala stóru Volkswagen bílasamstæðunnar jókst um 3,8% á síðasta ári og alls seldust 10,3 milljón bílar. Aukin eftirspurn í Kína og Evrópu vóg upp minni sölu í Bandaríkjunum og S-Ameríku. Þessi góða sala Volkswagen ætti að duga fyrirtækinu að velta Toyota af stalli sem stærsti bílaframleiðandi heims á árinu 2016. Sala Volkswagen gekk einkar vel í desember og jókst um 12% og nam 933.300 bílum. Hjá Volkswagen bílasamstæðunni verða kynntir 60 nýir bílar á þessu ári, margir hverjir þeirra nýjar kynslóðir þekktra bíla fyrirtækisins. Þar á meðal eru bílar eins og nýr VW Polo og Touareg, Skoda Yeti, Seat Ibiza, Porsche Cayenne, Audi A8 og Bentley Continental GT. Sala samstæðunnar jókst um 12% í Kína og um 4% í Evrópu, en féll um 2,6% í Bandaríkjunum og um 34% í Brasilíu.Mestur vöxtur hjá Skoda Mestur vöxtur var hjá Skoda, eða 6,8% og hjá Porsche um 5,6% og Audi 3,8%. Hjá Volkswagen merkini var vöxturinn 2,8% og hjá Seat um 2,6%. Sala atvinnubíla hjá Volkswagen jókst um 11% og gekk óvenju vel að selja slíka bíla í Evrópu. Hjá Skoda eru menn brattir með góða sölu á fyrri hluta þessa árs með tilkomu Kodiaq jeppans og uppfærðum Octavia. Hjá Seat varð mesta sala fyrirtækisins síðan árið 2007 og hjálpaði fyrsti jepplingur Seat þar mikið uppá, en hann heitir Atega. Auk þess seldist Seat Leon og Alhambra vel. Frá Toyota heyrast þær fréttir að fyrirtækið hafi selt 10,09 milljón bíla á síðasta ári, aðeins undir spá Toyota um 10,11 milljón bíla sölu. Toyota ætlar þó ekki að gefa upp endanlegar sölutölur fyrir árið 2016 fyrr en í febrúar, en ljóst má vera að þær eru ekki hærri en hjá Volkswagen bílasamstæðunni.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent