Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 23:15 Guðrún Harpa Bjarnadóttir fór ásamt Fjallafélaginu upp í grunnbúðir Everest síðastliðinn nóvember. Myndir/Guðrún Harpa Guðrún Harpa Bjarnadóttir fór ásamt Fjallafélaginu upp í grunnbúðir Everest síðastliðinn nóvember. Á leið sinni kynntist hún Nepölum og nepalskri menningu og í kjölfarið ákvað hún að styðja nepalskar stúlkur til náms. Úr varð að Guðrún Harpa stofnaði Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls ásamt þeim Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, Guðrúnu Rögnu Hreinsdóttur, Katrínu Gústavsdóttir og Kristínu Maríu Erlendsdóttur. Samtökin standa fyrir sínum fyrsta viðburði mánudaginn 6. mars næstkomandi. „Við vorum ekki síst heilluð af fólkinu í Nepal bæði í Katmandu og í Khumbu-dalnum, sem liggur upp að Everest grunnbúðum. Það er gríðarleg fátækt í Nepal en fólkið er allt svo ofboðslega glatt, það var svo mikil gleði, þakklæti, virðing fyrir öllu lífi, bæði náttúrunni og öðru fólki, gjafmildi og brosmildi og við heilluðumst algerlega að þessari menningu,“ segir Guðrún Harpa í samtali við Vísi. „En við sáum alls staðar á leiðinni gríðarlega fátækt og ótrúlega eyðileggingu eftir jarðskjálftann 2015, þar sem var náttúrulega svakaleg eyðilegging sem þetta land mátti alls ekki við. En þau eru að byggja upp og við dáðumst að þessu fólki. Við veltum fyrir okkur alla leiðina hvernig við gætum stutt við þetta samfélag og gefið eitthvað til baka. Við skildum hluta af hjarta okkar eftir þarna úti og langaði að gefa eitthvað til baka en vorum búin að heyra alls konar sögur af því hvað væri mikil spilling þarna hjá stjórnvöldum, að fólk sem væri að senda styrki og styðja við samfélagið, það skilar sér yfirleitt ekki nema af litlu leyti, til þeirra sem á þurfa að halda. Þannig að við vorum svolítið að vandræðast með það hvernig við gætum snúið okkur í þessu, gefið af okkur til þeirra.“ Guðrún Harpa ásamt eiginmanni sínum í grunnbúðum Everest.Mynd/Guðrún HarpaGuðrún Harpa segist hafa velt því fyrir sér bæði í ferðinni og þegar heim var komið hvernig hún gæti orðið að liði. „Við veltum þessu fyrir okkur bæði á meðan við vorum úti og þegar við komum heim. Ég tók einhverjar myndir á leiðinni úti ef ég sá einhversstaðar auglýst einhver samtök. Tók mynd og fór svo og gúgglaði þegar ég kom heim. Þetta er bara svo mikill frumskógur, það er erfitt að vita hvað er „genuine“ og hvað ekki. En svo, tveim þrem vikum eftir að ég kem þá er ég enn með hugann þarna úti og set mynd á Instagram og set #everestbasecamp við hana. Þá er einhver ókunnug kona sem lækar hjá mér myndina.“ Hún segist hafa orðið upp með sér að fá viðbrögð frá ókunnugri manneskju, enda ekki vön slíku. Hún hafi því farið að skoða konuna, Söru Safari, betur. „Ég fer að skoða prófílinn hjá þessari konu og ég er ekki búin að scrolla langt niður þegar ég sé að hún er að setja inn myndir af nepölskum stelpum og hún setur #empowernepaligirls. Þannig leiðir þetta mig áfram. Ég sé að hún er líka búin að gefa út bók og eftir því sem ég skoða þessa stelpu meira þá uppgötva ég að hún var á Everest þegar jarðskjálftinn varð, var þá á leiðinni á tindinn. Hún situr í stjórn þessara samtaka, hún býr í Bandaríkjunum og er fædd og uppalin í Íran. Hún flutti með foreldrunum sínum til Bandaríkjanna um tvítugt og kláraði þar nám. Hún er verkfræðingur og háskólaprófessor í verkfræði.“ Sara SafariMynd/Guðrún HarpaTíu til tólf þúsund stúlkur hverfa á hverju ári „Það er svolítið löng saga hvernig það kom til að hún fór á Everest en á Everest fór hún til að vekja athygli á þessum samtökum og til að vera nepölskum stelpum fyrirmynd og sýna þeim að stelpur geta líka það sem þær vilja. Þær geta líka fengið tækifæri, geta líka klifið fjöll, farið í skóla og menntað sig og orðið verkfræðingar, læknar eða hvað sem þeim dettur í hug. Því í Nepal er það bara þannig að það er gríðarlega fátækt land, fjölskyldur hafa ekki efni á að mennta öll börnin sín og þá eru strákarnir látnir ganga fyrir. Það eru meiri líkur í þeirra menningu að þeir muni sjá fyrir fjölskyldunni síðar meir. Þá er mjög algengt, alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun til Indlands. Það er talið að það séu tíu til tólf þúsund stelpur á ári sem hverfa yfir til Indlands.“ Samtökin Empower Nepali Girls veita námsstyrki til nepalskra stúlkna. Þau velja stúlkur frá fátækustu héruðum landsins sem sýna námsmöguleika eða hæfileika og eru þær studdar til náms. „Þau veita skólastyrki til þessara stelpna og fylgja þeim eftir, það er bara einn starfsmaður hjá samtökunum, annars eru bara sjálfboðaliðar sem fara í heimsóknir inn á heimilin til að fullvissa sig um að foreldrarnir séu ekki að taka við peningunum og senda stelpurnar ekki í skólann og þau hvetja þau áfram til að halda stelpunum við efnið og vera viss um að þær sinni náminu sínu.“ Samtökin voru stofnuð árið 2001 og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu samtakanna styðja þau nú yfir 280 stúlkur til náms. „Þegar ég var búin að skoða þetta og keypti þessa bók sem Sara Safari gaf út í fyrra þar sem hún lýsir aðdragandanum að Everest ferð sinni. Það er ævintýri líkast, algjörlega ótrúleg frásögn hvernig það kom til og hvernig hún svo kynntist samtökunum sem varð til þess að hún fór. Eftir að ég las bókina hennar var ég algjörlega heilluð og áttaði mig á að þarna langaði mig að hjálpa til. Mér fannst eins og þetta hefði dottið upp í hendurnar á mér, það sem ég hafði verið að leita að.“Vildi koma til Íslands Guðrún Harpa sendi tölvupóst á Safari, sagðist hafa verið á Everest og að hún vildi hjálpa. „Ég fékk svar til baka um að ég gæti verið með fjáröflun, staðið fyrir viðburðum og svo væri hægt að senda peninga. Svo lét þetta mig ekki í friði þannig að ég ákvað að ég ætlaði að stofna Íslandsdeild þessara samtaka. Ég er ekki að fara að styrkja einhverjar stelpur beint. Þau eru greinilega að vinna frábært verk þarna þannig að eini tilgangur þessa íslensku samtaka er að afla fjár fyrir þessi amerísk-nepölsku samtök og styðja þeirra starf. Við ætlum ekki að finna upp hjólið og fara sjálf að velja stúlkur, þau gera það frábærlega vel.“ Úr verður að ákveðið er að halda fyrirlestur til að kynna samtökin og þeirra starf og Sara Safari segist vilja vera á Skype og tala við gesti. „Svo verður hún svo hrifin af því að við erum að brölta þetta hérna og hún ákveður að koma til Íslands. Hún er að koma á föstudaginn. Á mánudagskvöldið ætlum við að vera með fræðslukvöld, eða kynningarkvöld úti í HR. Fengum lánaða stóra stofu. Við ætlum að sýna stuttmyndina Brave Girl sem er um kynlífsþrælkunina í Indlandi og Nepal. Svo heldur Sara fyrirlestur og segir sína sögu.“ Áhugasamir geta kynnt sér samtökin Empower Nepali Girls í Háskóla Reykjavíkur þann 6. mars næstkomandi klukkan 20. Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast hér. Nepal Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Guðrún Harpa Bjarnadóttir fór ásamt Fjallafélaginu upp í grunnbúðir Everest síðastliðinn nóvember. Á leið sinni kynntist hún Nepölum og nepalskri menningu og í kjölfarið ákvað hún að styðja nepalskar stúlkur til náms. Úr varð að Guðrún Harpa stofnaði Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls ásamt þeim Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, Guðrúnu Rögnu Hreinsdóttur, Katrínu Gústavsdóttir og Kristínu Maríu Erlendsdóttur. Samtökin standa fyrir sínum fyrsta viðburði mánudaginn 6. mars næstkomandi. „Við vorum ekki síst heilluð af fólkinu í Nepal bæði í Katmandu og í Khumbu-dalnum, sem liggur upp að Everest grunnbúðum. Það er gríðarleg fátækt í Nepal en fólkið er allt svo ofboðslega glatt, það var svo mikil gleði, þakklæti, virðing fyrir öllu lífi, bæði náttúrunni og öðru fólki, gjafmildi og brosmildi og við heilluðumst algerlega að þessari menningu,“ segir Guðrún Harpa í samtali við Vísi. „En við sáum alls staðar á leiðinni gríðarlega fátækt og ótrúlega eyðileggingu eftir jarðskjálftann 2015, þar sem var náttúrulega svakaleg eyðilegging sem þetta land mátti alls ekki við. En þau eru að byggja upp og við dáðumst að þessu fólki. Við veltum fyrir okkur alla leiðina hvernig við gætum stutt við þetta samfélag og gefið eitthvað til baka. Við skildum hluta af hjarta okkar eftir þarna úti og langaði að gefa eitthvað til baka en vorum búin að heyra alls konar sögur af því hvað væri mikil spilling þarna hjá stjórnvöldum, að fólk sem væri að senda styrki og styðja við samfélagið, það skilar sér yfirleitt ekki nema af litlu leyti, til þeirra sem á þurfa að halda. Þannig að við vorum svolítið að vandræðast með það hvernig við gætum snúið okkur í þessu, gefið af okkur til þeirra.“ Guðrún Harpa ásamt eiginmanni sínum í grunnbúðum Everest.Mynd/Guðrún HarpaGuðrún Harpa segist hafa velt því fyrir sér bæði í ferðinni og þegar heim var komið hvernig hún gæti orðið að liði. „Við veltum þessu fyrir okkur bæði á meðan við vorum úti og þegar við komum heim. Ég tók einhverjar myndir á leiðinni úti ef ég sá einhversstaðar auglýst einhver samtök. Tók mynd og fór svo og gúgglaði þegar ég kom heim. Þetta er bara svo mikill frumskógur, það er erfitt að vita hvað er „genuine“ og hvað ekki. En svo, tveim þrem vikum eftir að ég kem þá er ég enn með hugann þarna úti og set mynd á Instagram og set #everestbasecamp við hana. Þá er einhver ókunnug kona sem lækar hjá mér myndina.“ Hún segist hafa orðið upp með sér að fá viðbrögð frá ókunnugri manneskju, enda ekki vön slíku. Hún hafi því farið að skoða konuna, Söru Safari, betur. „Ég fer að skoða prófílinn hjá þessari konu og ég er ekki búin að scrolla langt niður þegar ég sé að hún er að setja inn myndir af nepölskum stelpum og hún setur #empowernepaligirls. Þannig leiðir þetta mig áfram. Ég sé að hún er líka búin að gefa út bók og eftir því sem ég skoða þessa stelpu meira þá uppgötva ég að hún var á Everest þegar jarðskjálftinn varð, var þá á leiðinni á tindinn. Hún situr í stjórn þessara samtaka, hún býr í Bandaríkjunum og er fædd og uppalin í Íran. Hún flutti með foreldrunum sínum til Bandaríkjanna um tvítugt og kláraði þar nám. Hún er verkfræðingur og háskólaprófessor í verkfræði.“ Sara SafariMynd/Guðrún HarpaTíu til tólf þúsund stúlkur hverfa á hverju ári „Það er svolítið löng saga hvernig það kom til að hún fór á Everest en á Everest fór hún til að vekja athygli á þessum samtökum og til að vera nepölskum stelpum fyrirmynd og sýna þeim að stelpur geta líka það sem þær vilja. Þær geta líka fengið tækifæri, geta líka klifið fjöll, farið í skóla og menntað sig og orðið verkfræðingar, læknar eða hvað sem þeim dettur í hug. Því í Nepal er það bara þannig að það er gríðarlega fátækt land, fjölskyldur hafa ekki efni á að mennta öll börnin sín og þá eru strákarnir látnir ganga fyrir. Það eru meiri líkur í þeirra menningu að þeir muni sjá fyrir fjölskyldunni síðar meir. Þá er mjög algengt, alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun til Indlands. Það er talið að það séu tíu til tólf þúsund stelpur á ári sem hverfa yfir til Indlands.“ Samtökin Empower Nepali Girls veita námsstyrki til nepalskra stúlkna. Þau velja stúlkur frá fátækustu héruðum landsins sem sýna námsmöguleika eða hæfileika og eru þær studdar til náms. „Þau veita skólastyrki til þessara stelpna og fylgja þeim eftir, það er bara einn starfsmaður hjá samtökunum, annars eru bara sjálfboðaliðar sem fara í heimsóknir inn á heimilin til að fullvissa sig um að foreldrarnir séu ekki að taka við peningunum og senda stelpurnar ekki í skólann og þau hvetja þau áfram til að halda stelpunum við efnið og vera viss um að þær sinni náminu sínu.“ Samtökin voru stofnuð árið 2001 og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu samtakanna styðja þau nú yfir 280 stúlkur til náms. „Þegar ég var búin að skoða þetta og keypti þessa bók sem Sara Safari gaf út í fyrra þar sem hún lýsir aðdragandanum að Everest ferð sinni. Það er ævintýri líkast, algjörlega ótrúleg frásögn hvernig það kom til og hvernig hún svo kynntist samtökunum sem varð til þess að hún fór. Eftir að ég las bókina hennar var ég algjörlega heilluð og áttaði mig á að þarna langaði mig að hjálpa til. Mér fannst eins og þetta hefði dottið upp í hendurnar á mér, það sem ég hafði verið að leita að.“Vildi koma til Íslands Guðrún Harpa sendi tölvupóst á Safari, sagðist hafa verið á Everest og að hún vildi hjálpa. „Ég fékk svar til baka um að ég gæti verið með fjáröflun, staðið fyrir viðburðum og svo væri hægt að senda peninga. Svo lét þetta mig ekki í friði þannig að ég ákvað að ég ætlaði að stofna Íslandsdeild þessara samtaka. Ég er ekki að fara að styrkja einhverjar stelpur beint. Þau eru greinilega að vinna frábært verk þarna þannig að eini tilgangur þessa íslensku samtaka er að afla fjár fyrir þessi amerísk-nepölsku samtök og styðja þeirra starf. Við ætlum ekki að finna upp hjólið og fara sjálf að velja stúlkur, þau gera það frábærlega vel.“ Úr verður að ákveðið er að halda fyrirlestur til að kynna samtökin og þeirra starf og Sara Safari segist vilja vera á Skype og tala við gesti. „Svo verður hún svo hrifin af því að við erum að brölta þetta hérna og hún ákveður að koma til Íslands. Hún er að koma á föstudaginn. Á mánudagskvöldið ætlum við að vera með fræðslukvöld, eða kynningarkvöld úti í HR. Fengum lánaða stóra stofu. Við ætlum að sýna stuttmyndina Brave Girl sem er um kynlífsþrælkunina í Indlandi og Nepal. Svo heldur Sara fyrirlestur og segir sína sögu.“ Áhugasamir geta kynnt sér samtökin Empower Nepali Girls í Háskóla Reykjavíkur þann 6. mars næstkomandi klukkan 20. Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast hér.
Nepal Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira