XC60 er stjarna Volvo í Genf Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2017 09:00 Ný kynslóð Volvo XC60. Volvo frumsýndi í fyrradag XC60-lúxusjeppann á bílasýningunni í Genf – bíl sem margir hafa beðið eftir, en hann kemur nú af annarri kynslóð. XC60 af fyrstu kynslóð náði þeim áfanga að verða mest seldi miðlungsstóri lúxusjeppinn í Evrópu frá því að hann kom á markað fyrir níu árum og seldist í tæplega milljón eintökum. Í dag stendur XC60 undir um 30% af sölu Volvo á heimsvísu. „Hjá okkur er rík hefð fyrir því að hanna stílhreina og kraftmikla jeppa sem búnir eru nýjustu tækni. Nýr XC60 verður þar engin undantekning. Þetta er fullkominn bíll fyrir þá sem lifa lífinu lifandi og birtingarmynd næsta stigs í umbreytingaráætlun okkar,“ segir Håkan Samuelsson, forstjóri Volvo Car Group. Nýjungar í þægindum og öryggistækniNýr XC60 er einn öruggasti bíll sem framleiddur hefur verið og er auk þess ríkulega búinn nýrri tækni. Stýrisaðstoð hefur verið bætt við City Safety-öryggiskerfið. Nýtt öryggiskerfi notar stýrisaðstoðina til að koma í veg fyrir árekstur við bíla sem koma úr gagnstæðri átt auk þess sem blindsvæðisskynjarinn notar núna stýrisaðstoðina til að draga úr hættu á árekstrum þegar skipt er um akrein. „Við lögðum áherslu á að hanna bíl sem veitir upplifun fyrir öll skynfærin – allt frá góðri yfirsýn yfir veginn framundan úr fallegu og friðsælu farþegarými til öruggs og ánægjulegs aksturs,“ segir Henrik Green, aðstoðarforstjóri vöru- og gæðadeildar Volvo Car Group. „Við lögðum sérstaka áherslu á þægindi og þjónustu sem léttir viðskiptavinum okkar lífið í amstri dagsins.“ Pilot Assist-kerfið, háþróað hálfsjálfvirkt aðstoðarkerfi fyrir ökumanninn sem tekur við stjórn stýris, inngjafar og hemla á vel merktum vegum á allt að 130 km/klst., er í boði sem aukabúnaður í nýjum XC60.AfköstNýi XC60 er fáanlegur með verðlaunuðu T8-tengiltvinnvélinni sem skilar 407 hestöflum og nær hundraðinu á aðeins 5,3 sekúndum. „Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval véla. Nýr XC60 kemur á markað með 190 hestafla D4-dísilvélinni og 235 hestafla D5-vél með PowerPulse-tækni. Við bjóðum einnig upp á 254 hestafla T5-bensínvélina og T6-vélina sem er búin tveimur forþjöppum og skilar 320 hestöflum og 400 Nm togi,“ bætir Henrik Green við. Afköst nýs XC60 felast hins vegar ekki bara í því sem er undir vélarhlífinni. Nýtt fjögurra svæða CleanZone hita- og loftstýringarkerfi síar burt skaðlega mengunarvalda og agnir úr lofti sem er dælt inn í farþegarýmið til að tryggja loftgæði. Útlit Sensus, upplýsinga- og afþreyingarkerfis Volvo Cars og tengdrar þjónustu, og forritsins Volvo On Call hefur verið uppfært til að tryggja aukið notagildi. Eins og í bílum 90-línunnar er tenging við snjallsíma í gegnum CarPlay og Android Auto einnig í boði.Sterkbyggð útgeislun„XC60 er ekki jeppi sem er hugsaður til þess að gnæfa yfir öðrum, heldur er hann fyrst og fremst hugsaður fyrir akstur. Ytra byrðið ber með sér kraftmikla útgeislun með látlausum, tímalausum gæðum. Innanrýmið er haganlega hannað, klætt fallegum efnum og búið nýjustu tækni – í fullkomnum samhljómi. XC60 býður viðskiptavinum okkar upp á hina einu sönnu norrænu upplifun,“ segir Thomas Ingenlath, aðstoðarforstjóri hönnunardeildar Volvo Car Group. Volvo XC60 verður frumsýndur á Íslandi í október.Það eru flottir bílar sem streyma nú úr verksmiðjum Volvo. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent
Volvo frumsýndi í fyrradag XC60-lúxusjeppann á bílasýningunni í Genf – bíl sem margir hafa beðið eftir, en hann kemur nú af annarri kynslóð. XC60 af fyrstu kynslóð náði þeim áfanga að verða mest seldi miðlungsstóri lúxusjeppinn í Evrópu frá því að hann kom á markað fyrir níu árum og seldist í tæplega milljón eintökum. Í dag stendur XC60 undir um 30% af sölu Volvo á heimsvísu. „Hjá okkur er rík hefð fyrir því að hanna stílhreina og kraftmikla jeppa sem búnir eru nýjustu tækni. Nýr XC60 verður þar engin undantekning. Þetta er fullkominn bíll fyrir þá sem lifa lífinu lifandi og birtingarmynd næsta stigs í umbreytingaráætlun okkar,“ segir Håkan Samuelsson, forstjóri Volvo Car Group. Nýjungar í þægindum og öryggistækniNýr XC60 er einn öruggasti bíll sem framleiddur hefur verið og er auk þess ríkulega búinn nýrri tækni. Stýrisaðstoð hefur verið bætt við City Safety-öryggiskerfið. Nýtt öryggiskerfi notar stýrisaðstoðina til að koma í veg fyrir árekstur við bíla sem koma úr gagnstæðri átt auk þess sem blindsvæðisskynjarinn notar núna stýrisaðstoðina til að draga úr hættu á árekstrum þegar skipt er um akrein. „Við lögðum áherslu á að hanna bíl sem veitir upplifun fyrir öll skynfærin – allt frá góðri yfirsýn yfir veginn framundan úr fallegu og friðsælu farþegarými til öruggs og ánægjulegs aksturs,“ segir Henrik Green, aðstoðarforstjóri vöru- og gæðadeildar Volvo Car Group. „Við lögðum sérstaka áherslu á þægindi og þjónustu sem léttir viðskiptavinum okkar lífið í amstri dagsins.“ Pilot Assist-kerfið, háþróað hálfsjálfvirkt aðstoðarkerfi fyrir ökumanninn sem tekur við stjórn stýris, inngjafar og hemla á vel merktum vegum á allt að 130 km/klst., er í boði sem aukabúnaður í nýjum XC60.AfköstNýi XC60 er fáanlegur með verðlaunuðu T8-tengiltvinnvélinni sem skilar 407 hestöflum og nær hundraðinu á aðeins 5,3 sekúndum. „Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval véla. Nýr XC60 kemur á markað með 190 hestafla D4-dísilvélinni og 235 hestafla D5-vél með PowerPulse-tækni. Við bjóðum einnig upp á 254 hestafla T5-bensínvélina og T6-vélina sem er búin tveimur forþjöppum og skilar 320 hestöflum og 400 Nm togi,“ bætir Henrik Green við. Afköst nýs XC60 felast hins vegar ekki bara í því sem er undir vélarhlífinni. Nýtt fjögurra svæða CleanZone hita- og loftstýringarkerfi síar burt skaðlega mengunarvalda og agnir úr lofti sem er dælt inn í farþegarýmið til að tryggja loftgæði. Útlit Sensus, upplýsinga- og afþreyingarkerfis Volvo Cars og tengdrar þjónustu, og forritsins Volvo On Call hefur verið uppfært til að tryggja aukið notagildi. Eins og í bílum 90-línunnar er tenging við snjallsíma í gegnum CarPlay og Android Auto einnig í boði.Sterkbyggð útgeislun„XC60 er ekki jeppi sem er hugsaður til þess að gnæfa yfir öðrum, heldur er hann fyrst og fremst hugsaður fyrir akstur. Ytra byrðið ber með sér kraftmikla útgeislun með látlausum, tímalausum gæðum. Innanrýmið er haganlega hannað, klætt fallegum efnum og búið nýjustu tækni – í fullkomnum samhljómi. XC60 býður viðskiptavinum okkar upp á hina einu sönnu norrænu upplifun,“ segir Thomas Ingenlath, aðstoðarforstjóri hönnunardeildar Volvo Car Group. Volvo XC60 verður frumsýndur á Íslandi í október.Það eru flottir bílar sem streyma nú úr verksmiðjum Volvo.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent