Brothættur friður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 28. janúar 2017 07:00 Theresa May var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum síðustu tvo daga og hitti þar fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að heimsókn May sé þrungnari merkingu nú eftir að ólíkindatólið Trump er tekið við og Bretar á hraðri leið út úr Evrópusambandinu. Heimsmyndin er einfaldlega ekki sú sama og við höfum vanist. Heimsóknin var sennilega mikilvægari fyrir May en Trump. Breta bráðvantar svör við því hvað tekur við eftir að þeir hafa yfirgefið ESB. Þar líta þeir helst til einhvers konar fríverslunarfyrirkomulags milli Bretlands og Bandaríkjanna. Einhver vissa, eða að minnsta kosti góð teikn, er May lífsnauðsynleg til að endurvekja traust á mörkuðum. Eitthvað traustvekjandi þarf að eiga sér stað til að stöðva hrun sterlingspundsins sem veikst hefur um allt að þriðjung gagnvart helstu gjaldmiðlum frá því í sumar. Lengi hefur verið talað um sérstakt samband Bandaríkjanna og Bretlands. Trump hefur af einhverjum ástæðum horn í síðu Evrópusambandsins og telur Breta betur stadda utan þess en innan. Í þeim anda hefur Trump í sjálfu sér ekki tekið illa í að rétta Bretum hjálparhönd þegar Brexit verður að veruleika – enda geti viðskiptasamningur milli hinna rótgrónu bandamanna orðið báðum til góðs. Hann er líka, að því er virðist, mikill aðdáandi þeirra sjálfstæðistilburða sem Bretar sýndu með Brexit-atkvæðagreiðslunni og lét meira að segja verða sitt fyrsta verk eftir kosningasigurinn í nóvember að boða hinn umdeilda Nigel Farage á sinn fund. Margir málsmetandi stjórnmálamenn innan og utan Bretlands hafa látið Farage heyra það undanfarin misseri. Hann lítur því á sambandið við nýja forsetann sem skrautfjöður í hattinn. Evrópusambandið hefur staðið fyrir opnun landamæra innbyrðis og frjálst flæði fólks og fjármagns milli landanna á hinu Evrópska efnahagssvæði. Þróunin hefur verið að ganga lengra í þeim efnum, það er að segja að stækka svæðið og auka frelsið. May og Trump virðast hins vegar vera á annarri línu. Breski forsætisráðherrann og þeir sem aðhyllast Brexit standa fyrir einangraðra Bretland og aukna landamæravörslu. Trump og félagar vilja byggja múra og setja Bandaríkin í fyrsta sæti, eins og það er orðað – hvað sem það svo þýðir. May hefur meira að segja lýst því yfir, að það heyri jafnvel fortíðinni til að Bandaríkin og Bretland leggi meginlínurnar í alþjóðastjórnmálum. Vonandi auðnast þeim Trump og May að finna hinn gullna meðalveg. Það er erfitt að ímynda sér að það sé framfaraskref að loka landamærum og að ríki taki afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta meira og minna alla heimsbyggðina í alþjóðlegu tómarúmi. Slík vegferð gæti endað illa og fyrir því eru fjöldamörg dæmi úr mannkynssögunni. Friðurinn er brothættur og langt í frá sjálfsagður.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Theresa May var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum síðustu tvo daga og hitti þar fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að heimsókn May sé þrungnari merkingu nú eftir að ólíkindatólið Trump er tekið við og Bretar á hraðri leið út úr Evrópusambandinu. Heimsmyndin er einfaldlega ekki sú sama og við höfum vanist. Heimsóknin var sennilega mikilvægari fyrir May en Trump. Breta bráðvantar svör við því hvað tekur við eftir að þeir hafa yfirgefið ESB. Þar líta þeir helst til einhvers konar fríverslunarfyrirkomulags milli Bretlands og Bandaríkjanna. Einhver vissa, eða að minnsta kosti góð teikn, er May lífsnauðsynleg til að endurvekja traust á mörkuðum. Eitthvað traustvekjandi þarf að eiga sér stað til að stöðva hrun sterlingspundsins sem veikst hefur um allt að þriðjung gagnvart helstu gjaldmiðlum frá því í sumar. Lengi hefur verið talað um sérstakt samband Bandaríkjanna og Bretlands. Trump hefur af einhverjum ástæðum horn í síðu Evrópusambandsins og telur Breta betur stadda utan þess en innan. Í þeim anda hefur Trump í sjálfu sér ekki tekið illa í að rétta Bretum hjálparhönd þegar Brexit verður að veruleika – enda geti viðskiptasamningur milli hinna rótgrónu bandamanna orðið báðum til góðs. Hann er líka, að því er virðist, mikill aðdáandi þeirra sjálfstæðistilburða sem Bretar sýndu með Brexit-atkvæðagreiðslunni og lét meira að segja verða sitt fyrsta verk eftir kosningasigurinn í nóvember að boða hinn umdeilda Nigel Farage á sinn fund. Margir málsmetandi stjórnmálamenn innan og utan Bretlands hafa látið Farage heyra það undanfarin misseri. Hann lítur því á sambandið við nýja forsetann sem skrautfjöður í hattinn. Evrópusambandið hefur staðið fyrir opnun landamæra innbyrðis og frjálst flæði fólks og fjármagns milli landanna á hinu Evrópska efnahagssvæði. Þróunin hefur verið að ganga lengra í þeim efnum, það er að segja að stækka svæðið og auka frelsið. May og Trump virðast hins vegar vera á annarri línu. Breski forsætisráðherrann og þeir sem aðhyllast Brexit standa fyrir einangraðra Bretland og aukna landamæravörslu. Trump og félagar vilja byggja múra og setja Bandaríkin í fyrsta sæti, eins og það er orðað – hvað sem það svo þýðir. May hefur meira að segja lýst því yfir, að það heyri jafnvel fortíðinni til að Bandaríkin og Bretland leggi meginlínurnar í alþjóðastjórnmálum. Vonandi auðnast þeim Trump og May að finna hinn gullna meðalveg. Það er erfitt að ímynda sér að það sé framfaraskref að loka landamærum og að ríki taki afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta meira og minna alla heimsbyggðina í alþjóðlegu tómarúmi. Slík vegferð gæti endað illa og fyrir því eru fjöldamörg dæmi úr mannkynssögunni. Friðurinn er brothættur og langt í frá sjálfsagður.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun