Nýr Nissan Z á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2017 11:27 Sportleg hlutföll í Nissan Z. Sjötta kynslóð Nissan Z bíla hefur verið til sölu allt frá árinu 2008, þ.e. Nissan 370Z og því kominn tími á næstu kynslóð bílsins. Hann verður mjög breyttur bíll þó svo hann verði svipaður af stærð. Ekki þarf lengi að bíða eftir þessum bíl, en hann verður kynntur á bílasýningu í Tokyo Motor Show í október. Undirvagn þessa bíls verður sá sami og er í Infinity Q60 sem tilheyrir lúxusbílaarmi Nissan. Öflugasta gerð bílsins verður með 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og skilar kringum 400 hestöflum og 470 Nm togi. Hann verðum með tveggjakúplinga sjö gíra sjálfskiptingu. Grunngerð bílsins verður með aflminni 300 hestafla vél sem er þó í grunninn sama vélin. Þessi vél verður líka í Plug-In-Hybrid útfærslu bílsins, sem koma mun fram á sjónarsviðið seinna. Rafmótorar þess bíls munu bæta við 160 hestöflum og því gæti þar verið um aflmestu gerð bílsins að ræða, eða um 460 hestöfl, en þarna fara þó getgátur. Haft hefur þó verið eftir innanbúðarmanni í Nissan að sá bíll gæti orðið um 500 hestöfl, spennandi það. Sala á nýjum Nissan Z mun líklega ekki hefjast fyrr en um áramótin 2018 og 2019 og kosta á bilinu 30.000 til 50.000 dollara í Bandaríkjunum. Þá verður Nissan 370Z búinn að vera á markaði í heil 10 ár, óvenju langan tíma fyrir kynslóð bíls. Snaggaralegur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent
Sjötta kynslóð Nissan Z bíla hefur verið til sölu allt frá árinu 2008, þ.e. Nissan 370Z og því kominn tími á næstu kynslóð bílsins. Hann verður mjög breyttur bíll þó svo hann verði svipaður af stærð. Ekki þarf lengi að bíða eftir þessum bíl, en hann verður kynntur á bílasýningu í Tokyo Motor Show í október. Undirvagn þessa bíls verður sá sami og er í Infinity Q60 sem tilheyrir lúxusbílaarmi Nissan. Öflugasta gerð bílsins verður með 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og skilar kringum 400 hestöflum og 470 Nm togi. Hann verðum með tveggjakúplinga sjö gíra sjálfskiptingu. Grunngerð bílsins verður með aflminni 300 hestafla vél sem er þó í grunninn sama vélin. Þessi vél verður líka í Plug-In-Hybrid útfærslu bílsins, sem koma mun fram á sjónarsviðið seinna. Rafmótorar þess bíls munu bæta við 160 hestöflum og því gæti þar verið um aflmestu gerð bílsins að ræða, eða um 460 hestöfl, en þarna fara þó getgátur. Haft hefur þó verið eftir innanbúðarmanni í Nissan að sá bíll gæti orðið um 500 hestöfl, spennandi það. Sala á nýjum Nissan Z mun líklega ekki hefjast fyrr en um áramótin 2018 og 2019 og kosta á bilinu 30.000 til 50.000 dollara í Bandaríkjunum. Þá verður Nissan 370Z búinn að vera á markaði í heil 10 ár, óvenju langan tíma fyrir kynslóð bíls. Snaggaralegur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent