Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Atli ísleifsson skrifar 3. febrúar 2017 23:40 Íslandsvinurinn Noel varð stjarna á einni nóttu þegar hann ók frá Keflavík og fór að fyrirmælum GPS-tækisins og hafnaði á Siglufirði í stað miðborgar Reykjavíkur þar sem hann átti bókað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli vegna GPS-vandræða og annarra ævintýra sinna hér á landi á síðasta ári, hyggst snúa aftur til Íslands næsta sumar. Noel greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Íslandsvinurinn Noel varð stjarna á einni nóttu þegar hann ók frá Keflavík og fór að fyrirmælum GPS-tækisins og hafnaði á Siglufirði í stað miðborgar Reykjavíkur þar sem hann átti bókað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg, hlýddi tækinu, og var kominn til Siglufjarðar nokkrum tímum síðar. En af hverju vilt þú koma aftur til Íslands? „Ég varð einfaldlega ástfanginn af landinu. Mér fannst maturinn frábær og ég hef hvergi drukkið betra vatn. Svo eignaðist ég marga vini þarna. Ég vil kynnast landinu og íslenskri menningu betur,“ segir Noel. Noel kemur frá New Jersey og á bókað flug frá New York að kvöldi 21. júní og kemur til landsins að morgni 22. júní. Hann býst við að vera á landinu í eina viku og segist hlakka mikið til. „Eina vandamálið er að ég neyðist eitthvað til að sofa. Það er svo mikil tímasóun. Ég væri til í að vaka allan tímann.“ Þú komst síðast í febrúar og þá var dimmt. Nú kemurðu hins vegar að sumri, þannig að þú mátt búast við mikilli birtu, líka á nóttunni, sem mun kannski eitthvað trufla svefninn. „Já, ég veit. Það er líka ein af ástæðum þess að ég ákvað að koma að sumri í þetta skiptið. Ég vil fá að upplifa miðnætursólina.“ En ertu eitthvað byrjaður að plana ferðina? „Nei, ég er ekki byrjaður að því. Ég er ekki mikill planari. Þetta verður bara að ráðast einhvern veginn. Mér finnst það líka besta leiðin til að ferðast. Ég er ekki hræddur við að villast. Ég elska að villast. Þá hittir maður líka nýtt fólk og það er besta leiðin til að skemmta sér.“ Þú ert sem sagt vanur því að villast? „Já, ég er það. Reyndar ekki svona svakalega eins og á Íslandi í fyrra, en jú, það kemur oft fyrir. Mér finnst það frábært.“ Noel segist búast við að leigja bíl líkt og síðast og kveðst ætla að koma með GPS-tækið sem hann fékk að gjöf á Íslandi í fyrra. „Ég vil fara aftur til Siglufjarðar og hitta Sirrý og hina vini mína sem ég kynntist þar. Ég vil snúa aftur á staðinn þar sem þetta byrjaði allt saman. Ég heyrði að það væri líka hægt að fljúga norður í land og aka stutta leið til Siglufjarðar.“ Já, til Akureyrar. „Einmitt. Akureyrar. Kannski að ég geri það í staðinn. Það er svolítið langt að keyra alla þessa leið frá Keflavík til Siglufjarðar. En við sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Ég hlakka alla vega mikið til.“ Að neðan má hlusta á útvarpsviðtal sem tekið var við Noel í Brennslunni í síðustu heimsókn hans til landsins. Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel fær nýtt GPS-tæki að gjöf Avis-bílaleigan taldi öruggara að gefa Noel GPS-tæki. 8. febrúar 2016 16:39 Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Hinn týndi Noel stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótels Í auglýsingunni sést hann stimpla inn rangt heimilisfang á leið sinni til Siglufjarðar. 21. febrúar 2016 14:00 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Noel Santillan, ferðalangurinn frægi, hefur verið færður úr einstaklingsherbergi í svítu. 3. febrúar 2016 14:58 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli vegna GPS-vandræða og annarra ævintýra sinna hér á landi á síðasta ári, hyggst snúa aftur til Íslands næsta sumar. Noel greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Íslandsvinurinn Noel varð stjarna á einni nóttu þegar hann ók frá Keflavík og fór að fyrirmælum GPS-tækisins og hafnaði á Siglufirði í stað miðborgar Reykjavíkur þar sem hann átti bókað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg, hlýddi tækinu, og var kominn til Siglufjarðar nokkrum tímum síðar. En af hverju vilt þú koma aftur til Íslands? „Ég varð einfaldlega ástfanginn af landinu. Mér fannst maturinn frábær og ég hef hvergi drukkið betra vatn. Svo eignaðist ég marga vini þarna. Ég vil kynnast landinu og íslenskri menningu betur,“ segir Noel. Noel kemur frá New Jersey og á bókað flug frá New York að kvöldi 21. júní og kemur til landsins að morgni 22. júní. Hann býst við að vera á landinu í eina viku og segist hlakka mikið til. „Eina vandamálið er að ég neyðist eitthvað til að sofa. Það er svo mikil tímasóun. Ég væri til í að vaka allan tímann.“ Þú komst síðast í febrúar og þá var dimmt. Nú kemurðu hins vegar að sumri, þannig að þú mátt búast við mikilli birtu, líka á nóttunni, sem mun kannski eitthvað trufla svefninn. „Já, ég veit. Það er líka ein af ástæðum þess að ég ákvað að koma að sumri í þetta skiptið. Ég vil fá að upplifa miðnætursólina.“ En ertu eitthvað byrjaður að plana ferðina? „Nei, ég er ekki byrjaður að því. Ég er ekki mikill planari. Þetta verður bara að ráðast einhvern veginn. Mér finnst það líka besta leiðin til að ferðast. Ég er ekki hræddur við að villast. Ég elska að villast. Þá hittir maður líka nýtt fólk og það er besta leiðin til að skemmta sér.“ Þú ert sem sagt vanur því að villast? „Já, ég er það. Reyndar ekki svona svakalega eins og á Íslandi í fyrra, en jú, það kemur oft fyrir. Mér finnst það frábært.“ Noel segist búast við að leigja bíl líkt og síðast og kveðst ætla að koma með GPS-tækið sem hann fékk að gjöf á Íslandi í fyrra. „Ég vil fara aftur til Siglufjarðar og hitta Sirrý og hina vini mína sem ég kynntist þar. Ég vil snúa aftur á staðinn þar sem þetta byrjaði allt saman. Ég heyrði að það væri líka hægt að fljúga norður í land og aka stutta leið til Siglufjarðar.“ Já, til Akureyrar. „Einmitt. Akureyrar. Kannski að ég geri það í staðinn. Það er svolítið langt að keyra alla þessa leið frá Keflavík til Siglufjarðar. En við sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Ég hlakka alla vega mikið til.“ Að neðan má hlusta á útvarpsviðtal sem tekið var við Noel í Brennslunni í síðustu heimsókn hans til landsins.
Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel fær nýtt GPS-tæki að gjöf Avis-bílaleigan taldi öruggara að gefa Noel GPS-tæki. 8. febrúar 2016 16:39 Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Hinn týndi Noel stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótels Í auglýsingunni sést hann stimpla inn rangt heimilisfang á leið sinni til Siglufjarðar. 21. febrúar 2016 14:00 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Noel Santillan, ferðalangurinn frægi, hefur verið færður úr einstaklingsherbergi í svítu. 3. febrúar 2016 14:58 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Noel fær nýtt GPS-tæki að gjöf Avis-bílaleigan taldi öruggara að gefa Noel GPS-tæki. 8. febrúar 2016 16:39
Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05
Hinn týndi Noel stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótels Í auglýsingunni sést hann stimpla inn rangt heimilisfang á leið sinni til Siglufjarðar. 21. febrúar 2016 14:00
Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54
Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Noel Santillan, ferðalangurinn frægi, hefur verið færður úr einstaklingsherbergi í svítu. 3. febrúar 2016 14:58