Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Svavar Hávarðsson skrifar 30. janúar 2017 06:00 Berta Daníelsdóttir Eitt stærsta hagsmunamál íslensks sjávarútvegs á komandi árum kann að vera bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu. Sterk samkeppnisstaða Íslands á rætur í öflugu flutningsneti og fjölda áfangastaða – sem á sér fáar hliðstæður. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, gerir þetta að umtalsefni í nýrri greiningu sjávarklasans. Blikur eru á lofti, skrifar Berta, því að sjávarútvegurinn, og aðrir framleiðendur matvæla sem hyggja á útflutning, standa frammi fyrir þeirri staðreynd „að þeir markaðir, sem íslensk flutningsfyrirtæki og um leið útflytjendur sjávarafurða hafa þjónað um hundruð ára eru sumpart hnignandi.“ Berta bendir á að í samanburði við Asíu sé hagvöxtur í Vesturheimi rýr og fólksfjölgun lítil. „Á evrópsku og bandarísku markaðina verður mögulega erfiðara að selja eina vönduðustu sjávarafurð sem til er við Atlantshaf, Atlantshafsþorskinn. Það sama má segja um önnur íslensk matvæli sem áhugi er á að markaðssetja sem einhver hreinustu matvæli heims; skyr, vatn, bjór, lamb og áfram mætti telja. Á sama tíma og hágæðamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum fækkar fer þeim ört fjölgandi í löndum eins og Kína og Suður-Kóreu,“ segir Berta. Í þessu ljósi segir Berta bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu vera stórt hagsmunamál. Stóra breytingin, sem er líkleg til að opna dyr inn á áhugaverða markaði fyrir íslensk matvæli í Asíu, er beint flug frá Íslandi en líklegt telur Berta að af því verði innan nokkurra ára. Skemmst er að minnast orða Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Fréttablaðinu fyrir skömmu: „Það er ekkert launungarmál að við horfum til Asíu og annarra fjarlægra landa. Ég sé bæði tækifæri í flugi til og frá þessum löndum til Íslands, en jafnframt endurspeglar þetta fyrst og fremst þá sýn að Ísland geti orðið mjög stór alþjóðleg tengimiðstöð fyrir flug. Miðstöðin myndi þá tengja saman Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu.“ Berta hvetur til þess að öflugu klasasamstarfi, sem teygi sig inn í stjórnkerfi, atvinnulíf og menntastofnanir, verði komið á og unnin verði heildstæð stefnu- og framkvæmdaáætlun. „Íslendingar hafa nú um árabil aðallega beint athygli og umræðu að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar þegar rætt er um flutningskerfið. Alþjóðlegar flugtengingar og uppbygging alls flutningskerfisins, sem opna mikil tækifæri fyrir Ísland, verða að komast betur að í umræðu og stefnumörkun stjórnvalda,“ ályktar Berta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskur bjór WOW Air Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Eitt stærsta hagsmunamál íslensks sjávarútvegs á komandi árum kann að vera bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu. Sterk samkeppnisstaða Íslands á rætur í öflugu flutningsneti og fjölda áfangastaða – sem á sér fáar hliðstæður. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, gerir þetta að umtalsefni í nýrri greiningu sjávarklasans. Blikur eru á lofti, skrifar Berta, því að sjávarútvegurinn, og aðrir framleiðendur matvæla sem hyggja á útflutning, standa frammi fyrir þeirri staðreynd „að þeir markaðir, sem íslensk flutningsfyrirtæki og um leið útflytjendur sjávarafurða hafa þjónað um hundruð ára eru sumpart hnignandi.“ Berta bendir á að í samanburði við Asíu sé hagvöxtur í Vesturheimi rýr og fólksfjölgun lítil. „Á evrópsku og bandarísku markaðina verður mögulega erfiðara að selja eina vönduðustu sjávarafurð sem til er við Atlantshaf, Atlantshafsþorskinn. Það sama má segja um önnur íslensk matvæli sem áhugi er á að markaðssetja sem einhver hreinustu matvæli heims; skyr, vatn, bjór, lamb og áfram mætti telja. Á sama tíma og hágæðamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum fækkar fer þeim ört fjölgandi í löndum eins og Kína og Suður-Kóreu,“ segir Berta. Í þessu ljósi segir Berta bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu vera stórt hagsmunamál. Stóra breytingin, sem er líkleg til að opna dyr inn á áhugaverða markaði fyrir íslensk matvæli í Asíu, er beint flug frá Íslandi en líklegt telur Berta að af því verði innan nokkurra ára. Skemmst er að minnast orða Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Fréttablaðinu fyrir skömmu: „Það er ekkert launungarmál að við horfum til Asíu og annarra fjarlægra landa. Ég sé bæði tækifæri í flugi til og frá þessum löndum til Íslands, en jafnframt endurspeglar þetta fyrst og fremst þá sýn að Ísland geti orðið mjög stór alþjóðleg tengimiðstöð fyrir flug. Miðstöðin myndi þá tengja saman Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu.“ Berta hvetur til þess að öflugu klasasamstarfi, sem teygi sig inn í stjórnkerfi, atvinnulíf og menntastofnanir, verði komið á og unnin verði heildstæð stefnu- og framkvæmdaáætlun. „Íslendingar hafa nú um árabil aðallega beint athygli og umræðu að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar þegar rætt er um flutningskerfið. Alþjóðlegar flugtengingar og uppbygging alls flutningskerfisins, sem opna mikil tækifæri fyrir Ísland, verða að komast betur að í umræðu og stefnumörkun stjórnvalda,“ ályktar Berta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskur bjór WOW Air Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira