Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2017 21:51 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við undirritun tilskipunarinnar. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðji með einhverjum hætti fóstureyðingar. BBC greinir frá.Að sögn Sean Spicer, blaðamannafulltrúa Hvíta hússins, sýnir ákvörðunin að forsetinn „berst fyrir alla Bandaríkjamenn, þar á meðal þá sem enn hafa ekki fæðst.“ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna árið 1984, var fyrstur forseta til að innleiða slíka tilskipun og hafa forsetar landsins skipst á að draga tilskipunina til baka eða innleiða hana, eftir því hvort að þeir eru Demókratar eða Repúblikanar. Þannig dró Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilskipunina til baka eftir að hann tók við embætti forseta, árið 2009. Tilskipunin neyðir frjáls félagasamtök sem fá styrki frá bandarísku ríkisstjórninni til þess að samþykkja að „framkvæma ekki fóstureyðingar né heldur styðja við fóstureyðingar með einhverjum hætti sem aðferð til þess að skipuleggja fjölskyldu í öðrum löndum.“ Samþykki þau það ekki, fá þau ekki lengur fjármagn frá alríkisstjórninni. Ýmsir hópar, víðsvegar um Bandaríkin, sem styðja rétt kvenna til fóstureyðinga, hafa gagnrýnt Trump harðlega vegna þessa. Trump hefur áður sagt að konur „þyrftu að undirgangast einhverskonar refsingu“ fyrir að gangast undir fóstureyðingu, ef fóstureyðingar væru ólöglegar þar sem þær búa. Hann dró þó ummæli sín til baka eftir mikla reiði meðal almennings. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra sagði Trump um fóstureyðingar að sér þætti að hvert og eitt fylki Bandaríkjanna ætti að ráða því sjálft hvort að fóstureyðingar væru löglegar eða ólöglegar innan landamæra þess. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðji með einhverjum hætti fóstureyðingar. BBC greinir frá.Að sögn Sean Spicer, blaðamannafulltrúa Hvíta hússins, sýnir ákvörðunin að forsetinn „berst fyrir alla Bandaríkjamenn, þar á meðal þá sem enn hafa ekki fæðst.“ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna árið 1984, var fyrstur forseta til að innleiða slíka tilskipun og hafa forsetar landsins skipst á að draga tilskipunina til baka eða innleiða hana, eftir því hvort að þeir eru Demókratar eða Repúblikanar. Þannig dró Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilskipunina til baka eftir að hann tók við embætti forseta, árið 2009. Tilskipunin neyðir frjáls félagasamtök sem fá styrki frá bandarísku ríkisstjórninni til þess að samþykkja að „framkvæma ekki fóstureyðingar né heldur styðja við fóstureyðingar með einhverjum hætti sem aðferð til þess að skipuleggja fjölskyldu í öðrum löndum.“ Samþykki þau það ekki, fá þau ekki lengur fjármagn frá alríkisstjórninni. Ýmsir hópar, víðsvegar um Bandaríkin, sem styðja rétt kvenna til fóstureyðinga, hafa gagnrýnt Trump harðlega vegna þessa. Trump hefur áður sagt að konur „þyrftu að undirgangast einhverskonar refsingu“ fyrir að gangast undir fóstureyðingu, ef fóstureyðingar væru ólöglegar þar sem þær búa. Hann dró þó ummæli sín til baka eftir mikla reiði meðal almennings. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra sagði Trump um fóstureyðingar að sér þætti að hvert og eitt fylki Bandaríkjanna ætti að ráða því sjálft hvort að fóstureyðingar væru löglegar eða ólöglegar innan landamæra þess.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira