Fyrirtæki í fararbroddi um samfélagsábyrgð Ketill Berg Magnússon skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Mörg íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum misserum sýnt eftirtektarvert frumkvæði um samfélagsábyrgð. Fyrir rúmu ári skrifuðu liðlega 100 fyrirtæki undir yfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sorps, og fyrr í þessum mánuði undirrituðu tæplega 300 ferðaþjónustufyrirtæki yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Þetta gerðu fyrirtækin af fúsum og frjálsum vilja, án íhlutunar stjórnvalda. Fyrirtækin vilja með þessu hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélagið og eru sammála um að samfélagsábyrgð er lykilþáttur í að treysta ímynd og sjálfbærni Íslands.Loftslagsmál eru ekki loftkennd mál Með loftslagsyfirlýsingu sem Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Reykjavíkurborg hvöttu fyrirtæki til að skrifa undir, heita fyrirtæki því að setja sér mælanleg markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og að minnka losun sorps. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi náð miklum árangri í loftslagsmálum og snúið umtalsverðum kostnaði, til dæmis með því að minnka urðun sorps og fá tekjur af flokkuðum afurðum eins og pappa. Fyrirtæki hafa einnig náð að minnka jarðefnaeldsneytisnotkun og spara þannig mikla fjármuni á sama tíma og mengun þeirra hefur minnkað.Ábyrg ferðaþjónusta Þann 10. janúar síðastliðinn skrifuðu tæplega 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Í því felst að ferðaþjónustufyrirtækin ætla með markvissum hætti að vernda náttúruna, tryggja öryggi ferðamanna, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélögin sem ferðamenn sækja heim. Það eru Festa og Íslenski ferðaklasinn sem standa að hvatningarverkefninu í samstarfi við aðila í ferðaþjónustunni. Fyrirtækjunum er boðið upp á fræðslu og stuðning út árið 2017 til að innleiða ábyrga ferðaþjónustu í rekstur sinn. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þegar að vinna af mikilli ábyrgð gagnvart náttúrunni og samfélaginu og önnur eru að hefja þá vegferð. Þau reyndari geta því miðlað til annarra fyrirtækja og haft áhrif á ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Það er hagur allra.Alþjóðleg þróun Fleiri og fleiri fyrirtæki úti um allan heim hafa opnað augun fyrir því að árangur næst ekki ef fókusinn er á skammtímagróða án tillits til þess hvaða afleiðingar reksturinn hefur á samfélagið nær og fjær. Ábyrg félög eru þau sem með markvissum hætti skipuleggja starfsemi sína þannig að þau skili fjárhagslegum ávinningi og hafi á sama tíma jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Framtíðarsýn okkar hjá Festu er að íslensk fyrirtæki verði þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína, ábyrga umgengni um náttúruna og þann ávinning sem þau skapa fyrir samfélagið.Stjórnvöld sýni ábyrgð í verki Stjórnvöld geta haft mikil áhrif á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar er það einkum þrennt sem Festa leggur til. Í fyrsta lagi ættu stjórnvöld að setja fram skýra og spennandi framtíðarsýn um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi. Í öðru lagi mætti styðja betur við og hvetja fyrirtæki og einstaklinga til góðra verka með skattaafsláttum, innviðauppbyggingu og öðrum stuðningsleiðum. Í þriðja lagi ættu stjórnvöld og sveitarfélög að ganga fram með góðu fordæmi og tryggja ábyrga og gagnsæja stjórnarhætti stjórnsýslunnar en ekki síður að stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera séu fyrirmyndir og innleiði samfélagsábyrgð í alla starfsemi sína. Ýmislegt í nýjum stjórnarsáttmála bendir til að samfélagsábyrgð verði á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Má þar nefna áherslur í umhverfismálum, mannréttindi og jafnrétti. Festa hvetur stjórnvöld til að styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja og býðst til að leggja því verkefni lið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Mörg íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum misserum sýnt eftirtektarvert frumkvæði um samfélagsábyrgð. Fyrir rúmu ári skrifuðu liðlega 100 fyrirtæki undir yfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sorps, og fyrr í þessum mánuði undirrituðu tæplega 300 ferðaþjónustufyrirtæki yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Þetta gerðu fyrirtækin af fúsum og frjálsum vilja, án íhlutunar stjórnvalda. Fyrirtækin vilja með þessu hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélagið og eru sammála um að samfélagsábyrgð er lykilþáttur í að treysta ímynd og sjálfbærni Íslands.Loftslagsmál eru ekki loftkennd mál Með loftslagsyfirlýsingu sem Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Reykjavíkurborg hvöttu fyrirtæki til að skrifa undir, heita fyrirtæki því að setja sér mælanleg markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og að minnka losun sorps. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi náð miklum árangri í loftslagsmálum og snúið umtalsverðum kostnaði, til dæmis með því að minnka urðun sorps og fá tekjur af flokkuðum afurðum eins og pappa. Fyrirtæki hafa einnig náð að minnka jarðefnaeldsneytisnotkun og spara þannig mikla fjármuni á sama tíma og mengun þeirra hefur minnkað.Ábyrg ferðaþjónusta Þann 10. janúar síðastliðinn skrifuðu tæplega 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Í því felst að ferðaþjónustufyrirtækin ætla með markvissum hætti að vernda náttúruna, tryggja öryggi ferðamanna, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélögin sem ferðamenn sækja heim. Það eru Festa og Íslenski ferðaklasinn sem standa að hvatningarverkefninu í samstarfi við aðila í ferðaþjónustunni. Fyrirtækjunum er boðið upp á fræðslu og stuðning út árið 2017 til að innleiða ábyrga ferðaþjónustu í rekstur sinn. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þegar að vinna af mikilli ábyrgð gagnvart náttúrunni og samfélaginu og önnur eru að hefja þá vegferð. Þau reyndari geta því miðlað til annarra fyrirtækja og haft áhrif á ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Það er hagur allra.Alþjóðleg þróun Fleiri og fleiri fyrirtæki úti um allan heim hafa opnað augun fyrir því að árangur næst ekki ef fókusinn er á skammtímagróða án tillits til þess hvaða afleiðingar reksturinn hefur á samfélagið nær og fjær. Ábyrg félög eru þau sem með markvissum hætti skipuleggja starfsemi sína þannig að þau skili fjárhagslegum ávinningi og hafi á sama tíma jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Framtíðarsýn okkar hjá Festu er að íslensk fyrirtæki verði þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína, ábyrga umgengni um náttúruna og þann ávinning sem þau skapa fyrir samfélagið.Stjórnvöld sýni ábyrgð í verki Stjórnvöld geta haft mikil áhrif á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar er það einkum þrennt sem Festa leggur til. Í fyrsta lagi ættu stjórnvöld að setja fram skýra og spennandi framtíðarsýn um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi. Í öðru lagi mætti styðja betur við og hvetja fyrirtæki og einstaklinga til góðra verka með skattaafsláttum, innviðauppbyggingu og öðrum stuðningsleiðum. Í þriðja lagi ættu stjórnvöld og sveitarfélög að ganga fram með góðu fordæmi og tryggja ábyrga og gagnsæja stjórnarhætti stjórnsýslunnar en ekki síður að stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera séu fyrirmyndir og innleiði samfélagsábyrgð í alla starfsemi sína. Ýmislegt í nýjum stjórnarsáttmála bendir til að samfélagsábyrgð verði á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Má þar nefna áherslur í umhverfismálum, mannréttindi og jafnrétti. Festa hvetur stjórnvöld til að styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja og býðst til að leggja því verkefni lið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar