Stórsýning Heklu á laugardag Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2017 13:23 Audi Q2 jepplingurinn. Árleg stórsýning HEKLU verður haldin laugardaginn 14. janúar milli klukkan 12.00 og 16.00 þar sem allt það nýjasta og ferskasta frá Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen verður til sýnis. Um er að ræða allsherjar bílaveislu þar sem frumsýndir verða heitustu bílar ársins. Ókrýnd frumsýningarstjarna dagsins er án efa nýjasti Q-meðlimur Audi, jepplingurinn Audi Q2, sem Íslendingar hafa beðið eftir með óþreyju frá því tilkynnt var um komu hans á síðasta ári. Audi frumsýnir einnig öfluga lúxusjeppann SQ7. Með 320 kW (435 hö) og 900 Nm togkrafti er nýja Audi SQ7 TDI tvímælalaust öflugasta dísilvélin í flokki sportjeppa en hún fer með bílinn úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. á aðeins 4,8 sekúndum. Mitsubishi frumsýnir snaggaralega sportjeppann ASX með nýju útliti. ASX er ekki aðeins orðinn sportlegri heldur státar hann einnig af góðri veghæð og aflmikilli dísilvél og hentar íslenskum aðstæðum sérstaklega vel. Nýr Volkswagen up! verður einnig kynntur til leiks en hann er sprækur borgarbíll sem er fyrirferðarlítill að utan en rúmgóður að innan. Up! kemur í mörgum skemmtilegum útfærslum og er fáanlegur í metan- og rafmagnsútfærslu. Að auki hefst forsala á nýjum e-Golf sem kemst nú allt að 300 kílómetra á einni rafmagnshleðslu og tengiltvinnbílnum Golf GTE sem er jafnvígur á rafmagn og bensín. Þessir bílar eru allir með fimm ára ábyrgð eins og aðrir fólksbílar HEKLU. Volkswagen atvinnubílar forsýna svo aðra kynslóð Volkswagen Amarok. Þessi nýi og glæsilegi lúxuspallbíll kemur með einstaklega aflmiklum 3.0 lítra V6 dísilvélum með allt að 550 Nm togi og átta gíra sjálfskiptingu. Auk úrvals bíla verður margt um að vera í sneisafullum sýningarsölunum; í boði verða kleinuhringir frá Krispy Kreme, kaffi frá Kaffitár, tattúbar fyrir börnin og veltibíllinn verður á staðnum. Allir sem reynsluaka eiga möguleika á að vinna nýjan Iphone, þráðlausan hátalara eða Apple TV. „Árið 2016 var alveg frábært og við erum okkar viðskiptavinum afar þakklát fyrir tryggðina. Við slógum til að mynda tvö sölumet; annars vegar hjá Volkswagen atvinnubílum þar sem við seldum 508 atvinnubíla og hins vegar hjá Skoda en þar seldust 1.102 bílar,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU. „Við innleiddum fimm ára ábyrgð á fólksbílum og héldum afburðamarkaðsstöðu okkar í sölu á vistvænum bílum sem var 67,5% prósent árið 2016 og gefum ekkert eftir á því sviði. Við höfum margt til að gleðjast yfir og langar að halda upp á velgengni síðasta árs með því að hefja nýtt ár með hvelli,“ segir Friðbert.Mitsubishi ASX með breyttu útliti. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent
Árleg stórsýning HEKLU verður haldin laugardaginn 14. janúar milli klukkan 12.00 og 16.00 þar sem allt það nýjasta og ferskasta frá Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen verður til sýnis. Um er að ræða allsherjar bílaveislu þar sem frumsýndir verða heitustu bílar ársins. Ókrýnd frumsýningarstjarna dagsins er án efa nýjasti Q-meðlimur Audi, jepplingurinn Audi Q2, sem Íslendingar hafa beðið eftir með óþreyju frá því tilkynnt var um komu hans á síðasta ári. Audi frumsýnir einnig öfluga lúxusjeppann SQ7. Með 320 kW (435 hö) og 900 Nm togkrafti er nýja Audi SQ7 TDI tvímælalaust öflugasta dísilvélin í flokki sportjeppa en hún fer með bílinn úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. á aðeins 4,8 sekúndum. Mitsubishi frumsýnir snaggaralega sportjeppann ASX með nýju útliti. ASX er ekki aðeins orðinn sportlegri heldur státar hann einnig af góðri veghæð og aflmikilli dísilvél og hentar íslenskum aðstæðum sérstaklega vel. Nýr Volkswagen up! verður einnig kynntur til leiks en hann er sprækur borgarbíll sem er fyrirferðarlítill að utan en rúmgóður að innan. Up! kemur í mörgum skemmtilegum útfærslum og er fáanlegur í metan- og rafmagnsútfærslu. Að auki hefst forsala á nýjum e-Golf sem kemst nú allt að 300 kílómetra á einni rafmagnshleðslu og tengiltvinnbílnum Golf GTE sem er jafnvígur á rafmagn og bensín. Þessir bílar eru allir með fimm ára ábyrgð eins og aðrir fólksbílar HEKLU. Volkswagen atvinnubílar forsýna svo aðra kynslóð Volkswagen Amarok. Þessi nýi og glæsilegi lúxuspallbíll kemur með einstaklega aflmiklum 3.0 lítra V6 dísilvélum með allt að 550 Nm togi og átta gíra sjálfskiptingu. Auk úrvals bíla verður margt um að vera í sneisafullum sýningarsölunum; í boði verða kleinuhringir frá Krispy Kreme, kaffi frá Kaffitár, tattúbar fyrir börnin og veltibíllinn verður á staðnum. Allir sem reynsluaka eiga möguleika á að vinna nýjan Iphone, þráðlausan hátalara eða Apple TV. „Árið 2016 var alveg frábært og við erum okkar viðskiptavinum afar þakklát fyrir tryggðina. Við slógum til að mynda tvö sölumet; annars vegar hjá Volkswagen atvinnubílum þar sem við seldum 508 atvinnubíla og hins vegar hjá Skoda en þar seldust 1.102 bílar,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU. „Við innleiddum fimm ára ábyrgð á fólksbílum og héldum afburðamarkaðsstöðu okkar í sölu á vistvænum bílum sem var 67,5% prósent árið 2016 og gefum ekkert eftir á því sviði. Við höfum margt til að gleðjast yfir og langar að halda upp á velgengni síðasta árs með því að hefja nýtt ár með hvelli,“ segir Friðbert.Mitsubishi ASX með breyttu útliti.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent