Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar sem og Íslendingar búsettir á Grænlandi hafa verulegar áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga á alþjóðavettvangi og óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Íslendingar þekktu þetta vel á eigin skinni áður en leiðtogafundurinn árið 1986 kom Íslandi fyrst almennilega á heimskortið. Þá sjaldan sem fréttir birtust af Íslendingum í erlendum fjölmiðlum þá voru þær um tíma helst af drykkjuskap unglinga í miðbæ Reykjavíkur. Og kannski hefur það verið ímyndarvandi sem Íslendingar sem smáþjóð hafa talið sig þurfa að glíma við frá fyrstu tíð því haft var á orði að sjálf Landnámabók hefði verið skrifuð í þeim tilgangi að menn þyrftu að geta svarað erlendum mönnum að þeir væru ekki komnir af þrælum og illmennum heldur höfðingjum. Í Nuuk, höfuðstað Grænlands, hafa fréttamenn Stöðvar 2 fundið samskonar áhyggjur, bæði af hálfu Grænlendinga sem og Íslendinga sem þar eru búsettir; að þá sjaldan sem fréttir birtist af Grænlandi erlendis þá séu þær af neikvæðum toga. Þær séu af félagslegum vandamálum, drykkjuskap og glæpum. Umheimurinn fái sjaldan jákvæðar fréttir af grænlensku samfélagi. Og víst er að fréttirnar nú í janúar fegra ekki myndina; fyrst af morði og tveimur sjálfsvígum í upphafi árs í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands og síðan af tveimur grænlenskum sjómönnum sem grunaðir eru um morð á Íslandi. Hrafn Jökulsson, sem hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar, benti á það í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að sjálfstraust Grænlendinga væri enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þyrfti til þess að því væri hnekkt. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á Grænlandi og nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum í kvöld og á næstu dögum. Séð yfir höfnina í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonÞjóðminjasafn Grænlands í forgrunni. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonRæðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson Birna Brjánsdóttir Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Grænlendingar sem og Íslendingar búsettir á Grænlandi hafa verulegar áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga á alþjóðavettvangi og óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Íslendingar þekktu þetta vel á eigin skinni áður en leiðtogafundurinn árið 1986 kom Íslandi fyrst almennilega á heimskortið. Þá sjaldan sem fréttir birtust af Íslendingum í erlendum fjölmiðlum þá voru þær um tíma helst af drykkjuskap unglinga í miðbæ Reykjavíkur. Og kannski hefur það verið ímyndarvandi sem Íslendingar sem smáþjóð hafa talið sig þurfa að glíma við frá fyrstu tíð því haft var á orði að sjálf Landnámabók hefði verið skrifuð í þeim tilgangi að menn þyrftu að geta svarað erlendum mönnum að þeir væru ekki komnir af þrælum og illmennum heldur höfðingjum. Í Nuuk, höfuðstað Grænlands, hafa fréttamenn Stöðvar 2 fundið samskonar áhyggjur, bæði af hálfu Grænlendinga sem og Íslendinga sem þar eru búsettir; að þá sjaldan sem fréttir birtist af Grænlandi erlendis þá séu þær af neikvæðum toga. Þær séu af félagslegum vandamálum, drykkjuskap og glæpum. Umheimurinn fái sjaldan jákvæðar fréttir af grænlensku samfélagi. Og víst er að fréttirnar nú í janúar fegra ekki myndina; fyrst af morði og tveimur sjálfsvígum í upphafi árs í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands og síðan af tveimur grænlenskum sjómönnum sem grunaðir eru um morð á Íslandi. Hrafn Jökulsson, sem hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar, benti á það í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að sjálfstraust Grænlendinga væri enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þyrfti til þess að því væri hnekkt. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á Grænlandi og nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum í kvöld og á næstu dögum. Séð yfir höfnina í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonÞjóðminjasafn Grænlands í forgrunni. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonRæðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira