Stefnt að hlutafjárútboði Arion banka í kringum páska Hörður Ægisson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Stefnt er að því að almennt hlutafjárútboð Arion banka, þar sem Kaupþing hyggst bjóða til sölu eignarhlut sinn í bankanum, verði haldið öðru hvoru megin við páskahelgina um miðjan aprílmánuð næstkomandi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hversu stóran hlut Kaupþing áformar að selja í útboðinu en félagið á í dag 87 prósent alls hlutafjár í Arion banka. Væntingar eru um að erlendir fjárfestar muni kaupa megnið af þeim bréfum sem boðin verða til sölu en í kjölfar útboðsins verður bankinn skráður á markað í Kauphöll Íslands og í Kauphöllinni í Svíþjóð. Kaupþing vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Erlendir fjárfestingasjóðir, sem eiga það sammerkt að hafa sýnt Arion banka áhuga, hafa á síðustu vikum og mánuðum átt fundi hér á landi með yfirstjórnendum Fjármálaeftirlitsins (FME) í tengslum við möguleg kaup þeirra á hlut í bankanum, samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins. Slíkur fundur fór síðast fram 12. janúar síðastliðinn. Heimildarmenn blaðsins, sem hafa vitneskju um þá fundi sem stjórnendur FME hafa samþykkt að eiga með nokkrum fjárfestingasjóðum, lýsa þeim sem upplýsingafundum.Eignarhald og hæfi Fyrir forsvarsmenn sjóðanna, en bæði er um að ræða vogunarsjóði og eins hefðbundnari fjárfestingasjóði, hefur markmiðið með slíkum fundum meðal annars verið að fá upplýsingar um vinnu FME við innleiðingu á nýju regluverki um starfsemi fjármálastofnana – það sem er nefnt Basel III – á grundvelli tilskipana og reglugerða ESB. Þá hefur Fjármálaeftirlitið á hinn bóginn leitast eftir því á fundunum að fá upplýsingar um eignarhald viðkomandi sjóða og önnur atriði sem kunna að varða mögulegt hæfi þeirra til að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Fréttablaðið hefur ekki fengið upplýsingar um nöfn þeirra sjóða sem hafa fundað með FME að undanförnu en í þeim hópi eru meðal annars bandarískir fjárfestingasjóðir sem eru stórir hluthafar í Kaupþingi. Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu í liðinni viku sagði Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, að „æskilegast væri að fá virta langtímafjárfesta“ að bönkunum. Hún benti hins vegar á að þess konar erlendir fjárfestar væru í hinum vestræna heimi ekki að kaupa í bönkum – heldur þvert á móti að losa sig úr slíkum fjárfestingum. „Einu aðilarnir sem virðast hafa áhuga á því að kaupa banka eru sjóðir, t.d. vogunarsjóðir, sem leggja mikið á sig til að leyna því hverjir þeir eru í raun og veru.“Útboð og hornsteinsfjárfestar Greint var frá því í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, fyrr í þessum mánuði að nánast útilokað væri að hópur íslenskra lífeyrissjóða myndi kaupa tuga prósenta eignarhlut í Arion banka í gegnum lokað útboð. Viðræður milli Kaupþings og fulltrúa sjóðanna, sem höfðu staðið yfir frá því á haustmánuðum, runnu út í sandinn í byrjun desember. Verðhugmyndir lífeyrissjóðanna voru með þeim hætti – þær gerðu ráð fyrir kaupverði sem væri nokkuð undir genginu 0,8 miðað við bókfært eigið fé Arion banka – að afar ólíklegt þótti að samkomulag gæti náðst um sölu á hlut í bankanum til sjóðanna. Þeir drógu sig því út úr viðræðunum. Kaupþing vonast hins vegar til að lífeyrissjóðirnir taki þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka. Þar er horft til þess að lífeyrissjóðunum verði boðið, ásamt ýmsum erlendum fjárfestingasjóðum, að vera í hópi hornsteinsfjárfesta í útboðinu. Þá myndu þeir skuldbinda sig til að kaupa tiltekinn eignarhlut á sama verði og aðrir þátttakendur, en semja ekki um sérstakt verð líkt og kjölfestufjárfestar að undangengnu forvali í lokuðu útboði. Sá sem hefur leitt vinnu Kaupþings í tengslum við söluferlið er Benedikt Gíslason, sem situr í stjórn félagsins, og þá hefur hæstaréttarlögmaðurinn Óttar Pálsson nýlega bæst við í þann hóp. Óttar situr í stjórn Kaupþings og er á meðal eiganda að lögmannsstofunni LOGOS sem kemur að verkefninu sem lögfræðilegur ráðgjafi. Sá sem fer einkum fyrir þeirri vinnu hjá LOGOS er Þórólfur Jónsson, eigandi og stjórnarformaður lögmannsstofunnar. Þeir bankar sem hafa verið ráðnir umsjónaraðilar með útboðinu eru Morgan Stanley, Citi og sænski fjárfestingabankinn Carnegie. Þá mun Deutsche Bank vera í hlutverki söluráðgjafa auk þess sem gengið verður innan skamms frá samkomulagi við tvö eða fleiri íslensk fjármálafyrirtæki. [email protected] Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Stefnt er að því að almennt hlutafjárútboð Arion banka, þar sem Kaupþing hyggst bjóða til sölu eignarhlut sinn í bankanum, verði haldið öðru hvoru megin við páskahelgina um miðjan aprílmánuð næstkomandi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hversu stóran hlut Kaupþing áformar að selja í útboðinu en félagið á í dag 87 prósent alls hlutafjár í Arion banka. Væntingar eru um að erlendir fjárfestar muni kaupa megnið af þeim bréfum sem boðin verða til sölu en í kjölfar útboðsins verður bankinn skráður á markað í Kauphöll Íslands og í Kauphöllinni í Svíþjóð. Kaupþing vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Erlendir fjárfestingasjóðir, sem eiga það sammerkt að hafa sýnt Arion banka áhuga, hafa á síðustu vikum og mánuðum átt fundi hér á landi með yfirstjórnendum Fjármálaeftirlitsins (FME) í tengslum við möguleg kaup þeirra á hlut í bankanum, samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins. Slíkur fundur fór síðast fram 12. janúar síðastliðinn. Heimildarmenn blaðsins, sem hafa vitneskju um þá fundi sem stjórnendur FME hafa samþykkt að eiga með nokkrum fjárfestingasjóðum, lýsa þeim sem upplýsingafundum.Eignarhald og hæfi Fyrir forsvarsmenn sjóðanna, en bæði er um að ræða vogunarsjóði og eins hefðbundnari fjárfestingasjóði, hefur markmiðið með slíkum fundum meðal annars verið að fá upplýsingar um vinnu FME við innleiðingu á nýju regluverki um starfsemi fjármálastofnana – það sem er nefnt Basel III – á grundvelli tilskipana og reglugerða ESB. Þá hefur Fjármálaeftirlitið á hinn bóginn leitast eftir því á fundunum að fá upplýsingar um eignarhald viðkomandi sjóða og önnur atriði sem kunna að varða mögulegt hæfi þeirra til að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Fréttablaðið hefur ekki fengið upplýsingar um nöfn þeirra sjóða sem hafa fundað með FME að undanförnu en í þeim hópi eru meðal annars bandarískir fjárfestingasjóðir sem eru stórir hluthafar í Kaupþingi. Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu í liðinni viku sagði Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, að „æskilegast væri að fá virta langtímafjárfesta“ að bönkunum. Hún benti hins vegar á að þess konar erlendir fjárfestar væru í hinum vestræna heimi ekki að kaupa í bönkum – heldur þvert á móti að losa sig úr slíkum fjárfestingum. „Einu aðilarnir sem virðast hafa áhuga á því að kaupa banka eru sjóðir, t.d. vogunarsjóðir, sem leggja mikið á sig til að leyna því hverjir þeir eru í raun og veru.“Útboð og hornsteinsfjárfestar Greint var frá því í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, fyrr í þessum mánuði að nánast útilokað væri að hópur íslenskra lífeyrissjóða myndi kaupa tuga prósenta eignarhlut í Arion banka í gegnum lokað útboð. Viðræður milli Kaupþings og fulltrúa sjóðanna, sem höfðu staðið yfir frá því á haustmánuðum, runnu út í sandinn í byrjun desember. Verðhugmyndir lífeyrissjóðanna voru með þeim hætti – þær gerðu ráð fyrir kaupverði sem væri nokkuð undir genginu 0,8 miðað við bókfært eigið fé Arion banka – að afar ólíklegt þótti að samkomulag gæti náðst um sölu á hlut í bankanum til sjóðanna. Þeir drógu sig því út úr viðræðunum. Kaupþing vonast hins vegar til að lífeyrissjóðirnir taki þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka. Þar er horft til þess að lífeyrissjóðunum verði boðið, ásamt ýmsum erlendum fjárfestingasjóðum, að vera í hópi hornsteinsfjárfesta í útboðinu. Þá myndu þeir skuldbinda sig til að kaupa tiltekinn eignarhlut á sama verði og aðrir þátttakendur, en semja ekki um sérstakt verð líkt og kjölfestufjárfestar að undangengnu forvali í lokuðu útboði. Sá sem hefur leitt vinnu Kaupþings í tengslum við söluferlið er Benedikt Gíslason, sem situr í stjórn félagsins, og þá hefur hæstaréttarlögmaðurinn Óttar Pálsson nýlega bæst við í þann hóp. Óttar situr í stjórn Kaupþings og er á meðal eiganda að lögmannsstofunni LOGOS sem kemur að verkefninu sem lögfræðilegur ráðgjafi. Sá sem fer einkum fyrir þeirri vinnu hjá LOGOS er Þórólfur Jónsson, eigandi og stjórnarformaður lögmannsstofunnar. Þeir bankar sem hafa verið ráðnir umsjónaraðilar með útboðinu eru Morgan Stanley, Citi og sænski fjárfestingabankinn Carnegie. Þá mun Deutsche Bank vera í hlutverki söluráðgjafa auk þess sem gengið verður innan skamms frá samkomulagi við tvö eða fleiri íslensk fjármálafyrirtæki. [email protected]
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira