„Þetta er búið að taka á“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 11:56 Frá undirrituninni. vísir/ásgeir Sjómenn fá endurgjaldslaust fæði, samkvæmt samkomulagi sem samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að í nótt. Nýr samningur, sem gilda á til ársloka 2019, verður kynntur sjómönnum í dag og munu þeir í kjölfarið greiða atkvæði um hann, en gert er ráð fyrir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu muni liggja fyrir á sunnudagskvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mikinn létti að samningar hafi tekist. „Þetta er búið að taka á, það verður að viðurkennast,“ segir hann í samtali við Vísi. Valmundur segist telja að lagasetning hafi verið handan við hornið. „Það var alveg ljóst af hálfu ríkisvaldsins að við þetta væri ekki unað lengur.“ Aðspurður segist hann binda miklar vonir við að nýgerður samningur verði samþykktur, en sjómenn hafa fellt síðustu tvo kjarasamninga. „Ég vona að hann verði samþykktur. Ég held hann sé góður við okkur,“ segir Valmundur, en sjómannasambönd munu halda kynningarfundi fyrir félagsmenn sína í dag. Sjómenn munu hefja störf strax annað kvöld, verði samningarnir samþykktir. Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í tíu vikur en samninganefndir þeirra og Samtaka fyrirtækja sjávarútvegi náðu loks samkomulagi eftir fund sem stóð fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara. Búist var við útspili stjórnvalda vegna kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga og ekki var talið að samkomulag næðist án aðkomu yfirvalda. Það tókst þó um síðir. Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segist létt. „Þetta er búin að vera mikil spenna undanfarna sólarhringa og erfiður tími síðastliðnar vikur tíu vikur. Ég get ekki sagt annað en að síðustu klukkustundir og síðustu dagar að þetta er oft búið að vera tæpt, hef oft haldið að menn séu að fara að ganga út, en ég get ekki sagt annað en að við erum gríðarlega ánægð beggja megin við borðið. Þetta er mjög góður samningur fyrir sjómenn,“ sagði Jens þegar fréttastofa náði af honum rétt eftir undirritunina í nótt. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Sjómenn fá endurgjaldslaust fæði, samkvæmt samkomulagi sem samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að í nótt. Nýr samningur, sem gilda á til ársloka 2019, verður kynntur sjómönnum í dag og munu þeir í kjölfarið greiða atkvæði um hann, en gert er ráð fyrir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu muni liggja fyrir á sunnudagskvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mikinn létti að samningar hafi tekist. „Þetta er búið að taka á, það verður að viðurkennast,“ segir hann í samtali við Vísi. Valmundur segist telja að lagasetning hafi verið handan við hornið. „Það var alveg ljóst af hálfu ríkisvaldsins að við þetta væri ekki unað lengur.“ Aðspurður segist hann binda miklar vonir við að nýgerður samningur verði samþykktur, en sjómenn hafa fellt síðustu tvo kjarasamninga. „Ég vona að hann verði samþykktur. Ég held hann sé góður við okkur,“ segir Valmundur, en sjómannasambönd munu halda kynningarfundi fyrir félagsmenn sína í dag. Sjómenn munu hefja störf strax annað kvöld, verði samningarnir samþykktir. Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í tíu vikur en samninganefndir þeirra og Samtaka fyrirtækja sjávarútvegi náðu loks samkomulagi eftir fund sem stóð fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara. Búist var við útspili stjórnvalda vegna kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga og ekki var talið að samkomulag næðist án aðkomu yfirvalda. Það tókst þó um síðir. Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segist létt. „Þetta er búin að vera mikil spenna undanfarna sólarhringa og erfiður tími síðastliðnar vikur tíu vikur. Ég get ekki sagt annað en að síðustu klukkustundir og síðustu dagar að þetta er oft búið að vera tæpt, hef oft haldið að menn séu að fara að ganga út, en ég get ekki sagt annað en að við erum gríðarlega ánægð beggja megin við borðið. Þetta er mjög góður samningur fyrir sjómenn,“ sagði Jens þegar fréttastofa náði af honum rétt eftir undirritunina í nótt.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09
Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37