Tímamótabíll frá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2017 10:45 Í reynsluakstri í sveitunum umhverfis Madrid. Reynsluakstur - Toyota C-HRÞað var með mikilli gleði sem brugðið var undir sig betri fætinum og skundað til Madrid að prófa nýjustu afurð Toyota, C-HR. Helsta ástæða þess var hve djarflega og fallega teiknaður þessi bíll er og loks komið að því að Toyota tæki vinkilbeygju hvað útlit bíla sinna varðar og segi skilið við íhaldssamt útlit. Toyota C-HR er einfallega einn mest spennandi bíll sem Toyota hefur nokkurntíma smíðað. Hann liggur á milli þess að vera fólksbíll og jepplingur, þó svo útlitið bendi til þess að þar fari fremur jepplingur. Bíllinn er fólksbíll að því leiti að hann er með aksturseiginleika fólksbíla þrátt fyrir að sætishæðin sé há og sannaðist það vel í mjög svo löngum reynsluakstri í sveitunum kringum Madrid. Ekki verður annað sagt en bíllinn hafi verið reyndur til fulls, en ekin var samsvarandi vegalend og er milli Reykjavíkur og Akureyrar og það í svo íslensku veðri að leiðangursmenn fengu næstum heimþrá, það er að segja ef það getur tengst hagléli og hita rétt yfir frostmarki.Val um tvær vélargerðir Toyota C-HR er 4,36 metra langur, eða álíka og fyrsta kynslóð RAV4. Hann er smíðaður á glænýjum undirvagni, reyndar þeim sama og er undir nýjum Prius. Hann er með lægsta þyngdarpunkt bíla í sínum flokki, þ.e. C-stærðarflokki. Fjöðrunarbúnaður bílsins virðist einkar vel heppnaður og tryggir að hliðarhalli hans í beygjum er í algjöru lágmarki og var það reynt æði oft og haft gaman að á löngum akstrinum. Til reynslu voru báðar vélargerðirnar sem bíllinn kemur með í upphafi, eða 1,8 lítra bensínvél með Hybrid kerfi til aðstoðar og 1,2 lítra bensínvél með forþjöppu. Reyndust þær báðar góðar og álika aflmiklar þó smærri vélin hafi þar örlítið snerpuvinninginn. Hinsvegar reyndist eyðsla Hybrid bílsins í reynsluakstrinum nokkru minni þrátt fyrir meira sprengirými og munaði þar allnokkru. Samt sem áður var eyðsla turbó-bílsins mjög viðunandi og því fara þarna tveir mjög eyðslugrannir bílar. Engin dísilvél er í boði í C-HR og er það hið besta mál. Hinsvegar kom fram í spjalli við forráðamenn Toyota í Madrid að til greina komi að bjóða seinna meir aflmeiri vél í bílinn. Það er bæði búist við því erlendis sem hér á landi að þrír af hverjum fjórum kaupendum C-HR velji sér Hybrid bílinn og að þar ráði lægri eyðsla mestu, sem og umhverfisþátturinn.Mjög lág eyðsla Hybrid-útgáfunnar Hybrid gerðin er með uppgefna 3,6 lítra eyðslu í blönduðum akstri en Turbó-bíllinn með 5,5 lítra. Í reynsluakstrinum slógu þeir báðir nálægt þessum tölum. 1,8 lítra vélin í Hybrid-bílnum er 122 hestöfl en litla 1,2 lítra vélin með forþjöppunni er 116 hestöfl, en með mun meira tog, eða 185 Nm á móti 142. Því er hún snarpari ef hraða skal bílnum og þá í fínu lagi að láta það gerast á háum snúningi. Segja má að aksturseiginleikar þessa bíls slái út öllum öðrum Toyota bílum, ef undan er skilinn GT86 sportbíllinn. Hann undirstýrir nánast ekki neitt, mjög gott er að finna honum rými á miðjum vegi, ökumanni finnst hann mjög öruggur og hliðarhalli afar lítill í beygjum. Rétt er að benda þeim á sem velja sér 1,2 lítra turbó-bílinn að best er að halda honum á yfir 2.500 snúningum og allt að 5.500 snúningum, en þannig fæst mest útúr vélinni. Með þessari vél er líka hægt að fá C-HR með fjórhjóladrifi, en aðeins með framhjóladrifi í Hybrid-útgáfunni. Vakti allsstaðar athygliToyota C-HR bíllinn er eins og fyrr sagði óvenjulega frísklega teiknaður bíll sem fær augu nálægra til að elta sig og sást það vel er ekið var inní höfuðborginni spænsku og vakti hann allsstaðar athygli. Toyota hefur einnig lukkast frábærlega við innréttingu bílsins og minnist greinarhöfundur þess ekki að hafa séð betur útfærðari og fegurri innréttingu í Toyota bíl, sem og skemmtilegra litaspil, hönnun, efnisval og frágang. Frábært JBL hljóðkerfi var í reynsluakstursbílnum með 9 hátölurum og 576 W styrk, en það þarf að panta sérstaklega. Toyota C-HR fer í sölu fljótlega á þessu ári og svo mikil spenna er fyrir bílnum laglega að pantanir hafa hrannast upp. Með C-HR kemur einkar heppilegur bíll inní góða bílaflóru Toyota og ekki er nokkur vafi á því að þessi bíll verður gríðarlega vinsæll hérlendis og mun fást á hóflegu verði, enda fer hér ekki stór bíll, en praktískur þó. Áætluð sala C-HR í Evrópu er 100.000 eintök á ári.Kostir: Fallegur, aksturseiginleikar, eyðsla, verðÓkostir: Skortir öflugri vélarkost, lítið skottrými 1,2 eða 1,8 l. bensínvél, 116-122 hestöfl Framhjóladrif eða fjórhjóladrif Eyðsla frá: 3,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 82 g/km CO2 Hröðun: 10,9 sek. Hámarkshraði: 190 km/klst Verð frá: 3.940.000 kr. Umboð: Toyota á ÍslandiC-HR býðst í mjög flottum litum.Glæsileg innrétting er í bílnum.Flott litanotkun í innanrýminu.Góð sæti og flott eru í bílnum.Víst er að þessi bíll á eftir að seljast vel, bæði hérlendis sem annarsstaðar.Autoblog Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent
Reynsluakstur - Toyota C-HRÞað var með mikilli gleði sem brugðið var undir sig betri fætinum og skundað til Madrid að prófa nýjustu afurð Toyota, C-HR. Helsta ástæða þess var hve djarflega og fallega teiknaður þessi bíll er og loks komið að því að Toyota tæki vinkilbeygju hvað útlit bíla sinna varðar og segi skilið við íhaldssamt útlit. Toyota C-HR er einfallega einn mest spennandi bíll sem Toyota hefur nokkurntíma smíðað. Hann liggur á milli þess að vera fólksbíll og jepplingur, þó svo útlitið bendi til þess að þar fari fremur jepplingur. Bíllinn er fólksbíll að því leiti að hann er með aksturseiginleika fólksbíla þrátt fyrir að sætishæðin sé há og sannaðist það vel í mjög svo löngum reynsluakstri í sveitunum kringum Madrid. Ekki verður annað sagt en bíllinn hafi verið reyndur til fulls, en ekin var samsvarandi vegalend og er milli Reykjavíkur og Akureyrar og það í svo íslensku veðri að leiðangursmenn fengu næstum heimþrá, það er að segja ef það getur tengst hagléli og hita rétt yfir frostmarki.Val um tvær vélargerðir Toyota C-HR er 4,36 metra langur, eða álíka og fyrsta kynslóð RAV4. Hann er smíðaður á glænýjum undirvagni, reyndar þeim sama og er undir nýjum Prius. Hann er með lægsta þyngdarpunkt bíla í sínum flokki, þ.e. C-stærðarflokki. Fjöðrunarbúnaður bílsins virðist einkar vel heppnaður og tryggir að hliðarhalli hans í beygjum er í algjöru lágmarki og var það reynt æði oft og haft gaman að á löngum akstrinum. Til reynslu voru báðar vélargerðirnar sem bíllinn kemur með í upphafi, eða 1,8 lítra bensínvél með Hybrid kerfi til aðstoðar og 1,2 lítra bensínvél með forþjöppu. Reyndust þær báðar góðar og álika aflmiklar þó smærri vélin hafi þar örlítið snerpuvinninginn. Hinsvegar reyndist eyðsla Hybrid bílsins í reynsluakstrinum nokkru minni þrátt fyrir meira sprengirými og munaði þar allnokkru. Samt sem áður var eyðsla turbó-bílsins mjög viðunandi og því fara þarna tveir mjög eyðslugrannir bílar. Engin dísilvél er í boði í C-HR og er það hið besta mál. Hinsvegar kom fram í spjalli við forráðamenn Toyota í Madrid að til greina komi að bjóða seinna meir aflmeiri vél í bílinn. Það er bæði búist við því erlendis sem hér á landi að þrír af hverjum fjórum kaupendum C-HR velji sér Hybrid bílinn og að þar ráði lægri eyðsla mestu, sem og umhverfisþátturinn.Mjög lág eyðsla Hybrid-útgáfunnar Hybrid gerðin er með uppgefna 3,6 lítra eyðslu í blönduðum akstri en Turbó-bíllinn með 5,5 lítra. Í reynsluakstrinum slógu þeir báðir nálægt þessum tölum. 1,8 lítra vélin í Hybrid-bílnum er 122 hestöfl en litla 1,2 lítra vélin með forþjöppunni er 116 hestöfl, en með mun meira tog, eða 185 Nm á móti 142. Því er hún snarpari ef hraða skal bílnum og þá í fínu lagi að láta það gerast á háum snúningi. Segja má að aksturseiginleikar þessa bíls slái út öllum öðrum Toyota bílum, ef undan er skilinn GT86 sportbíllinn. Hann undirstýrir nánast ekki neitt, mjög gott er að finna honum rými á miðjum vegi, ökumanni finnst hann mjög öruggur og hliðarhalli afar lítill í beygjum. Rétt er að benda þeim á sem velja sér 1,2 lítra turbó-bílinn að best er að halda honum á yfir 2.500 snúningum og allt að 5.500 snúningum, en þannig fæst mest útúr vélinni. Með þessari vél er líka hægt að fá C-HR með fjórhjóladrifi, en aðeins með framhjóladrifi í Hybrid-útgáfunni. Vakti allsstaðar athygliToyota C-HR bíllinn er eins og fyrr sagði óvenjulega frísklega teiknaður bíll sem fær augu nálægra til að elta sig og sást það vel er ekið var inní höfuðborginni spænsku og vakti hann allsstaðar athygli. Toyota hefur einnig lukkast frábærlega við innréttingu bílsins og minnist greinarhöfundur þess ekki að hafa séð betur útfærðari og fegurri innréttingu í Toyota bíl, sem og skemmtilegra litaspil, hönnun, efnisval og frágang. Frábært JBL hljóðkerfi var í reynsluakstursbílnum með 9 hátölurum og 576 W styrk, en það þarf að panta sérstaklega. Toyota C-HR fer í sölu fljótlega á þessu ári og svo mikil spenna er fyrir bílnum laglega að pantanir hafa hrannast upp. Með C-HR kemur einkar heppilegur bíll inní góða bílaflóru Toyota og ekki er nokkur vafi á því að þessi bíll verður gríðarlega vinsæll hérlendis og mun fást á hóflegu verði, enda fer hér ekki stór bíll, en praktískur þó. Áætluð sala C-HR í Evrópu er 100.000 eintök á ári.Kostir: Fallegur, aksturseiginleikar, eyðsla, verðÓkostir: Skortir öflugri vélarkost, lítið skottrými 1,2 eða 1,8 l. bensínvél, 116-122 hestöfl Framhjóladrif eða fjórhjóladrif Eyðsla frá: 3,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 82 g/km CO2 Hröðun: 10,9 sek. Hámarkshraði: 190 km/klst Verð frá: 3.940.000 kr. Umboð: Toyota á ÍslandiC-HR býðst í mjög flottum litum.Glæsileg innrétting er í bílnum.Flott litanotkun í innanrýminu.Góð sæti og flott eru í bílnum.Víst er að þessi bíll á eftir að seljast vel, bæði hérlendis sem annarsstaðar.Autoblog
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent