Trump sakar fjölmiðla um blint hatur Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. febrúar 2017 07:00 Trump undirritaði lagafrumvarp sem léttir af olíufyrirtækjum þeirri kvöð að þurfa að gera grein fyrir peningum sem þau greiða til erlendra stjórnvalda. vísir/epa Donald Trump Bandaríkjaforseti segir bandarísku leyniþjónustuna leka upplýsingum eins og hún sé að dreifa sælgæti. Það sé raunverulega hneykslið. Þá segir hann fréttir af tengslum sínum og samstarfsmanna sinna við Rússa vera tómt kjaftæði, sem hafi þann eina tilgang að draga athyglina frá öllum þeim mistökum sem Hillary Clinton gerði í kosningabaráttunni. Þetta segir hann á Twitter-síðu sinni í gær, en hann hefur verið býsna iðinn við að nota þann vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þá sakaði hann fjölmiðla um að velta sér upp úr samsæriskenningum. Þeir væru haldnir blindu hatri á sér. Þar tilgreindi hann sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar MSNBC og CNN ásamt stórblöðunum New York Times og Washington Post. Hins vegar væri Fox-sjónvarpsstöðin frábær. Þessi gusa á Twitter virðist vera viðbrögð hans við skrifum New York Times um að starfsfólk á vegum Trumps hafi átt í miklum samskiptum við háttsetta rússneska leyniþjónustumenn meðan kosningabaráttan stóð enn yfir. Blaðið sagðist hafa heimildir fyrir þessu frá bæði lögreglu og leyniþjónustu. Þetta hefði komið í ljós við rannsókn alríkislögreglunnar FBI á því hvort Rússar hefðu brotist inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og lekið þaðan upplýsingum í þeim tilgangi að veikja stöðu Clinton í kosningabaráttunni. Rannsóknin hefði hins vegar ekki enn leitt í ljós að samstarfsmenn Trumps hefðu beinlínis átt í samvinnu við Rússa um þessar netnjósnir. Eitt stærsta áfallið sem hin nýja stjórn Trumps hefur orðið fyrir á fyrstu vikunum var afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Michaels Flynn, sem varð uppvís að því að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samtal sitt við sendiherra Rússlands. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa nú tekið undir kröfur um að hefja þurfi ítarlega rannsókn á tengslum Trumps við Rússa. Þá hefur Dan Rather, fréttamaðurinn fyrrverandi, sagt nauðsynlegt að hefja óháða rannsókn á þessum tengslum. Hvorki Bandaríkjastjórn né þjóðþingið njóti lengur trausts til þess að gera slíka rannsókn: „Watergate var stærsta pólitíska hneykslið á minni ævi, þangað til kannski núna,“ sagði Rather á Facebook-síðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir bandarísku leyniþjónustuna leka upplýsingum eins og hún sé að dreifa sælgæti. Það sé raunverulega hneykslið. Þá segir hann fréttir af tengslum sínum og samstarfsmanna sinna við Rússa vera tómt kjaftæði, sem hafi þann eina tilgang að draga athyglina frá öllum þeim mistökum sem Hillary Clinton gerði í kosningabaráttunni. Þetta segir hann á Twitter-síðu sinni í gær, en hann hefur verið býsna iðinn við að nota þann vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þá sakaði hann fjölmiðla um að velta sér upp úr samsæriskenningum. Þeir væru haldnir blindu hatri á sér. Þar tilgreindi hann sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar MSNBC og CNN ásamt stórblöðunum New York Times og Washington Post. Hins vegar væri Fox-sjónvarpsstöðin frábær. Þessi gusa á Twitter virðist vera viðbrögð hans við skrifum New York Times um að starfsfólk á vegum Trumps hafi átt í miklum samskiptum við háttsetta rússneska leyniþjónustumenn meðan kosningabaráttan stóð enn yfir. Blaðið sagðist hafa heimildir fyrir þessu frá bæði lögreglu og leyniþjónustu. Þetta hefði komið í ljós við rannsókn alríkislögreglunnar FBI á því hvort Rússar hefðu brotist inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og lekið þaðan upplýsingum í þeim tilgangi að veikja stöðu Clinton í kosningabaráttunni. Rannsóknin hefði hins vegar ekki enn leitt í ljós að samstarfsmenn Trumps hefðu beinlínis átt í samvinnu við Rússa um þessar netnjósnir. Eitt stærsta áfallið sem hin nýja stjórn Trumps hefur orðið fyrir á fyrstu vikunum var afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Michaels Flynn, sem varð uppvís að því að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samtal sitt við sendiherra Rússlands. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa nú tekið undir kröfur um að hefja þurfi ítarlega rannsókn á tengslum Trumps við Rússa. Þá hefur Dan Rather, fréttamaðurinn fyrrverandi, sagt nauðsynlegt að hefja óháða rannsókn á þessum tengslum. Hvorki Bandaríkjastjórn né þjóðþingið njóti lengur trausts til þess að gera slíka rannsókn: „Watergate var stærsta pólitíska hneykslið á minni ævi, þangað til kannski núna,“ sagði Rather á Facebook-síðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira